Gunnar Rögnvalds kýs Regnbogann...

Bloggarinn Gunnar Rögnvaldsson sem er manna fróðastur um ESB skrifar í kvöld:

"Ég ætla að verðlauna Jón Bjarnason fyrir hollustu við Lýðveldið undir einstaklega ömurlegum og erfiðum aðstæðum. Hann stóð sína vakt sem heilt bjarg og snéri hart í bak þegar þess þurfti. Hann stóð - á meðan aðrir hrukku í brauðið

Núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins sýndi skýrt á kjörtímabilinu að það hefur aldrei þurft kjark til að guggna og gefast upp. Þetta hefði ekki þurft að vera þannig. Bíða og vonast margir eftir heimkomu þeirra úr samfylkingaskipaðri evrópunefnd, heim til þess sjálfstæðis sem Jón Bjarnason varði

Ég kýs því kjarkmanninn Jón Bjarnason og Bjarna harðari. Annað get ég ekki."

Sjá nánar,  

http://tilveran-i-esb.blog.is/blog/tilveran-i-esb/entry/1295590/?t=1367006129

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega.  Sammála Gunnari.  Ætli Kalli Sveins nái þessu?

Elle_, 27.4.2013 kl. 00:50

2 identicon

Bjarni.

Hef stundum haft gaman að skrifum þínum, en lífsýn þín er mjög skrítin !

Ef það eru ber þar þá hleypir þú, og ef það eru önnur ber þar þá hleypir þú !

Berin geta verið súr, sérstaklega ef þau eru ekki fengin heiðarlega !

Það er alveg sama hvað þú reynir að gera þig merkilegan í formi bóksala, þá ertu sami ómerkilegi pólitíkusinn !!!

Veistu að mjólkusamsalan er orðin í eigu fjárglæframanna ?

Veistu að osta of smjörsalan er bara gamall draumur ?

Veistu að SÍS fór sömu leið og arfleið VÍS endaði sem GIFT í eigu vildarvina sem stálu öllum peningunum ?

Hvaða pólitíska draum ertu að reyna að lifa ?

Veistu að búið er að eyðileggja alla náttúru Hvalfjarðar þrátt fyrir að ESB hafi þar ekki komið nálægt , en þrátt fyrir þar búi fyrrverandi formaður bændasamtakana ?

JR (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 01:02

3 identicon

Gleymdi þessu sem átti að fylgja :  http://kjos.is/Files/Skra_0061228.pdf

JR (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 01:04

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg segi fyrir mig, jú jú í sjálfu sér ekkert að Regnbogalista per se og þessari áherslu hans á það að vera á móti ESB. Ekkert að því út af fyrir sig.

En málið er þetta: Að í rauninni var það sem margir framboðsflokkanna voru að segja - það var í raun ESB! Þeir voru, óafvitandi, að tala fyrir ESB.

Tökum td. Pírata og áherslu þeirra á internettengingar útum dreifbýli oþh. sem margir aðrir voru að taka undir - það var ESB sem fann þetta upp! ESB styrkir svona sérstaklega gegnum dreifbýlisstyrki. Vegna þess að það styrkir dreifbýlið og auðveldar ýmsa starfsemi þar o.s.frv.

Margt fleira. Mest af því sem flokkarnir voru að segja og alveg sérstaklega ef þeir voru að reyna að upphugsa eitthvað nýtt - það var bara ESB.

Ef Framsókn og Sjallar stoppa aðildina að Sambandinu núna - þá er vel íhugunarvert að stofna sérstakan ESB flokk. Flokk sem hefur ekkert annað á stefnuskrá en aðild að ESB.

Það er með ólíkindum hvernig tekist hefur, með áróðri, að tala niður aðild Íslands að ESB. Með Ólíkindum. Eg heyrði fólk td. segja á dögunum sem svo mjög spekingslega: Ja, ESB er ekkert allt. Þetta er bara pínulítill hluti af heiminum o.s.frv.

Halló! Sko, ESB er það svæði sem Ísland vill helst eiga samband og samskipti við. Vegna aðallega tvenns: 1. Langstærsta og mikilvægasta menningar og viðskiptasvæði Ísland g Ísland beisiklí hluti af því sögulega. 2. ESB er svæði sem Ísland íslendingar, yfirleitt, taka helst til fyrirmyndar félags og mannréttindarlega og bara ´allan hátt lega.

Menn og konur eiga ekki að taka síðust klausuna léttilega. ESB svæðið er lang mikilvægasta samskiptasvæði Íslands á allan hátt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.4.2013 kl. 02:22

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Enn og einu sinni kemur ruglið í Ómari um að það sé ekki hægt að tileinka sér evrópska menningu eða gildi nema með því að ganga til liðs við afætuskrifræðisveldið í Brüssel. Möppudýrakerfið þar hefur verið til í 60 ár - menning og verslun í Evrópu í 1000 ár.

Auk þess höfum við EES-samninginn og ólíklegt að rík þjóð eins og Ísland geti ekki komist að viðskiptasamkomulagi við ESB. Fyrir utan að það eru til önnur mikilvæg markaðssvæði, sem við getum ekki samið beint við eftir að hafa gengið í ESB.

Fór að hugsa eftir þáttinn um Chernobyl að við hljótum að hafa góð tækifæri  að selja orku til Evrópu, t.d. um sæstreng. Áætlanir eru í Úkraníu um að efla kjarnorkuframleiðsluna og selja til Evrópu, en það hlýtur að mæta mikilli andstöðu í ljósi afleiðinga Chernobyl-slyssins. Hrein og áhættulaus orka (á.m.k. miðað við kjarnorkuna) er betri kostur.

Theódór Norðkvist, 27.4.2013 kl. 03:21

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er líka áberandi hve andstæðingar ESB verða fljótt ómálefnalegir þegar farið er að ræða umrætt samband.

En þar fyrir utan sagði ég aldrei að Ísland gæti ekki haft samband við ESB svæðið menningar- og viðskiptalega án aðildar að nefndu svæði.

Eg sagði efnislega, að áróðurinn undanfarin ár hefði verið svo svakalegur og allt varðandi ESB talað svo niður - að sumir íslendingar sitja heima í stofu og tala eins og ESB svæðið sé eitthvert aukaatriði í samhengi Íslands og Kína eða S-Korea væri jafngildi þess eða alveg eins mikilvægara.

Grunnpunktur: Það á sér alveg afskaplega eðlilegar skýringar að samband Íslands við ESB svæðið skuli vera miklu, miklu mun meira en samband við önnur svæði í heiminum. Það er bókstaflega fráleitt að tala eins og samband við önnur svæði sé jafngildi eða mikilvægara en ESB svæðið. Samt heyri eg ótrúlega marga tala þannig útí bæ.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.4.2013 kl. 11:19

7 Smámynd: Elle_

Ómar, eins og Theódór sagði að ofan, er þetta rugl. 

Vil líka benda á þennan pistil um rafstreng:
Það má alls ekki gerast, að lagður verði rafstrengur til Evrópu!

Elle_, 27.4.2013 kl. 12:41

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eins og ég sagði að ofan er áberandi með andstæðinga ESB hve fljótt þeir verða ómálefnalegir. Það breytir engu þó annar andstæðingur ESB taki undir ómálefnalegheit fyrsta andstæðings ESB.

Ein og eg hef rakið að ofan er mjög athyglisvert hvernig áhrif og afleiðingar ómálefnalegur málflutningur andstæðinga ESB hefur haft á afstöðu sumra íslendinga.

Sem dæmið um spekingslegt spjall fólks í heimahúsi er eg minnist á að ofan sýnir.

ESB svæðið í huga sumra er orðið bara eins og hvert annað svæðií heiminum í samhengi Íslands - eða jafnvel minna og aukaatriði.

Ef ég væri ESA andstæðingur - og alveg sérstaklega ef eitthvað væri á bak við ,,föðurlandsástina" sem ESB andstæðingar þykjast hafa - þá mundi ég hafa áhyggjur af þessu. Þ.e. hafa áhyggjur af því hve ómálefnalegaheitaráróður andstæðinga ESB undanfarin ár er búinn að rugla suma íslendinga.

Ef við tökum bara Kína, sem dæmi, að þá er staðan þannig núna með Kína - að allt annar menningar- og viðskiptalegur mórall og hefðir eru þar heldur en á ESB svæðinu í samhengi Ísland. Það vantar allan grunn þar á bakvið.

Kína gefur færi á allskyns vafasömum viðskiptaháttum og blöffi ásamt fix-trikkum - sem bitna fyrir rest á almenningi. Auk þess sem viðskipti og samskipti Íslands og Kína eru í raun núll.

Grunnpunktur: Það er alveg ævintýranlegt að heyra fólk inní stofu heima hjá sér segja með spekingslegum svip, eins og það væri eitthvað vit í því sem verið var að segja, að Kína geti verið lagt að jöfnu eða tekið framfyrir ESB svæðið hvað varðar samskipti Íslands menningar, félags og viðskiptalega. Það er ævintýranlegt sjokk sem maður fær við heyra slíka fásinnu. Sérstaklega þegar það er sett fram í fullri alvöru með spekingslegum svip og ætlast til að tekið væri alvarega.

Þetta er bara afleiðing af ómálefnalegum málflutningi ESB andstæðinga. Og eg sem mikill ,,föðurlandsvinur" hef áhyggjur af þessu. He óhyggjur af því hve búið er að rugla mikið með marga íslendinga og hve ginkeyptir þeir eru fyrir ómálefnalegum áróðri.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.4.2013 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband