Et tu Brute!

...

Engir íslenskir peningatankar slaga í þá gullasna sem Evrópustofa hefur nú klifjaða við borgarhliðin. Okkur er þegar lofað hundruðum milljóna í IPA styrki og líðanin er ekki ólík því sem verið hefur hjá Hansi og Grétu þegar þau sáu yfir að sætabrauðshúsinu í Vestfalíu um árið. Líkt og nammið soltnum börnum í þýskum skógi þá ráða gullasnar hjörtum og nýrum mannanna í mílna fjarlægð og komast inn um smugur þröngar sem ekki hleypa vatni í gegn.

Hagsmunir ESB sinna eru að asnar þessir fái að standa án þess að við þeim sé stuggað kosningabaráttuna á enda. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald „samningaviðræðna" getur aldrei orðið annað en þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort gullið fái að koma inn um borgarhliðin.

Og snilldarlega hefur ESB trúboðið komið fyrir málum að það skuli orðið sérstakt baráttumál formanns Heimssýnar og flokksbræðra hans í Framsóknarflokki að kosið skuli um staðleysur.

Et tu Brute!

Sjá nánar í greininni Pakkakíkir platar sífellt fleiri á vefsíðunni Neiesb.is, http://neiesb.is/2013/04/pakkakikir-platar-sifellt-fleiri/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

formaður Heimssýnar á auðvitað að vera með þér í flokki. kýs ykkur kannski

Rafn Guðmundsson, 26.4.2013 kl. 17:07

2 Smámynd: Elle_

Ég bjóst alveg við þessu af Ásmundi og Frosta, en ekki Sigmundi.  Maður getur varla treyst nokkrum stjórnmálamanni.  Minnir á falsið innan Sjálfstæðisflokks og VG í þessu sama máli (og ICESAVE).  Ætla þeir allir að þóknast Össurum þessa lands? 

Við hvað eru þeir hræddir?  Þeir þora ekki að segjast ætla að gera allt í þeirra valdi til að stoppa ranglætið sem núverandi stjórnarflokkar hófu í júlí, 09.  Það á að stoppa það eins og það hófst.  Það á ekki að kjósa um að stoppa ofbeldi og ranglæti.

Elle_, 26.4.2013 kl. 19:10

3 identicon

Elle.

 Bið um rökstuðning vegna  ESB, skrifa þinna ;"... falsið innan Sjálfstæðisflokksins.."

 Ef engin svör, minni þá á að " mörgu lýgur sá sem margt skrifar" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.4.2013 kl. 22:42

4 Smámynd: Elle_

Kalli, kallaðu það það sem þú vilt.  Ætla ekkert að svara neinu sem ég er nú þegar búin að skýra, þó þú hótir að æpa lygar.

Elle_, 26.4.2013 kl. 22:51

5 identicon

Ég ætla ekki að fara út í það af hverju ég mun ekki kjósa Regnbogann.

Hef áður greint frá því hér í athugasemd, sem og á facebook.

En ...

Ég vona að þér gangi vel Bjarni í þínu kjördæmi, því þú ert einarður og heiðarlegur í þinni afstöðu og rödd þín þarf að heyrast á þingi.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband