Þrjár ástæður fyrir því að EKKI á að kjósa um ESB

Það eru þrjár augljósar ástæður fyrir því að EKKI á að efna til kosninga um meintar ESB viðræður. Í fyrsta lagi af því að það hafa engar viðræður farið fram, í öðru lagi vegna þess að ESB hefur borið fé á dóminn og í þriðja lagi vegna þess að ferlið er frá upphafi grundvallað á lygi, ofbeldi og afbökun lýðræðis.

Við ESB andstæðingar höfum barist fyrir þjóðaratkvæði um fullveldismál í áratugi en andstæðingar okkar komið þar í veg fyrir. Við viljum enn efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB mál en það verða að vera hlutlausar kosningar án utanaðkomandi afskipta. 

Sjá nánar í grein minni Smugunni, http://smugan.is/2013/04/vid-viljum-tafarlaus-vidraeduslit/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjarni !

Þú ert svo gamall að þú getur ekki skrifað hvað sem er , þó það eigi að þjóna stjórnmálaskoðun þinni !

Einhverra hluta vegna eru önnur gildi hjá fólki  sem fer að starfa í pólitík  !

Hvers vegna þarf að fara í lægstu gildi í samskiptum fólks, þegar þú reynir að koma skoðun þinni á framfæri ?

JR (IP-tala skráð) 20.4.2013 kl. 23:38

2 Smámynd: Elle_

Hárréttur og rökréttur pistill.  Mikið hlýt ég þá að vera mikill öldungur miðað við IP-töluna að ofan.  Gamall er frekar afstætt, en heimskur er erfiðara.

Elle_, 21.4.2013 kl. 00:01

3 identicon

-Þessi rök sem þú færir fram um að slíta eigi viðræðum vegna lygi,ofbeldi og afbökun lýðræðis, standast ekki. Þetta var samþykkt á Alþingi Íslendinga.

- Þessi leið ESB andstæðinga að gera nágrannaþjóðir okkar að grýlum,sem er eingöngu að ásælast auðlindir og sjálfstæði íslendinga, eru eldiviður á málflutning okkar ESB-sinna.

þannig að ég þakka þér fyrir að vera svona stóryrtur í garð okkar nágranna og viðskiptaþjóða. Það hjálpar okkur ESB sinnum í okkar vinnu.

.

Rúnar (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 10:00

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þett er flott greining hjá þér Bjarni. Rúnar segir að þessi rök standist ekki af því að "ESB umsóknin hafi verið samþykkt á Alþingi"

Með sömu rökum þá hlýtur líka að taka alveg skilyrðislaust mark á því þegar að meirihluti Alþingis samþykkir að slíta þessum aðlögunarviðræðum við ESB!

Gunnlaugur I., 21.4.2013 kl. 11:00

5 Smámynd: Elle_

Enginn var að tala um þjóðir að ofanverðu.  Verið var að tala um ofbeldi stjórnmálamanna, þeirra sem valta yfir lýðræðið eins og gert var 16. júlí, 09.  En alltaf jafn merkilegt að þið ESB-sinnar sjáið ekki ofbeldið.  Og ekki heldur í ICESAVE kúguninni sem var af sama meiði. 

Þannig fara kommissarar með lýðræðið í ESB-inu ykkar, þar sem þjóðir eru þvingaðar til að taka á sig skuldir einkabanka, eins og í Grikklandi, Írlandi, Kýpur.  Þið samt sjáið ekki neitt fyrir stjörnum, þó þjóðir fjarlægra landa eins og Venesúela geri það.  Ykkur ESB-sinnum, minnihlutanum, mun ekki takast að draga landið okkur undir yfirstjórn evrópskra kommissara.

Elle_, 21.4.2013 kl. 11:00

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2013 kl. 11:09

7 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Bjarni

Ég óttast að áhyggjur þínar séu á rökum reistar, líkt og sumar athugasemdirnar við pistil þinn renna í raun og veru stoðum undir.

Einhverra hluta vegna, þá er spilling og klíka landlægt vandamál í okkar gjöfula landi sem gæti þó hæglega staðið undir gnótt lífsgæða til handa öllum landsmönnum, en í þess stað þá er fjöldi hlægilegra smákónga með tilheyrandi hirðhaldi í mismunandi ríkja- og hagsmuna samböndum, á meðan meirihluti landsmanna eru aðeins einhverskonar stéttleysingjar, sem aðeins verða að gera sér að góðu molana af borðum höfðingjana.

Loks vil ég nefna embættismennina, sem er sú stétt sem nú eygir augsýnilega aukin völd og ítök fyrir sjálfa sig og sína nánustu í alþjóðlegu embættismanna kerfi ESB og er í því samhengi ekki annað hægt en að minnast fádæma vasklegrar framgöngu þeirra í refsigleði og dugnaði við að dæma snærisþjófa til Brimarhólms vistar, á "fyrra blómaskeiði þeirra" undir erlendri yfirstjórn.

Jónatan Karlsson, 21.4.2013 kl. 12:03

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ég er sammála rúnari (komment #3) og ég hlakka til að sjá hvað margir eru sammála bh eftir kostningar.

Rafn Guðmundsson, 21.4.2013 kl. 12:15

9 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Umsóknin að ESB er byggð á þingsályktun frá 16 júlí 2009. Þingsályktun er yfirlýsing um vilja þess þings sem hana samþykkir. Það liggur því kýrskýrt fyrir að tilvonandi alþingi er ekki bundið af vilja fráfarandi þings og getur því virt þessa þingsályktun að vettugi ef það kærir sig um.

Ástæðan fyrir því að ekkert hefur gengið í aðlögunarferlinu er að þingsályktun fráfarandi þings heimilaði ekki aðlögun og því hefur ferlið stöðvast og er nú botnfrosið, vonandi verður svo um alla framtíð.

Það stefnir í stórsigur flokka sem telja hag Íslands best borgið fyrir utan ESB og því eru litlar líkur á á tilvonandi alþingi heimili þá aðlögun sem nauðsynleg er til að aðildarferlið geti haldið áfram á forsendum Evrópusambandsins.

Það liggur fyrir að samruni Evrópuríkja er nauðsynlegur ef evran á ekki að líða undir lok og er líklegt að landslagið verði gjörbreytt eftir fjögur ár þegar íslenski eurókratar fá nýtt tækifæri til að telja þjóðinni trú um að evran og Evrópusambandið sé lausn Íslands til framtíðar. Það eru því litlar líkur á að þjóðin samþykki nokkurn tíman aðild að sambandinu(sambandsríkinu) fyrst þessi yfirstandandi atlaga íslenskra eurókrata misheppnaðist svona herfilega.

Eggert Sigurbergsson, 21.4.2013 kl. 13:40

10 Smámynd: Elle_

Rafn, kosningarnar koma ekki skoðunum okkar við.  Rúnar og þú getið bara sætt ykkur við að ekki er verið að semja um neitt, það var lygin sem talað var um í pistlinum, samfylkingarlygi.  Það er verið, núna, að innlima landið undir evrópskt vald, mest undir Þýskaland, og taka upp óumsemjanleg lög þess.  Össurarlygin plataði ykkur og gerir enn, en þið hljótið að fara að vakna.

Elle_, 21.4.2013 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband