Eiga þingmenn að taka þátt í hverju sem er!

Aulahrollur er vel skiljanlegur og raunar er ofuráhersla Ríkissjónvarpsins á þessa ekki frétt Þórs Saari álíka aulaleg. Allt málið er skrípaleikur og ég velti fyrir hvor ræðan hafi verið verri, ræða Birgittu eða Bjarna Ben sem sagði já en var ósammála texta tillögunnar.

Spurningin eftir daginn er vitaskuld hvort þingmenn verði að taka þátt í hvaða skrípaleik sem er... 


mbl.is Birgitta með aulahroll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 "... taka þátt í hvaða skrípaleik sem er"

 Ertu ekki félagi  að kasta steini úr glerhúsi , eða hvað á að kalla það sem þú og Jón Bjarnason  eruð að undirbúa ?

 Tuttugu framboð til hins háa Alþingis !

 Er þjóðin að  verða ein stór Molbúa-fjölskylda ?

 Hafa menn verið að borða REGNBOGA-silung úr APAvatni ?? !

 Hættu þessari vitleysu . Þú hefur áður fengið smjörþefinn af leikhúsinu við Austurvöll.

 Eða sem Rómverjar sögðu: " Hominis est errare, insipientis perseverare" - þ.e. "Það nægir að hafa gert vitleysu einu sinni" !!  

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 11.3.2013 kl. 23:27

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jesús Kristur hættu þessu endemis bulli þú og þín stétt eruð búin að drulla yfir okkur í ára tugi við erum búin að fá nóg!

Sigurður Haraldsson, 12.3.2013 kl. 01:20

3 identicon

 Lilja Mósesdóttir: „Frú forseti. Tími þessarar ríkisstjórnar er löngu liðinn.“

Þessi skýru ummæli Lilju beina athyglinni að því hvers vegna þessi ESB aðlögunarstjórnin, helferðar- og einkavæðingarstjórnin hin síðari í þágu AGS, erlendra vogunarsjóða, stór banka auðræðisisins, hrægamma og innlendra varðgæslumanna þeirra hefur setið svo lengi sem raun ber vitni. 

Af hverju sprengdu Guðfríður Lilja, Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson ekki þessa vesælu og ömurlegu svikastjórn ekki fyrir löngu og það þá með tilstyrk Lilju og Atla?

Það hefur verið ömurlegt að horfa upp á það að öllu skyldi fórnað fyrir þá hégómlegu afstöðu að allt skyldi gert til að viðhalda þessari fyrstu "hreinu" "vinstri velferðarstjórn" út heilt kjörtímabil meðan níðst hefur verið á atvinnulausum, öryrkjum og skuldsettum heimilum landsins.

Enginn þessara þingmanna, nema Lilja, er villiköttur.  Hinir einu og sönnu villikettir eru annars venjulega fólkið sem treysti loforðum VG, en fundu sig svikna strax um mitt sumar 2009.  Megi allur þingflokkur VG hafa mikla skömm fyrir. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 02:28

4 identicon

Ég skil ekki alveg þessa ganrýni á þá flokka sem voru ekki að kaupa ástæður Þórs fyrir vantraustinu en greiddu samt atkvæði með vantrausti. Hvað áttu þeir að gera?  Áttu þeir kannski að greiða atkvæði gegn tillöginnu og gefa þar með það út að þeir treysti þessari ríkisstjórn sem þeir gera ekki.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.3.2013 kl. 14:31

5 Smámynd: Elle_

Ég skil ekki alveg þessa ganrýni á þá flokka sem voru ekki að kaupa ástæður Þórs fyrir vantraustinu en greiddu samt atkvæði með vantrausti. Hvað áttu þeir að gera?

Já, hvað áttu þeir að gera?  Og hvar var Atli Gíslason?  Hann og Jón Bjarnason höfðu þarna tækifæri til að losna við óstjórnina. 

Elle_, 12.3.2013 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband