Misheppnuð hópíþrótt

Ásta Ragnheiður hefur staðið sig vel sem forseti Alþingis, ekki síst á lokasprettinum. En það er haldlítið að segja að vandi Alþingis og virðingarleysi þingsins sé vegna þess hverjir hafi valist þar til setu. Þjóðin fær vitaskuld þá þingmenn sem hún kýs og það að telja þá ómögulega felur þá í sér að betra sé að einhver annar en þjóðin velji. 

Ég held að virðingarleysi gagnvart þinginu og skrípaleikurinn þar inni væri sá sami þó að þar hefðu verið einhverjir aðrir einstaklingar. Vandinn er það fyrirkomulag þingstarfa að þar fari fram liðakeppni. 

Hópíþróttir ágætar fyrir þá sem þær vilja stunda og það getur fylgt því spenna að fylgjast með þeim. En þær eru ekki sérstaklega skapandi eða vitsmunalegar. Á Alþingi virkar þetta eins. Ef einhver í gula liðinu segir eitthvað þá áttu að hjóla í það og reyna að eyðileggja hugmyndina. Alveg sama hvað þér finnst um hana. Ef að einhver sem er doppótta liðinu eins og þú sjálfur segir einhverja bölvaða vitleysu áttu helst að bakka það upp og reyna að tjasla utan á það nokkrum rúsínum svo að það virðist bara ágætt og þegar hugmyndin er orðin að einhverskonar veruleika sem bitnar á þjóð þinni áttu að kenna þeim í gula liðinu um allt saman.

Og svo er þessu sjónvarpað heim í stofu hjá hverjum manni!


mbl.is Traust á Alþingi en ekki þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ásta hefur fullkomlega rétt fyrir sér, og þar sem það gerist ekki of oft, er rétt að halda því til haga.

Fólk virðir Alþingi, en andrúmsloftið á Íslandi er bara þannig, að hávær ofstækishópur hefur komist á þing í gegnum nokkur framboð, Borgarahreyfinguna, VG og Samfylkingu.

Þetta er fólkið sem röflar mest og hæst um virðingarleysi, og merkilegt nokk, þetta er fólkið sem þjóðin hefur ákveðið að endurkjósa ekki.

Á hliðarlínunni eru svo aðrir úr þessum hóp, sem sækja fast eftir starfi á Alþingi, en verður greinilega ekki að ósk sinni. Sennilega vegna þess að þessi fámenni og æsti hópur er líka duglegur að slá um sig með slagorðum um svik við þjóðina, virðingarleysi og so videre.

Fólk sem röflar hæst um þjóðarvilja, er ekki fólkið sem þjóðin treystir.

Virðing Alþingis sem stofnunar hlýtur að rísa tiltölulega hratt, eftir að nýtt þing, án öskurapanna, hefur störf.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 21:31

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að Ásta Ragnheiður verið þekkt fyrir að vera "Bjölludrottning Alþingis" annað verður hún ekki þekkt fyrir gamla hróið.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.3.2013 kl. 21:35

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Góður pistill Bjarni og mikið til í þessu með hjarðeðlið. Þegar verst lætur er birtingarmynd þess allt að því óhugnanleg .

En um góða frammistöðu fráfarandi forseta alþingis get ég ekki verið þér sammála með.

hilmar jónsson, 28.3.2013 kl. 21:39

4 identicon

Félagi Bjarni !

 þessi páskahugleiðing  þin, er gulls í gildi.

 ( Og " Kalli Sveinss.," sem hélt   lengst af  að allir " Framsóknar-*Tungnamenn   væru nær sálarlausir ! )

 Málið er  hinsvegar, sagt í fullri alvöru,    þessir tveir flokkar eiga   að sameinast í einn flokk ( mundu Bændaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn 1928 ).

 Hversvegna ?

 Segðu mér, hver og hvar eru í dag málefnaágreiningar þesaarar tveggja flokka ??

 Í raun og sannleika er sameiganlegt    motto beggja þessara flokka.: " Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér  sjálfur " "  Eða sem Rómverjar sögðu forðum.:"redite posterk" - þ.e. " Eins gott þú trúir þessi" !!)

"

Kalli Sveinsss (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 22:55

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Allt of mikið af Möppudýrum á alþingi,sem aldrei hafa komið nálægt atvinnurekstri og virðast ekkert kæra sig um að kinna sér þau. Hugsa ekki um annað en það sem brennur á eigin skinni og einhver prinsipp mál sem engu máli skiptir.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.3.2013 kl. 10:55

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Bjarni minn. Greiningin er að mörgu leyti rétt hjá þér. Mér dettur stundum í hug ruðningsbolta-íþrótt þegar ég fylgist með þessum vinnustað. 

En mér finnst nú að Ásta Ragnheiður hafi verið alveg valdalaus einstaklingur, þrátt fyrir titilnafnið: forseti alþingis.

Það er kannski stærsta meinið, að það hefur enginn vald til að sinna vinnunni, eins og hverjum og einum ber, á hinu "háa" alþingi.

Hver stjórnar því?

FALIÐ VALD?

Það er kannski rétt að fletta til upprifjunar í bókinni hans Jóhannesar Björns: FALIÐ VALD?

Ég hef stundum setið á þingpöllum og fylgst með hegðuninni á þessum vinnustað. Ég hef komist að því að það ætti að banna aðgang að þeim áhorfendapalli, öllum yngri en 12 ára, því eineltistilburðirnir, frammíköllin, ókurteisin og stjórnleysið er ekki góð fyrirmynd fyrir unga flotta fólkið okkar.

Til samanburðar: í eðlilegri skólastofu væri löngu búið að vísa sumum út úr stofunni vegna hegðunarvanda, ókurteisi og ólíðandi hroka. Líklega væru þeir komnir á betrunardeild á einhverri stofnun, ef alþingi væri skólastofa eða eðlilegur vinnustaður.

Þessa hegðun sæi almenningur oft ef sjónvarpað væri frá öllum þingsalnum (þ.e.a.s. þegar það er fólk þar), en ekki bara frá ræðustólnum og forseta alþingis.

Ég tek undir orð Birgittu blessaðrar, þegar hún gagnrýnir að þessi vinnustaður hefur ekki einu sinni lágmarks-siðareglur til að fara eftir. Það hlýtur að hafa verið gríðarlegt álag fyrir eðlilegt ungt fólk að koma nýtt inn í þessa spillingu, og sitja þessi fjögur ár á þessum vinnustað.

Það þarf enginn að furða sig á því, þótt margir séu orðnir ringlaðir, samdauna spillingunni og illa farnir eftir þessa hringavitleysu. Það er bara mannlegt að þola ekki andlegt ofbeldi og vanvirðingu, án þess að það reyni á.

Hvað hefðu til dæmis margir þolað að vita ekki að kvöldi dags, hvort þeir eiga að mæta í vinnuna daginn eftir? Og engin skýring gefin á stjórnleysinu?

Vinnubrögðin minna helst á yfirheyrslutækni og tauga-strekkingu þýska sadistans, sem murkaði á seindrepandi hátt lífið úr tveimur ungmennum sem dæmd voru fyrir morð, fyrir c.a. 40 árum síðan, þótt enginn hefði sannanlega verið drepinn!

Það skyldi þó ekki vera sama mafían og þar var að verki, sem stjórnar forseta alþingis, ríkisstjórninni og þinginu? Ef svo er, þá er það augljós skýring á því, hvers vegna fólk breytist flest, við að fara á þing?

Gerandinn sleppur en þolandinn er dæmdur!

Allt í anda páskanna og pyntinga á Jesú Kristi, sem var fátækur verkafólks-sonur, sem ekki seldi sannfæringu sína og kærleika, fyrir illa fengið svika-silfur og gull.

Ég óska þeim gleðilegra páska, sem hafa möguleika á að komast í gegnum pásahelgina, án þess að svelta. Gleðin er víst ekki mikil hjá sveltandi og kerfissviknu fólki, sem er því miður of margt, bæði á Íslandi og víðar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.3.2013 kl. 11:24

7 Smámynd: Samstaða þjóðar

Sagan hefði dæmt Ástu Ragnheiði mildar, ef hún hefði sleppt síðustu ræðu sinni á Alþingi: 

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hampar heimskulegum hugmyndum

Loftur Altice Þorsteinsson

Samstaða þjóðar, 29.3.2013 kl. 20:24

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Loftur. Það er svo flókið að vera réttlátur dómari!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.3.2013 kl. 02:15

9 Smámynd: Samstaða þjóðar

Anna. Hver dæmir dómarann?

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson.

Samstaða þjóðar, 30.3.2013 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband