Bankaáhlaupi afstýrt en almenningur blæðir

Það er fagnaðarefni að ESB hefur líklegast tekist að afstýra bankaáhlaupi í Kýpur. Slík staða er eins og sinueldur og hefði breiðst út um nálæg lönd, þrátt fyrir votan sjó millum landa. 

En björgunaraðgerðirnar þarna eru ekki gerðar án þess að það bitni á almenningi. Allt tal manna hér við upphaf bankakreppunnar á Íslandi um að okkur vantaði skjól verða hjákátlegar í ljósi frétta. Í evrulöndunum er ekkert skjól og engin miskunn fyrir lítilmagnann.


mbl.is Kýpur missir heilan áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Bankahrun og bankaáhlaup á Kýpur hefði ekkert að segja annarsstaðar í Evrópu enda samanlögð stærði Kýpversku bankanna um 0,06% af heildarstærð bankakerfisins í Evrópu.

En þú getur þess ekki Bjarni að ESB er að veita Kýpur miklu meiri aðstoð en okkur stóð nokkurntímann til boða eftir hrunið hér enda vorum við ekki í ESB og vorum upp á náð og miskunn vinaþjóða eins og Færeyinga og Pólverja komin.  Kýpurmálið sýnir nú þvert á það sem þú heldur fram í síðustu setningunni að ESB dregur amk. verulegar úr skaðanum fyrir þá svo allt tal um að í Evrulöndunum sé ekkert skjól og engin miskunn fyrir lítilmagann er kjaftæði og þér ekki sæmandi.

Óskar, 25.3.2013 kl. 14:18

2 Smámynd: Samstaða þjóðar

 

Ég sé ekki að fyrirhugaðar aðgerðir muni breyta neinu á Kýpur, til lengdar. Evrópusambandið er ekki að gefa neina peninga, heldur veita lán í Evrum, sem er »sýndar peningur« sem heldur áfram að rýrna.

 

Laiki Bank verður lokað og við uppgjörið kann að koma í ljós að hann er gjaldþrota, en lokun hans stafar af greiðsluþroti – handtækt fjármagn bankans er takmarkað. Hluthafarnir munu tapa öllu sínu hlutafé og stærstu eigendur inneigna munu tapa einhverju, en það mun ekki koma í ljós fyrr en gjaldþrotameðferð lýkur.

 

Innistæður upp að 100.000 EUR munu færðar til Kýpurbankans, en þetta er einmitt núgildandi lágmarks-trygging samkvæmt tilskipun ESB. Innistæðum sem eftir standa er ekki veittur forgangur, eins og Neyðarlögin veittu öllum innistæðum í Icesave.

 

Eins og við vitum voru Neyðarlögin tvíþætt, innistæðu-eigendur á Íslandi fengu ekki jafn milda meðferð og þeir sem áttu Icesave-reikninga. Verðmæti inneigna á Íslandi hrundi, vegna hins skaðlega og heimskulega flotgengis.

 

Meira um málið hér:

 

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1289716/

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 25.3.2013 kl. 14:30

3 identicon

Tek undir með Óskari og bæti við að sparifjáreigendur með innistæður innan við 17 milljónir íslenskra króna þurfa ekki að taka á sig neinn skell. Annað en gert var á Íslandi 2008. Mér sýnist lítilmaginn vera í nokkru skjóli. Mér sýnist einnig að Evrópusambandið ætli ekki að eyða skattfé til að taka allan slakann sem glannaleg þjóðríki skilja eftir án þess að láta þau sæta einhverri ábyrgð.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 14:35

4 Smámynd: Samstaða þjóðar

Það er ekki svo að "neyðarhjálp" Evrópusambandsins muni tryggja hag almennings á Kýpur. Búist er við að hagkerfið minnki um 25% og að atvinnuleysi fari í 25%.

Vandi Kýpur og Íslands stafar af sömu ástæðu. Fyrirtæki nýlenduveldanna setja fyrirtæki jaðar-ríkjanna í gjaldþrot. Eina vörnin er fríverzlunarsvæði, þar sem hægt er að verja viðkvæmar atvinnugreinar. Ísland úr EES !

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 25.3.2013 kl. 15:11

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

og auðvitað eru engar 'blóðsléttur' hérna

Rafn Guðmundsson, 25.3.2013 kl. 15:13

6 Smámynd: Óskar

Er ekki allt í lagi heima hjá þér Loftur ?  Ert þú í alvöru að kenna "nýlenduveldunum" um hrunið á Íslandi ?  Er ekki líka helvítis veðrið Bretum að kenna ?  Kannski rétt að benda þér á að útlendingar töpuðu 8500 milljörðum á hruninu hér!  - Eins gott að þeir fari nú ekki að rukka það!

Óskar, 25.3.2013 kl. 15:21

7 Smámynd: Baldinn

Rétt hjá þér Óskar.  Bæði er greinin vitlaus hjá Bjarna og svo bullar Loftur tóma steypu.

Baldinn, 25.3.2013 kl. 15:42

8 Smámynd: Baldinn

Bjarni þú segir " Í evrulöndunum er ekkert skjól og engin miskunn fyrir lítilmagnann."  Ert þú virkilega að meina þetta eða er það frambjóðandinn Bjarni Harðarson að fiska eftir atkvæðum sem hér talar ?

Baldinn, 25.3.2013 kl. 15:47

9 Smámynd: Samstaða þjóðar

Óskar, bankahrunið á Íslandi var afleiðing veru landsins á Evrópska efnahagssvæðinu. Efnahagshrunið var hins vegar afleiðing torgreindu peningastefnunnar (discretionary monetary policy), sem felurí sér flotgengi. Þessir tveir orsakavaldar þurfa ekki að haldast í hendur, þótt það muni sennilega gera það á Kýpur vegna pólitískra þvingana frá Evrópusambandinu.

 

Þriðja atriðið sem skapar erfiðleika á öllum jaðar-ríkjum ESB er óheft samkeppni, sem veldur einhæfu atvinnulífi. Þetta atriði er jafn skaðalegt á Kýpur sem á Íslandi.

 

Loftur AlticeÞorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 25.3.2013 kl. 15:51

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Brilljant hjá ESB að ræna öllum innistæðum yfir 100.000 evrum til að lána það svo með vöxtum til ríkisjóðs Kýpur.

Þú segir að bankaáhlaupi hafi verið afstýrt. Ég held aldeilis ekki. Kannski að litlu sparifjáreigendurnir skundi ekki í bankann þegar hann opnar, en hinir stærri munu beita allra bragða til að ná sínu heim.

Nú er ESB eiginlega búið að lögleiða þjófnað með þjóðnýtingu í anda gamla sovét. Eftir sitja afar reiðir og máttugir aðilar. Kýpur verður stútað.

Þetta er ekki búið, vittu til. Þeir völdu versta kostinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2013 kl. 16:38

11 identicon

Það er nú ekki útséð um bankaáhlaup, bankarnir eru ekki opnir.

Hitt er það að innistæðueigendum í evruríkjum er það ljóst núna, að evran er engin trygging, og að innistæður eru ekki öruggar. Auðvitað hljóta þeir sem eiga fé sem ekki hefur verið stolið, að íhuga hvar best sé að geyma peningana sína.

Áhrifin á Kýpur verða hrikaleg, enda hefur landið verið dvalarstaður lífeyrisþega frá ýmsum löndum, sem sumir missa megnið af lífeyirssjóðnum sínum, aðrir hluta, en allir hljóta þeir að óttast um restina.

Eitt er þó ljóst, að þeir sem eiga meira en 100 þús evrur á reikningi, hljóta að leita að öruggari geymslu en í evruríkjum.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 17:20

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Merkileg afstaða hjá ESB sinnuðum skríbentum hér að ofan.  Þeim sem ætluðu að fara af hjörunum þegar neyðarlögin voru sett hérlendis og skertu rétt erlendra fjárfesta. 

Nú þykir sömu mönnum í góðu lagi að þetta sé gert á Kýpur, að óskum ESB apparatsins.

Ekki það að ballið er bara rétt að byrja hjá almenningi á Kýpur, eins og Bjarni nefnir í fyrirsögninni.

Kolbrún Hilmars, 25.3.2013 kl. 17:47

13 identicon

Félagi Bjarni !

 Laukrétt ! " Í evrulöndum er ekkert skjól og engin miskunn fyrir lítilmagnann" ( BH).

 Og hverjum  skyldum við Íslendingar eiga mest að þakka skjól almannatrygginga( frá 1936) og sterkustu lífeyrissjóði sem fyrirfinnast ?

 Jú rétt stjórnvöldum.

 Og hverjir skyldu nú hafa stýrt og stjórnað þjóðarskútunni, með festu og ákveðni, lengst af s.l. 80 ár ??

 Hárrétt - Sjálfstæðisflokkurinn.

 "Heiður þeim sem heiður ber" - eða sem Rómverjar sögðu.: " Auddacter et sincere" - þ.e. " Með festu og ákveðni" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 20:01

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kalli Sveins, víst og satt; Sjálfstæðisflokkurinn var oft betri en enginn - en eins segir í ljóðinu; Nú er hún Snorrabúð stekkur...

Kolbrún Hilmars, 25.3.2013 kl. 20:19

15 identicon

Kolbrún Hilmars, það góða er, að " lyngið á  Lögbergi helga, blánar enn af berjum  hvert ár, börnum og hröfnum að leik" !

 Og þótt hún Snorrabúð sé stekkur, höfum við - ennþá sem betur fer  - Valhöll !

 Og sem Rómverjar sögðu.: " Ad multos annos" - þ.e. " Skál fyrir því " !! 

Kalli Sveinsss (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 20:45

16 identicon

Mér finnst flott að blogghöfundur telur þá einstaklinga sem eiga yfir 100.000 evrur inni á bankareikningi lítilmaga.

En hvað kallar höfundur þá einstaklinga sem eiga minna en 100.000 evrur inni á bankabók?

Stefán (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 20:48

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kalli Sveins, Jónas kunni þetta.  En hann sagði líka "Svona er feðranna frægð, fallin í gleymsku og dá!"  Hverjum ætli megi kenna um það? 

Kolbrún Hilmars, 25.3.2013 kl. 20:53

18 identicon

Kolbrún Hilmars. - - Svarað með annarri spurningu, eða sagði ekki Skálda-Sveinn á 15 öld: " Hvert skal lýðrinn lúta " ? !!

 Kannski ósangjörn spurning, eða er ekki rétt að lögmál sagnfræðinnar eru óskiljanleg fyrr en eftir á !!

 Bros & kveðjur,

 Kalli.

Kalli Sveinsss (IP-tala skráð) 25.3.2013 kl. 22:41

19 Smámynd: Óskar

Kolbrún segir: "

Merkileg afstaða hjá ESB sinnuðum skríbentum hér að ofan.  Þeim sem ætluðu að fara af hjörunum þegar neyðarlögin voru sett hérlendis og skertu rétt erlendra fjárfesta. Nú þykir sömu mönnum í góðu lagi að þetta sé gert á Kýpur, að óskum ESB apparatsins"

Það er nefnilega það Kolbrún.  Þú virðist ekki alveg skilja málið.   Neyðarlögin hér tryggðu ALLAR innlendar innistæður og réttur erlendra fjárfesta var ekki skertur í útibúum bankanna hér á landi.  Á Kýpur er farið allt öðruvísi að, í fyrsta lagi eru bankarnir ekki settir á hausinn og í öðru lagi er trygging upp á innistæður fyrir 100.000 Evrur og gildir hún jafnt fyrir Kýpverja sem útlendinga.   Þar fyrir utan held ég að menn hafi nú almennt verið sammála um að neyðarlögin hér voru nauðsynleg en reynar var það klúður að verja allar innistæður og demba hruninu þar með algjörlega á skulduga og eignalitla meðan þeir efnameiri sluppu.  Kýpverjar gera þetta þó á gáfulegri hátt, kannski var þessi kafli neyðarlaganna hér víti til varnaðar.

Óskar, 25.3.2013 kl. 22:42

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Andstæðingar ESB eru lentir í algjörri flækju með málflutning sinn. Hérna hafa þeir í mörg ár reynt að réttlæta fyrir sér þjófanað Íslendinga frá almennum smásparieigendum - en fara núna gjörsamlega af hjörunum af því að banki á Kýpur er settur í slitameðferð og almennar innstæður tryggðar samkvæmt laga og regluverki en upphæðir yfir 100.000 Evrur fara í hefðbundna slitameðferð bankans. það er akkúrat ekkert samhengi í þessum málflutningi og bedir hugsanlega til að einhversstaðar, einhversstaðar þarna langt, langt inni - leynist samviskubit. Leynist samviskubit.

En við skulum afa þessa umræðu um Kýpur sem málefnalegasta. Vegna þess að það er margt hægt að læra af sögu kýpur og sennilega er bankasagan ekki búin. Sennilega ekki. það verður þó bara að koma í ljós í rólegheitunum.

það sem hinsvegar enginn hefur fattað ennþá hérna uppi varðandi Laiki bankann er - að hann er í raun að mestu í eigu Kýpverska ríkisins. Bankinn var endurfjármagnaður í fyrra með þeim hætti að Kýpverska ríkið eignaðist mikinn hluta. þið getið bara prófað að gúggla það. ,, Laiki Bank, 84% owned by the government".

það er þetta atriði sem skiptir svo miklu og er þessvegna svo viðkvæmt gagnvart td. rússneskum aðilum. Með þessum aðgerðum í fyrra töldu menn sig fá ákveðna tryggingu frá Kýpur.

Maður spyr sig hvort þeir kypverjar kmist virilega frá þessu án frekari skakkafalla. Stærsti banki Kýpur, BoC, er td. talinn veikur fyrir og sumir undra sig á að ekki er að sjá neinar nákvæmar útfærslur í samkomulaginu um hvernig hann skuli styrktur í framhaldinu. þar er bara svona almennt talað um að allir aðilar þurfi að leggja eitthvað að börkum, lánveitendur, skuldabrefaeigendur og innstæðueigendur yfir 100.000 - en það er engin nákvæm útfærsla. þessu furða sumir sig á og telja að BoC fylgi sömu leið - og þá gæti fleiri bankar fylgt á eftir (því fjöldinn allur af bönkum er á Kypur)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.3.2013 kl. 01:36

21 Smámynd: Samstaða þjóðar

Þeir ESB-vinir, Óskar og Ómar fara hér með rangt mál, eins og þeir hafa gert allt frá bankahruninu og líklega lengur. Þessir menn hrópuðu hæst um skyldur almennings á Íslandi að greiða Icesave-kröfurnar, sem EFTA-dómstóllinn hefur úrskurðar að voru fullkomin lögleysa. Núna blaðra þessir menn um hluti sem þeir hafa minna vita á, en flækings hundar.

Neyðarlögin »TRYGGÐU EKKI« innistæður í innlendum bönkum, heldur »VEITTU FORGANG« öllum innistæðum á Icesave-reikningunum. Þetta hefði ekki nægt nema af því að Landsbankinn var fjármagnaður af stórum hluta með útgáfu skuldabréfa. Þessi hluti Neyðarlaganna hefði ekki komið að gagni, ef Landsbankinn hefði eingöngu verið fjármagnaður með innlánum, eins og Laiki Bank á Kýpur.

Neyðarlögin voru tvíþætt og sá hluti sem snerti innlendu útibúin snérist um að viðhalda greiðslukerfi landsins. Þetta var ekki hægt að gera nema með því að stofna nýgja banka, því að bankarnir féllu allir. Á Kýpur eru ekki allir bankarnir fallnir. Með Neyðarlögunum var ríkinu heimilað að stofna þessa nýgju banka. Nýgju bankarnir tóku skuldir og eignir úr gömlu óstarfhæfu bönkunum. Hluti  skuldanna voru innistæðurnar og hluti eignanna voru innlend útlán til heimila og fyrirtækja.

Fullyrðingar Steingríms J. Sigfússonar um að innistæður njóti ríkisábyrgðar eru rangar. Hann hefur raunar sjálfur viðurkennt að einungis er um pólitískar yfirlýsingar að ræða. Úrskurður EFTA-dómstólsins 28. janúar 2013 staðfestir, að á Evrópska efnahagssvæðinu eru ríkissjóðir/almenningur ekki í ábyrgð fyrir innistæðum í bönkum. Hvorki Neyðarlögin né önnur lög á Evrópska efnahagssvæðinu tryggja innistæður í bönkum. Inneignir í bönkum eru »EKKI ríkisTRYGGÐAR«.

Á Kýpur er beitt fullkomlega hliðstæðum aðgerðum og gert var hérlendis, þrátt fyrir áætlanir um annað. Evrópusambandið ætlar að láta almenning axla þungar byrðar af bankahruninu, en reynt er að hlýfa erlendum lánveitendum sem eru mest bankar í Þýðskalandi og Franklandi. Að kröfu Evrópusambandsins endurfjármagnaði ríkissjóður Kýpur Laiki Bank 30. júní 2012 og eignaðist við það 84% hlut í bankanum. Með þessum kaupum skuldsetti ríkissjóður Kýpur sig örugglega um háar fjárhæðir, sem núna eru að fullu glataðar.

Á Kýpur eru innistæður að 100.000 EUR fluttar í annan banka, sem er hliðstætt flutningi í nýgju bankana hérlendis. Þetta er ekki gert á grundvelli kerfishruns eins og hérlendis, heldur að skipun Evrópusambandsins. Útlán fylgja með innistæðunum, eins og gert var hérlendis, auk þess sem ríkissjóður Kýpur leggur bankanum til samsvarandi eiginfé. Gert er ráð fyrir að þeir sem áttu inneignir yfir 100.000 EUR muni tapa allt að 30% af þeim fjármunum, enda mest útlendingar sem Brussel-hjörðin er búið að brennimerkja sem glæpalið.

Staðan er því sú að Evrópusambandið heldur til streitu, að almenningur axli ábyrgð á bankakerfinu. Þrátt fyrir bann Evrópusambandsins sjálfs á ríkisábyrgðum, þá eru aðildarlöndin neidd til að veita ríkisábyrgðir. Hér heima eyðilagði ríkisstjórnin þann tilgang Neyðarlaganna að nota hagnað nýgju bankanna til að lækka byrðar almennings vegna gengishrunsins. Þess vegna er Ísland í nákvæmlega sömu stöðu og Kýpur. Tilgangur Neyðarlaganna náði ekki fram að ganga, nema gagnvart eigendum Icesave-reikninganna. Mikil blessun er að Icesave-stjórnin á einungis fáeina daga eftir ólifaða.

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 26.3.2013 kl. 09:31

22 Smámynd: Elle_

Andstæðingar ESB eru lentir í algjörri flækju með málflutning sinn. Hérna hafa þeir í mörg ár reynt að réttlæta fyrir sér þjófanað Íslendinga frá almennum smásparieigendum - segir Brusseldýrkandinn og ICESAVE innheimtumaðurinn, Ómar.

Á Kýpur er farið allt öðruvísi að, í fyrsta lagi eru bankarnir ekki settir á hausinn og í öðru lagi er trygging upp á innistæður fyrir 100.000 Evrur og gildir hún jafnt fyrir Kýpverja sem útlendinga - segir Brusseldýrkandinn og ICESAVE innheimtumaðurinn, Óskar. 

Ómar og Óskar halda sig enn í fáfræði sinni við eldgömlu lygasögurnar um þjófnað saklauss almennings á Íslandi frá útlendingum og um mismunun okkar gegn þeim.  Ekki það að það þýði neitt frekar en endranær, en ætlaði að fara að svara þessu dæmalausa kjaftæði, einu sinni enn, en Loftur gerði það. 

Ætli Ási stórskáld hafi týnst?  Ætli hann geti ekki komið og hjálpað ykkur í innheimtunni gegn meðbræðrum?  Þið hafið samt örugglega ekki enn farið að borga eyri í skuldinni ykkar sjálfir.

Elle_, 26.3.2013 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband