Talsmenn atvinnuleysis

Andrés Magnússon er ekki talsmaður manngildis.

Ofar öllu í mannlegri reisn er að hafa atvinnu. Nú talar verslunin um að leggja niður heila atvinnugrein þar sem hundruð manna hafa atvinnu auk afleiddra starfa.

Grein sem byggir í vaxandi mæli á innlendu fóðri og er hluti af fæðuöryggi þjóðar. Það má margt betur fara í hvíta kjötinu og full þörf á að ganga þar lengra í að brjóta upp einokun. En við höfum ekki efni á að fara að ráðum þeirra sem vilja koma hér á atvinnustigi líku því sem er í hinni sælu Evrópu. 

Ef það er svona lítið mál fyrir verslunina að selja hænur á sama verði og erlendis afhverju eru þá aðrar vörur sem enga tolla bera seldar hér á hærra verði en í samanburðarlöndum!


mbl.is Segir Aðalstein misskilja orð sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það kemur fram i fretta tilkynningu áðan að ruglega 7 .ooo.þúsund manns vinni við þessi störf og það er kanski rett að láta það berast ?

rhansen (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 17:25

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég er algjörlega ósammála þér Bjarni en endilega koma með dæmi um þetta

"aðrar vörur sem enga tolla bera seldar hér á hærra verði en í samanburðarlöndum!"

Rafn Guðmundsson, 3.4.2013 kl. 17:29

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Stærsti hluti matarkörfu hvers heimilis   er erlend búvara.    Þar er ekki um neina verndartolla að ræða.    Samt er matarverð  heilt yfir dýrara hér en erlendis.     Svo skrýtið að Andrés hefur hvergi minnst á þetta.

Ástralir og Nýsjálendingar eru einna stærstir í útflutningi landbúnaðarafurða.  Hvergi eru   jafn strangar hömlur á  innflutningi kjöts og í þessum löndum.    Það sem síðan er leyft stöðva þeir með "tæknilegum" hindrunum. Ástæðan ?     Þeir segja að slíkt sé með öðru lykillinn að heilbrigði þeirra búfjárstofna.

Innlend framtíðarjafna  fyrir áhugamenn.      Árlegur kostnaður og greiðslutékki ríkisins til ESB   verður eftir aðild  sextán milljarðar króna að punga út.        Átta milljarðar af þeim  munu fara til niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum annara þjóða til sölu í öðrum löndum.      Störfin  væru farin hér á fyrstu mánuðunum. Og við að greiða niður framleiðslu allt annarsstaðar.   Þetta finnst mörgum vænlegri kostur .   Margt skrýtið. 

P.Valdimar Guðjónsson, 3.4.2013 kl. 18:16

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ah - "erlend búvara" - ert þú með einfaldara dæmi. ég á ekki von á að bjarni komi með nein

Rafn Guðmundsson, 3.4.2013 kl. 18:42

5 identicon

Svona tala þeir sem telja að íslenskur landbúnaður sé ekki samkeppnishæfur. Ef varan er svona æðisleg, og hagkvæmt að kaupa hana, hefur íslenskur landbúnaður ekkert að óttast

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 21:53

6 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Kíktu bara í körfuna hjá þér næst Rafn. Þá sérðu  kannski hveiti, sykur, rúsínur, safa, hrísgrjón, pasta, ávexti, kornvörur, morgunkorn svo fátt eitt sé nefnt.

Spurðu síðan hvers vegna er þetta dýrara hér en annarsstaðar?  

Vinsamlegast ekki kenna innlendum frumframleiðendum, eða "kerfi" um.   Þeir eru hvergi finnanlegir.   Samt kostar varan of mikið finnst sumum.  Skrýtið.

P.Valdimar Guðjónsson, 3.4.2013 kl. 22:50

7 Smámynd: Rafn Guðmundsson

þannig að þessar vörur (hveiti, sykur, rúsínur, safa, hrísgrjón, pasta, ávexti, kornvörur, morgunkorn) p.v g eru án tolla og annara aðflutningsgjalda?

Rafn Guðmundsson, 3.4.2013 kl. 23:07

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Rafn Guðmundsson.

Dæmið sem P. Valdimar kom með hér að ofan er alveg satt því að nú bera margar þessara afurða engan toll.

En þetta er líka í ofanálag þannig að ef þjóðin gengi í ESB eins og þú og þínir nótar vilja þá myndu mörg þessara matvæla hækka í verði vegna 10% til 20% innflutningstolls sem ESB myndi skpa okkur að leggja á þessar vörur.

Þetta á við um ýmsar innfluttar matvörur frá ríkjum utan ESB, s.s. sykur, hveiti, banana og ýmsa ávexti og kornvörur.

ESB leggur sérstakan toll á þessar vörur til þess að reyna að vernda ósamkeppnishæfa framleiðslu í sumum ríkjum bandalagsins í Suður Evrópu.

Það væri allt í lagi að taka líka umræðu um þetta ranglæti þegar reynt er með einhliða og einstrengislegum áróðri að gera matvælaverð eitt og sér að ósmekklegri söluvöru í skiptum fyrir fullveldi þjóðarinnar !

Gunnlaugur I., 3.4.2013 kl. 23:31

9 Smámynd: Rafn Guðmundsson

satt, margar ... það er bara ekki nóg. ég trúi því varla að nokkrar af þessum vörum séu án aðflutningsgjalda. þess vegna finnst mér að menn (þekktir eins og bjarni) skuldi allavega 1 - 2 dæmi.

annað - ég er alls ekki vinur verslunarinnar en að klína smjörklípu á þá í svona viðræðum er ykkar málstað ekki til framdráttar

Rafn Guðmundsson, 3.4.2013 kl. 23:44

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er staðreynd að flestar þjóðir heims eru með verndartolla fyrir sína matvælaframleiðslu og niðurgreiðslur á framleiðslu matvæla. Mismunandi er hvernig þessum tollum er háttað og mismunandi hvernig niðurgreiðslur eru framkvæmdar.

Innan ESB eru reyndar engir tollar, en hins vegar nokkuð sterkir verndartollar á landamærum ESB. Niðurgreiðslur til landbúnaðar innan ESB er með þeim óskilvirkustu sem þekkjast, auk þess sem þeir eru ekki nema að hluta til tengdir framleiðslu matvæla. Stæðsti hlutinn er lagður til landeignar og geta menn sem eiga mikil landsvæði en stunda tiltölulega lítinn landbúnað, fengið háar greiðslur úr landbúnaðarsjóðum ESB.

Niðurgreiðslur til bænda í Bandaríkjunum er töluverðir. Fjölbreytni styrkja þar í landi er mikil og t.d. fá bændur greidda styrki fyrir að rækta ekki, fyrir að leggja sína akra í órækt, svo undarlega sem það hljómar í heimi matarskorts. Eða er það svo undarlegt? Er ekki einfaldlega verið að halda uppi verði matvæla með þessu? Landbúnaður kostar jú sitt og þann kostnað verða bændur að fá. Í landi þar sem markaður ræður verði, eins og USA, gera stjórnvöld sér fulla grein fyrir því að óheft magn á markað af vöru leiðir til lækkuna á verði. Ef verð er látið lækka of mikið mun landbúnaðurinn þurfa enn frekari styrki.

Það er hvergi í hinum vestræna heimi sem landbúnaður stendur undir sér. Þessa staðreynd vita allir og þetta er verkefni sem stjórnmálamenn hvers lands verða að taka á, enda öllum ljóst að til lengdar eru heimafengin matvæli alltaf hagstæðust. Verndartollar er oftast fyrsti kostur til að verja landbúnaðarframleiðslu og niðurgreiðsla er næsti kostur. Flestar eða allar vestrænar þjóðir nota hvoru tveggja. Eina undantekningin er milli landa ESB, en það er bætt upp með auknum styrkjum.

Það væri gaman að vita hversu margir landsmenn vita hversu miklir landbúnaðarstyrkir eru greiddir í ESB og hversu mikið að þeim fjármunum skilar sér til þeirra sem matvælin framleiða. Það kæmi sennilega mörgum á óvart að heyra þær tölur.

Enn meira kæmi sennilega mörgum á óvart ef þeir vissu hversu miklir landbúnaðarstyrkir eru greiddir í Bandaríkjunum. Þar skila þeir sér þó til þeirra sem þeir eru ætlaðir, öfugt við landbúnaðarstyrki ESB.

Gunnar Heiðarsson, 4.4.2013 kl. 11:26

11 identicon

Langi Rafn Guðmundsson til að skoða innflutningsgjöld á matvöru til að rengja það að rúsínur eða hveiti sé án aðflutningsgjalda er upplagt að hann skoði tollskrána sem finna má á síðunni tollur.is.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 4.4.2013 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband