Pakkakíkir platar sífellt fleiri

Ef nógu margir menn endurtaka sömu ósannindin aftur og aftur þá kemur að því að þau eru höfð fyrir satt. Grængolandi Samfylkingarlygi um „samningaviðræður" við ESB og pakka sem hægt sé að kíkja í hafa nú verið tuggin upp í fjölmiðlum í meira en áratug. Nú er svo komið að þeir sem tala fyrir því að stöðva aðlögunarferlið að ESB eru taldir sérlegir ójafnaðarmenn og hatursmenn lýðræðis en flokkar sem hugsa stórt í komandi kosningum þora illa annað en að friðmælast við lygina og taka undir með að kíkt sé í pakkann.

„Líka Brútus," sagði félagi minn úr baráttunni þegar talið barst að þeirri þögn sem er um ESB málið í kosningabaráttunni. Ég var smá stund að átta mig enda oft seinn að skilja orðaleiki en við kvöddumst dulítið daprir yfir að þeim öflugu liðsmönnum Heimssýnar sem nú keppast við þegja fullveldisbaráttuna af sér.

Sjá nánar á hinum glæsilega vef Neiesb.is http://neiesb.is/2013/04/pakkakikir-platar-sifellt-fleiri/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

við erum allavega sammála um "Ef nógu margir menn endurtaka sömu ósannindin aftur og aftur þá kemur að því að þau eru höfð fyrir satt"

Rafn Guðmundsson, 21.4.2013 kl. 13:54

2 identicon

Sorglegt dæmi um pólitískan analfabetisma innbyggjara þegar afturhaldssamir hillbillar eins og Bjarni bóksali eru komnir í framboð á klakanum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 14:41

3 identicon

Nei, Pakkakíkir platar ekki fleiri.

Ekki rugla saman skálduðum "könnunum" ESB Fréttablaðsins/Stöðvar 2, og þjóðarvilja. Fólk almennt veit að það eru engar samningaviðræður, bara aðlögun. Við sjáum þetta þegar fylgi Samfylkingar er skoðað.

Þetta er nú eiginlega ástæðan fyrir því af hverju innlimunarsinnar eru svona bitrir, reiðir og orðljótir. Þessar tilfinningar magnast í réttu hlutfalli við stuðninginn sem hrynur af þessu fólki.

Það er mjög takmarkaður hópur öfgafólks sem heldur þessari töpuðu baráttu áfram, en hún einkennist af fleiri og stærri lygum og fölsunum, enda virðast allar hömlur í burtu.

Þetta endar þó allt á sama vegog í Noregi, þar sem innlimunarsnnar neyddust til að leggja niður samtökin sín vegna áhugaleysis Norðmanna, og stofnuðu einhvern spilaklúbb í staðinn.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 15:11

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Einu lyganar sem hérna eru á ferðinni koma frá og hafa alltaf komið frá andstæðingum Evrópusambandsins á Íslandi. Þetta gildir hérna jafnt um Bjarna Harðar eins og fleiri.

Enda er ekki stakt orð af því sem þeir segja um Evrópusambandið satt eða byggt á staðreyndum. Enda er það svo að Bjarni Harðar og klúbbfélagar hans í afturhaldinu geta ekki einu sinni bent á raunveruleg dæmi fyrir fullyrðingum sínum. Frekar tuða þeir bara meira þegar sannana er krafist fyrir þessum fullyrðingum sem þeir hafa sett fram.

Andstaða Bjarna Harðas og fleiri hérna hefur ekkert með fullveldi Íslands að gera. Enda mundu þeir glaðir selja það hæstbjóðanda ef þeir fengju tækifæri til þess. Hérna er um að ræða andstöðu við Evrópusambandið í þágu sérhagsmuna og spillingar hinnar íslensku yfirstéttar sem er bæði rík og gjör spillt. Svo spillt er yfirstéttin á Íslandi að hún lætur ekkert stoppa sig í kjaftæðinu og blekkingum.

Svo að það sé á hreinu. Þá þarfnast Evrópusambandið Íslands ekkert sérstaklega. Það er nóg af  fiski á miðunum í kringum aðildarríki Evrópusambandsins. Enda efnahagslögsögur einstakra aðildarríkja Evrópusambandsins  margfalt stærri en efnahagslögsaga Ísland.

Það sem Bjarni Harðar og Nei við ESB stendur fyrir er mjög einfalt og hægt að setja í þessi orð.

Sérhagsmunir og spilling.

Ég vona að einangrunarklúbburinn hans Bjarna Harðars fái ekkert fylgi í kosningunum næsta laugardag. Þeir eiga það nefnilega skilið.

Jón Frímann Jónsson, 21.4.2013 kl. 15:18

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

getur verið að þessi athugsemda hilmars "skálduðum "könnunum" ESB Fréttablaðsins/Stöðvar 2, og þjóðarvilja" sé dæmi um 'lygar'

Rafn Guðmundsson, 21.4.2013 kl. 15:50

6 identicon

Sjáðu til Rafn, stundum er erfitt að sjá mun á lygum og heimsku. Dæmi um aðferð við lygar má sjá hér: http://neiesb.is/2013/04/spurningarnar-i-skodanakonnun-frettabladsins-og-stodvar2/

Dæmi um heimsku er þegar okkar minnsti bróðir, Jón Frímann fullyrðir að "... efnahagslögsögur einstakra aðildarríkja Evrópusambandsins margfalt stærri en efnahagslögsaga Ísland."

Eins og kunnugt er, þá er efnahagslögsaga Ísland stærri en efnahagslögsaga einstakra ESB ríkja.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 16:17

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ef við erum dæmd til þess að glata yfirráðaréttinum yfir landinu okkar er algjör óþarfi að eiga nokkra viðkomu í ESB apparatinu.  Þar sem við þurfum að greiða með okkur án þess að eiga fyrir því í nauðsynlegum gjaldeyri.

Setjum bara landgæðin okkar á sölulista og seljum hæstbjóðanda!  T.d. Kína??

Kolbrún Hilmars, 21.4.2013 kl. 16:18

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hilmar - ef þú sérð sannleikann í þessu " http://neiesb.is/2013/04/spurningarnar-i-skodanakonnun-frettabladsins-og-stodvar2/ " þá er ég mát

Rafn Guðmundsson, 21.4.2013 kl. 16:31

9 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég fæ ekki orða bundist og verð hreinlega að "gleðja" þá Rafn, Hauk og Jón Frímann með þeirri frétt, að eina framboðið í Suðurkjördæmi sem ég fregna að hlotið hefur fjölda atkvæða í utankjörfundar atkvæðagreiðslu er einmitt Regnboginn.

Tilurð framboðsins er upprunalega vegna fjölmargra persónulegra áskorana til ESB - andstæðingana, Bjarna Harðar og Jóns Bjarnasonar um að gefa kost á sér, til að halda uppi málflutningi fyrir hagsmunum Íslands á Alþingi og efast ég ekki um að þeir munu standa undir þeim frómu væntingum.

Jónatan Karlsson, 21.4.2013 kl. 16:38

10 identicon

Skiljanlega, Rafn minn. Þú hefur nú ekki sýnst vera mikill bógur í umræður. Meirihluti innleggja þinna í umræðuna virðast vera meiningarlausir "one liners", og 90% þeirra innihalda orðið "bull", án þess að nokkurn tíma hafi verið gerð tilraun til þess að útskýra hvert meint bull er.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.4.2013 kl. 16:41

11 Smámynd: Rafn Guðmundsson

jónatan - ég hlakka til að sjá hvað kemur úr kjörkössunum fyrir j flokkinn. gleður mig ekki eða pirrar að einhverjir hafi þegar kosið þá - ég á von á að þeir verði meira en 0% flokkur

Rafn Guðmundsson, 21.4.2013 kl. 17:14

12 Smámynd: Rafn Guðmundsson

'hilmar' - hvernig myndir þú orða #5 og #8.

Rafn Guðmundsson, 21.4.2013 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband