Hægri patentin og "læk" á allt

Ég var aðeins að tala um patent í grein sem birtist á vef Heimssýnar, Neiesb.is En það eru fleiri en ESB sinnar sem laðast að hinum seiðandi patentum og setja læk á allt. 

Stjórnarandstaðan í landinu er komin á flótta. Ekki undan stjórnarliðinu enda hræðist þann söfnuð enginn. Það sem hægri flokkarnir óttast nú mest er að sitja uppi með sjálfa sig og eigin loforð. Þeir hafa lofað almenningi tugprósenta endurgreiðslu húsnæðisskulda, skattalækkunum og „læk" á allt sem öllum dettur í hug.

Þetta verða auðvitað varanlegar og endanlegar lausnir á öllum fjárhagsvandræðum enda hampaði varaformaður Sjálfstæðisflokksins því um daginn að framundan væru síðustu mánaðamótin undir hinni voðalega vondu vinstri stjórn. Eftir það verða væntanlega bara áhyggjulaus mánaðamót undir hægri stjórn sem gefur pening, banka og ríkisfyrirtæki öllum þóknanlegum.

Þegar fréttamenn spyrja stjórnarandstöðuna um það hvernig eigi að gera þetta allt og fyrir hvaða pening verður fátt um svör. Það verða bara einhver patent notuð og engin ástæða til að ræða tæknilegar útfærslur.

Á sínum tíma var það mjög góð patentlausn að gefa Björgólfum þessa lands bankana. Að vísu bara patent fyrir Björgólfana og það entist í frekar fá ár því innan skamms voru sömu menn alveg jafn fátækir og áður til, bæði fjár og anda. En varanlegt á því augnabliki sem það varð og sannarlega tókst að telja fólki um stund trú um að menn þessir hefðu borgað fyrir bankana. Sem var algerlega patent lygi.

Það er eins með patentin núna. Þó að það sé vitaskuld full ástæða til að leiðrétta húsnæðislánin eftir hrunið þá er það ekki lausn sem dugar öllum. Eftir sem áður sitja hinir fátækustu sem engar íbúðir eiga og enga möguleika hafa til að framfleyta sér á lægstu launum. Alvarlegasti misgengishópur hrunsins er vitaskuld sá hópur sem rétt hafði til hnífs og skeiðar fyrir hrun. Við kaupmáttarhrapið 2008 voru þessum hópi allar bjargir bannaðar og þarna er fólkið sem reiðir sig enn á matargjafir.

Smánarblettur Íslands er vitaskuld hvernig við höfum alla þessa öld horft á stéttabilið stækka. Fyrir kosningarnar núna er greinilega ekki í tísku að tala um fátæktina heldur á nú að nota ríkissjóð til að fita millistéttina. Það vita auðvitað allir að þegar kemur að raunverulegum vandamálum eins og sárri fátækt er ekkert patent til og hver nennir að tala um vandamál sem ekki á sér að minnsta kosti eitt gott patent! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 " Það sem HÆGRI flokkarnir óttast mest".

 Jæja félagi, svo það var " hægri flokkur" sem " Tungnamaðurinn og óforbetranlegi fornaldardýrkandinn" tilheyrði, þá hann sat á hinu háa Alþingi !

 Ekki að furða að vinstri mótorhjólafíkillinn" væri rekinn úr hægri flokknum !

 Get hinsvegar huggað " Þjóðfræðinemann" með, að ef Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins kringum 20% atkvæða, fer hann EKKI í ríkisstjórn - og þetta er ekki " patent lygi" !(Þá framundan önnur 4 ár í vinstri alsælu!)

 Punktur . Basta !

 Leyfist Kalla svo í lokin að vekja athygli á, að Ríkisskuldir eru í dag " aðeins" 2100 - tvö þúsund og eitt hundrað MILLJARÐAR eftir 4 ára  "hreina" vinstri stjórn.  Árið 2007 voru þessar skuldir EITT STÓRT NÚLL !

 Hinsvegar félagi. Finn hvergi í íslenskum orðabókum orðið " PATENT"

 Komið að því þú lítir í spegil og spyrjir  hvort þér sé  samboðið þessi eilífu erlendu  orðskrípi. Eða sem Rómverjar sögðu.: Vultus est index animi" , þ.e. " Andlitið er spegill sálarinnar" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 00:03

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vinstri menn á Íslandi verða ekki frjálsir fyrr en þeir losna við óværuna.Óværan er öfgafólk í umhverfisvernd sem þykist vita það eitt hvernig á að umgangast náttúruna.Burt meðþetta lið sem hefur fengið sinn hugsanagang frá Hollyvood.Þú verður ekki vinstri maður Bjarni fyrr en þú opnar augun.Fyrsti umhverfisráðherra sögunnar var í ríkisstjórn Adolfs Hitlers.Áfram vinstri menn.

Sigurgeir Jónsson, 14.4.2013 kl. 03:25

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þú verður að fara að svar ýmsum spurningum Bjarni.Ert þú aftaníossi þessa liðs, eða ertu það ekki.Kv.

Sigurgeir Jónsson, 14.4.2013 kl. 03:32

4 identicon

Þeir minna um margt á þessa "súperforstjóra" sem vissulega eru allan daginn á fundum með alvörufólki en hugurinn er við að svara símanum og/eða tölvupósti.

Viljum við svoleiðis bílstjóra við stjórn landsins.

Fólkið sem mætir á fundina finnst það niðurlægt því það er greinilega aftast í forgangsröðuninni.

Grímur (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband