Stjórnarskrárfarsinn fær fimm stjörnur

Síðasti þátturinn í Stjórnarskrárfarsanum er óneitanlega vel heppnaður, bæði fyndinn og örlítið spennandi.

Nýkjörinn formaður Samfylkingar asnaðist til að segja sem satt er að málið allt sé rekið á sker og auðvitað fær hann bágt fyrir. Það er stórhættulegt að hafa slíkan formann í þessum flokki. Næst gæti hann farið að segja satt frá ríkisstjórninni, Jóhönnu og guð hjálpi okkur jafnvel ESB.

Nei, nei - alveg róleg. Auðvitað gerist ekkert slíkt og Árni Páll gáir að sér. Til þess að stilla til friðar hefur hann stungið upp á því að núverandi stjórnarmeirihluti fái að binda hendur þingsins á næsta kjörtæimabili. Mjög gagnlegt fyrir þessa tvo flokka því eftir kosningar verða þeir frekar litlir og margir þeir sem nú sitja fyrir þá á þingi horfnir til annarra starfa. Það er auðvitað eðlilegt, finnst Samfylkingunni og litlu samfylkingunni að völd þessa þingmeirihluta nái svolítið inn í eilífðina. 

Þór Saari bætir þó um betur og vill einfaldlega lengja þingið þar til málið er komið í höfn. Það verður reyndar varla gert nema fresta kosningunum eða þá sleppa þeim bara og hafa bara sama þing áfram. Það er alveg nauðsynlegt fyrir lýðveldið og lýðræðið að Þór fái að sitja ögn lengur og skiptir meira máli heldur en það að þingmenn gái að smámunum eins og þeim að það umboð sem kjósendur gefa er takmarkað í tíma.

Það hefði enginn hérlendur rithöfundur getað skrifað betri enda á farsa um stjórnarskrá og lýðræðisást! 


mbl.is Skoða áfangaskiptingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

>Það er auðvitað eðlilegt, finnst Samfylkingunni og litlu samfylkingunni að völd þessa þingmeirihluta nái svolítið inn í eilífðina. >

Dæmigert um hið svokallaða lýðræði Samfylkingarinnar.

Guðni Karl Harðarson, 4.3.2013 kl. 22:14

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Heilsa og heilbrigðisþjónusta.
Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er.

Úr 23. grein tillagna stjórnlagaráðs :-)

Guðni Karl Harðarson, 4.3.2013 kl. 22:17

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Staða heimilanna er bág og stjórnin fabúlerar um nýja stjórnarskrá eins og þjóðin eigi líf að leysa.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2013 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband