Hefðirnar í Miðasíu og afskipti Evrópumanna

Það eru hefðir fyrir margskonar kúgun og ofbeldi í þessum harðbýlu löndum Miðasíu. Sagan sem sögð er í þessari frétt er því miður ekkert einsdæmi. En það eru líka hefðir hjá þessu fólki fyrir drenglyndi og fegurð í mannlegum samskiptum. Ég hef ekki komið yfir til Afganistan en verið gestur Phastunanna í fjöllunum Pakistanmegin landamæranna og dáist að þessu fólki þrátt fyrir grimmd þess og feðraveldi.

Ein hefð er sterkari en nokkur önnur í öllum þessum löndum og fyrir henni margra aldra reynsla. Það er sú hefð að gera þvert á það sem evrópskir postular segja. Peter Hopkirk sem skrifar skemmtilegan langhund um sögu Miðasíu (The great game, 1990) lýsir þessu kostulega. Hvernig breskir heimsvaldasinnar komu einn af öðrum og þóttust geta kennt þessum fornu menningarþjóðum betri siði og leitt þær til nútímans. Og fóru sneyptir til baka, þeir sem ekki enduðu hauslausir í ómerktri gröf. Okkur Vesturlandabúum er fyrirmunað að sjá að við höfum eitthvað af þessum þjóðum að læra og meðan svo er getum við heldur ekki kennt þeim neitt.

Staða öfgasinnaðra Múslima er sterkari nú í þessum heimshluta heldur en hún var jafnvel í valdatíð Talibana. Þeir heimamenn sem aðhyllast hófsöm viðhorf og nær okkar verða fyrir aðkasti fyrir að styðja innrásaröflin. Það kann að hljóma grimmdarlega en á þvælingi um þessi svæði velti ég því stundum fyrir mér hvort þetta væri ekki allt heldur afslappaðra og um leið á réttara róli í mannréttindum, kvenfrelsi og menntun ef ekki þvældust hér endalaust fyrir afskipti vestrænna nútímafræðinga!


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Hefð fyrir refsileysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Nokkuð sammála þér um afskipti vesturríkja... Það þurfti ekkert vesturveldi til að koma mótmælunum á Indlandi af stað vegna nauðganamálana sem þar virðast viðgangast. Það voru konur landsins sem tóku sig sjálfar til og eru að berjast gegn þessu sjálfar... síðan þá hafa fleiri konur sem og menn bæst við í hópinn og koma vonandi í gegn viðhorfsbreytingum, sem og breytingum á hvernig lög og regla taki á þessum málum.  Arabaríkin verða að fá að þróast og berjast fyrir sínu sjálf, þannig vaxa þau og dafna... hvver segiir svo sem að vesturveldin séu að vaxa eins og þau hegða sér í mörgu :) 

ViceRoy, 8.3.2013 kl. 19:34

2 identicon

Einmitt, einmitt, kennið vesturlöndum um þá fornesku og viðurstyggð, sem kallast Islam og eitrar líf allra sem búa í þessum löndum. Lesið það djöfuls ógeð sem Kóraninn er og lesið um illmennið Múhameð sem á að vera fyrirmynd allra múslima. Lesið um hvernig hann fróaði sér með líkama ungbarna og misnotaði 9 ára telpu reglulega. Lesið um hvernig hann nauðgaði konum og myrti konur og karla. Lesið um hvernig hann hvetur múslima til að ræna og rupla og lofar svo brennivíni og kynlífi í hóruhúsi Allah. Klórið ykkur svo áfram í kollinum og kennið Vesturlöndum um þetta allt saman. Það er hlægilegt að lesa þessa frétt sem sýnir að hin sprenglærða jafnaðarmanneskja (aka kommi), Ingibjörg Sólrún, skilur bara ekkert í þessum ósköpum öllum saman. Nennir hún ekki að lesa Kóraninn. Stjórnarskrá Afganistan setur Sharía, lögmál Islams, í öndvegi. Allt þetta ógeð (og miklu meira ógeð) er fullkomlega löglegt undir Sharía. Ef ekki væri þarna fólk frá vesturlöndum að reyna að bjarga þessu fólki frá viðurstyggðinni, væri ástandið miklu verra, við fengjum bara ekki að heyra neinar fréttir af því. Það er kannski bara best að hafa það þannig, þá geta vesturlandabúar hætt að kenna sjálfum sér um þetta allt saman.

Ási (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 20:44

3 identicon

Sæll.

Eru þessar 70 milljónir á ári eða svo sem ISG fær fyrir sína vinnu þá ekki bara peningasóun?

Ef breyta á einhverju þarna varðandi stöðu kvenna þarf hvorki meira né minna en skipta um trúarbrögð í landinu og það er ISG ekki fær um að áorka.

Helgi (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband