RÚV tekur sér kjörstjórnarvald!

Smá spjall hér af Sólbakkahlaðinu í morgun:
...
- Nei, við vorum ekki í sjónvarpinu í gærkvöldi!
- Afhverju ekki?
- Okkur stóð það bara ekki til boða.
- Eru ekki allir jafnir í ríkismiðlinum?
- Síðan hvenær? Hefur einhverjum fundist að það ríki jafnræði hjá RÚV?
- Nei, reyndar ekki, þetta eru aðallega kratar sem stjórna þar en samt, þeir geta ekki bara handvalið framboð...
- Jú, jú þeir gera það og ekki nenni ég að þreyta mig á að þrasa við þessa stofnun. Þeir settu reglur um það að framboð yrðu að skila sér öllum framboðslistum einhverntíma í mars en framboðsfrestur rennur út 12. apríl. Við ákváðum bara að halda okkur við að skila kjörstjórnum okkar framboðslistum eins og lög kveða á um. Við höfðum gefið okkar fólki fresti í samræmi við auglýsingar kjörstjórnar og datt ekki í hug að ansa þessu. Við erum í framboði - ekki sjónvarpsleik.
- Ha, gerir Ríkisútvarpið aðrar kröfur á framboðin en kjörstjórnirnar?
- Já, það virðist vera... Þeir halda líklega að þeir séu svona yfiryfirkjörstjórn! Gaman að því.
- Og, jamm. Hérna... úff. Ég er alveg bit!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

2007 var þetta enn verra. Þá var í anda þess árs haldin mikil samkeppni sjónvarpsstöðvanna um umfjallanir um komandi kosningar og hún hafin tveimur mánuðum fyrir kosningar, sex vikum áður en framboðsfrestur rann út!

Þess var krafist að framboð legðu fram sönnunargögn um það að þau myndu hafa skilað framboðslistum og meðmælendum eftir sex vikur!

Þá bitnaði þetta offors eingöngu á eina nýja framboðinu sem var fjarri góðu gamni fyrstu vikur þessarar samkeppni.

Þetta er ekki komið í lag enn þótt það hafi skánað. Nú, eins og þá, er ég þeirrar skoðunar að miða eigi við lok framboðsfrests.

Mér er í minni, að á síðasta spretti undirbúnings kosninganna munaði litlu að meðmælendalistar teldust algerlega fullnægjandi rétt fyrir lok framboðsfrests.

Það er ekki útilokað að framboð, sem í dag er tekið "gilt" af fjölmiðlum detti út í lok framboðsfrests og að þá komi í ljós að það hafi ekki átt að vera með í sjónvarpskynningu, sem fór fram miklu fyrr.

Niðurstaða mín 2007 og einnig nú: Það á að miða við þá tímasetningu þegar ljóst er hverjir verða í framboði.

Ómar Ragnarsson, 3.4.2013 kl. 13:35

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Sammála Ómar!

Bjarni Harðarson, 3.4.2013 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband