Er pláss fyrir VG?

Enn af beinni línu DV:

Aðalsteinn Kjartansson

Regnboginn er í raun klofningur frá VG. Er eftirspurn eftir tveimur flokkum á svona líkum slóðum í pólitík?

Bjarni Harðarson

Mjög mörg okkar sem voru í Regnboganum störfuðum áður í VG en með okkur eru líka liðsmenn annarsstaðar frá, úr Samstöðu, Framsókn og víðar að. Eftir að VG hefur gengist undir jarðarmen ESB stefnunnar hljótum við frekar að spyrja hvort pláss sé fyrir þann flokk við hliðina á Samfylkingu, Bjartri framtíð, Lýðræðisvaktinni og Dögun. Ég tel að það sé full þörf á og eftirspurn eftir félagshyggjuafli sem stendur með þjóðfrelsi og áherslum landsbyggðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vonandi gengur ykkur mjög vel.

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2013 kl. 13:01

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Stefnuskrá "Regnbogans".

 "Við teljum blandað hagkerfi opinbers rekstrar ogeinkarekstrar smárra rekstrareininga sé farsælla".   Frábært ! Yndislegt!

 Af hvaða blaðsíðu í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins var þetta fengið ?? !

 Já, og sérstaklega þetta með baráttuna fyrir " kvenfrelsi" !

 Hinsvegar segir " ískalt hagsmunamt" Kalla, að þetta og önnur smáframboð séu fædd andvana, eru hrein "rödd hrópandans í eyðimörkinni", eða sem Rómverjar sögðu.: Vox clamantis in deserto" - þ.e. " Rödd hrópandans í eyðimörkinni" !!

Kalli Sveinsss (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 13:18

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Skemmtilegir orðheppnir geðprýðismenn eins og Kalli Sveins breytast í geðstirða nöldrara allt vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er í klessu og alveg að koma kosningar. Sorglegt! Eða eins og frændi minn í Slóveníu segir alltaf, zelo žalosten!

Bjarni Harðarson, 13.4.2013 kl. 15:34

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kalli hefur áreiðanlega tekið gleði sína aftur; Bjarni er hættur við að hætta  :)

En svona til áréttingar, þá er Regnboginn ekki klofningur frá VG.  Við erum býsna mörg sem höfum aldrei verið við VG kennd.  Eða nokkurn annan  stjórnmálaflokk. 

En stefna Regnbogans höfðar til okkar - ekki síst ESB andstaðan og stuðningur við öfluga atvinnustefnu á landsbyggðinni.

Kolbrún Hilmars, 13.4.2013 kl. 17:36

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Regnboginn eru fyrst og fremst grasrótarsamtök sem munu af alefli berjast gegn ESB aðild og setja sig jafnframt gegn gerspilltu flokksræði fjórflokksins.

Regnboginn á að leita eftir stuðningi fólks alls staðar að úr þjóðfélaginu fyrst og fremst fyrir það að vera eina stjórnmálaaflið sem að fólk á að geta treyst 100% að muni ávallt standa vörð um sjálfsstæði og fullveldi þjóðarinnar.

Regnboginn mun berjast gegn ESB aðild og aldrei gefa tommu eftir í þeirri baráttu. Regnboginn álítur að baráttan gegn EESB sé sjálfsstæðisbarátta þjóðarinnar, hin síðari.

Þess vegna eiga stuðningsmenn Sjálfsstæðisflokks og Framsóknarflokks sem að eru virkilega heitir í baráttunni gegn ESB ekki að hika við að styðja nú Regnbogann.

Sama á auðvitað líka við um núverandi og eða fyrrum stuðningsfólk VG, sem að horft hefur upp á langa svikaslóð þess flokks í ESB málinu.

Sama á líka við um Samfylkingarfólk sem er orðið langþreytt á Brussel leiðangri flokksforystunnar og eða fólk sem annars raðar sér ekki á flokka.

ESB málið er í raun stærsta kosningamálið, þó svo að ESB- sinnaðri fjölmiðla mafiunni hafi tekist vísvitandi að fela það mál nánast algerlega í kosningabaráttunni.

Regnboginn eru einu stjórnmálasamtökin sem að þjóðin getur 100% treyst til að standa af einurð á móti ESB aðild.

Þjóðin þarf virkilega á því að halda að Regnboginn verði sterkt afl með áhrif í íslensku samfélagi og getur þar með tekið þátt í að leiða sjálfsstæðisbaráttu þjóðarinnar gegn ESB aðild !

Gunnlaugur I., 13.4.2013 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband