Ljós í myrkri spillingar og óréttlætis

Ormaveitan sem opnaðist við hrun bankanna hefur eðlilega dregið úr tiltrú margra okkar á landinu og getu okkar sjálfra til að stjórna eigin málum. Seinagangur í kerfinu, vanhæf löggjöf til að mæta hvítflibbum og síðan óþolandi endurkoma sömu manna inn í atvinnulífið misbýður algerlega réttlætiskennd okkar. Hrossakaup stjórnmálaflokka til að komast undan uppgjöri hafa kórónað ósköpin.

Það er þessvegna ljós í myrkrinu að sjá að "sérstaki" kemst þó hægt fari.  


mbl.is Mikið mæðir á Kaupþingstoppum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

„Hrossakaup stjórnmálaflokka til að komast undan uppgjöri hafa kórónað ósköpin.“ Þetta þarfnast skýringa við.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.3.2013 kl. 15:43

2 identicon

Embætti sérstaks var stofnað í feb-mars 2009 og er því 4 ára þessa dagana. Fyrstu mánuðina voru starfsmenn vel innan við 10 og náðu ekki tugnum fyrr en á haustmánuðum 2009. Segja má að stóru rannsóknirnar hafi almennilega farið af stað í kringum áramót 2009-2010. Rúm 3 ár í rannsókn á flóknum risastórum viðskiptum uppá tugi milljarða - sú stærsta í heiminum fullyrðir Fréttablaðið í dag - á bara ekkert skylt við seinagang. Það sýnir þekkingarleysi á rannsóknum efnahagsbrota að halda slíku fram.

Hallgrímur (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 17:02

3 identicon

Félagi Bjarni !

 "Regnbogar" eru sjaldséðir þessa dagana !

 Gleymdu ekki að stjórnmálaflokkarnir er fólkið í landinu, fólkið sem s.l. 4 ár hefur horft með hryllingi á, hvernig skipulega hefur verið unnið af ríkistjór að knésetja fólk og fyrirtæki, með eilífum skattahækkunum.

 Skipulega unnið að knésetja ferðaþjónustuna.

 Skipulega unnið að uppgjöf fjölda sjávarútvegsfyrirtækja, sér í lagi þeirra smærri.

 Aldrei verið meiri óstjórn á Alþingi.

 Aldrei fleiri atvinnulausir ( í febrúar 8715 samkvæmt tölum vinnumálastofnunnar).

 Hinsvegar hjartanlega sammála lýsingum á ormaveitunni og fyrirsjáanlegum endurkomum sömu lúsablesanna í stjórn landsins næstu 4 ár ! Ný og endurbætt ( Framsókn) velferðar vinstri stjórn í farvatninu..

 Síðastliðin 4 ár hafa 6000 - sex þúsund - Íslendingar flúið land. Hvað verða þeir margir næstu 4 árin  undir nýjum " skjaldborgar" óskapnaði ?

 Megi þetta aldrei verða, eða sem Rómverjar sögðu, stutt og laggott.: " ad kalendas graecas" þ.e. " ALDREI" !! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 18:17

4 identicon

Það er rétt að það er sorglegt hvað líðið hefur breyst í ráðuneytum vinstrimanna.  Sendi hr. Ögmundi skeyti í dag í tilefni mannréttindabrota hans á fóli frá Eretríu og hvaðst aldrei oftar geta kosið hann frekar en Mr. J sem hefur unnið þrotlaust í þágu fjármagnseigenda og hrægamma sem vilja Ísland feikt.  Sorglegt að hafa kosið þessa menn til valda sem þeir síðan nota í þágu þeirra skoðanna sem maður hefur altaf talið sig berjast gegn.

Og ekki er hann betri auli félagi þinn í Regnboganum sem flýr af vettvangi þegar segja þarf skoðanir sínar. 

Nei nú er að vona að ungt fólk nái að taka völdin og færa þau til fólksins frá þessum fasistum sem kalla sig eigendafélag fjórflokksins.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 19.3.2013 kl. 18:54

5 Smámynd: Pétur Harðarson

"Það bíður upp á betra að bíða en ana" söng Sverrir Stormsker hérna í den. Það á ágætlega við þessar rannsóknir á banksterunum. Það er ekki gott að sækja á þá með hálfklárað mál í höndum sem lögfræðiteymi þeirra geta tætt í sig.

Pétur Harðarson, 19.3.2013 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband