Að ekki mætti bera fé á dóminn...

Í þá tíð þegar formaður VG talaði enn svolítið sem andstæðingur ESB aðildar notaði hann orðtækið að ekki mætti „bera fé á dóminn" í hinu lýðræðislega ferli ríkisstjórnarinnar sem átti að geta af sér aðildarsamning. Það mætti semsagt ekki leyfa ESB að koma hér inn með sérstaka styrki og áróðurspeninga enda myndi slíkt brengla algerlega hina lýðræðislegu nálgun að þjóðin gæti hlutlaust og yfirvegað tekið afstöðu til aðildar að fengnum „aðildarsamningi".

Við sem hlustuðum á formanninn héldum að nú myndi hann hjálpa okkur að stöðva óeðlilega tilburði ESB til að koma upp áróðursskrifstofum og auðvitað var það nú dregið sem strik að aðlögunarstyrkir yrðu ekki samþykktir meðan VG væri á stjórnarvaktinni. Eða það héldum við. Sjá nánar í grein minni á Smugunni, http://smugan.is/2013/04/vid-viljum-tafarlaus-vidraeduslit/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband