Kýpur undir járnhæl

Innistæðueigendur á Kýpur mega nú þola gripdeildir ESB og AGS á bankainnistæðum. Og þó Rússar séu umdeildir í sínum verkum hafa þeir verið velgjörðarmenn Kýpverja.

Nú hefur ríkisstjórn Kýpur ekkert um það að segja að Rússum er haldið utan við allt og mega bara tapa því sem þeir hafa lagt í púkkið. Evrópusambandið er jafnvel ruddalegra í sínum utanríkissamskiptum en gamla Sovétið var gagnvart sínum leppríkjum.


mbl.is Bönkum lokað fram á fimmtudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Karlsson

Er nokkuð óeðlilegt að Evrópusambandið hiki við að bjarga Kýpverskum bönkum sem eru fullir af Rússneskum nýþvegnum mafíupeningum?

http://www.slate.com/articles/business/moneybox/2013/03/cyprus_depositor_haircuts_the_cypriot_bank_bailout_is_unfair_but_it_contains.html

Guðmundur Karlsson, 18.3.2013 kl. 19:42

2 identicon

Sæll Bjarni, manni kæmi ekki óvart að einhver blindfullur brjálaður Rússi myndi skjóta einhverri gamalli langdrægri eldflaug á höfuðstöðvar ESB í Brussel. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 21:27

3 identicon

Félagi Bjarni !

 " Innistæðueigendur á Kýpur mega nú þola gripdeildir ESB".

 Laukrétt !

 En hvað hafa innistæðueigendur á Íslandi mátt þola s.l. 4 ár  undir vinstri " velferðar" stjórn ?? 

 Jú, stórhækkaða skatta, aldrei fleiri gjaldþrot, aldrei meiri niðurskurð, aldrei fleiri flúið land ( 6000 - sex ÞÚSUND s.l. 4 ár ) Aldrei minni framkvæmdir, aldrei minna byggt, og þannig mætti halda lengi áfram.

 Í raun erum við eftir hrunadans norrænu" velferðarstjórnarinnar"  Kýpur norðursins !

Stingum ekki höfðum í sandinn, því allt bendir  til nýrrar vinstri"velferðar"-stjórnar að loknum kosningum, eða sem Rómverjar sögðu.: " Citus venit periculum cum contemnitur" - þ.e. "Verum raunsæ, stingum ekki höfðum í sandinn" !! 

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 18.3.2013 kl. 21:51

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þvílíkt bull - það erum við sem eru undir járnhæl og þess vegna viljum við í ESB

Rafn Guðmundsson, 19.3.2013 kl. 00:26

5 Smámynd: Pétur Harðarson

Við erum undir járnhæl vinstri stjórnarinnar. Hún passar upp á að vökva ekki blettinn svo grasið virðist grænna á ESB gresjunni. ESB sinnar eru ótrúlega duglegir að afvegaleiða umræðuna og grunar mig að það sé meira gert til að sannfæra sjálfa sig en eitthvað annað. Það nýjasta er að nauðsynlegt sé að loka bönkum og skattpína innistæður almennings vegna þessa að mafíubófar eigi svo stóran hluta af þeim. Hafðið heyrt það vitlausara? :)

Pétur Harðarson, 19.3.2013 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband