Þjóðin á rétt á að kjósa

...

Þjóðaratkvæðagreiðslur um stór hagsmunamál eru vitaskuld lykill að farsælli nálgun mála. Við sem barist höfum gegn ESB aðild og hverskyns fullveldisskerðingu höfum margoft farið fram á þjóðaratkvæði um þau mál. Við vildum þjóðaratkvæði um EES, við vildum þjóðaratkvæði um það hvort hefja skyldi viðræður um ESB aðild og það hefur réttilega verið nefnt að Shengen samstarfið verðskuldar að vera sett í þjóðaratkvæði.

Þegar áróður ESB hér innanlands hefur verið stöðvaður með lokun Evrópustofu, slitum á viðræðum og stöðvun siðlausra aðlögunarstyrkja þá er sjálfsagt og eðlilegt að efna til kosninga þar sem allt samstarf okkar við viðskiptaþjóðir okkar í Evrópu og ESB verður lagt undir.

Aðildarsinnar hafa um áratugi hundsað allar okkar tillögur um þjóðaratkvæði og barist gegn þeim með oddi og egg. Látum þá ekki blekkja okkur nú með því að það séu þeir sem standi fyrir lýðræðinu á móti þjóðarmeirihlutanum sem vill svo sannarlega, eins og kannanir hafa margoft sýnt, taka ESB brautarteinana úr sambandi.

Kjósum með Íslandi og fullveldi þess. Kjósum fólk sem þorir að berjast gegn ESB aðlögun. Setjum X við J á kjördag.

Sjá nánar í grein minni á Smugunni, http://smugan.is/2013/04/vid-viljum-tafarlaus-vidraeduslit/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband