Regnboginn einn talar skýrt í ESB málum - segir Hjörleifur!

"Fulltrúi VG minntist hér ekki orði á aðildarsamning en samt á að »leiða málið til lykta«.Umfram allt verði að koma málinu »í búning« og botna viðræðurnar. Í raun er hún að heimta að gerður verði aðildarsamningur, helst innan árs.

En það voru fleiri frá fjórflokkunum en Svandís á flótta í þessu máli. Fulltrúi Framsóknarflokksins átti í miklum erfiðleikum með að skýra afstöðu eigin flokks, sjálfur eindreginn ESB-andstæðingur. Og Sjálfstæðisflokkurinn talar þrátt fyrir sinn landsfund í gátum um það, hvernig hann hyggst höndla framhaldið, m.a. hvað eigi að spyrja þjóðina um áður en lengra verði haldið.

Það var aðeins fulltrúi Regnbogans sem talaði skýrt í þessu örlagamáli. Þátturinn í heild sýndi að hvað sem skoðanakönnunum líður ríkir mikil óvissa um framvindu ESB-viðræðna að kosningum loknum og fólk sem vill standa vörð um sjálfstæði Íslands þarf að halda vöku sinni sem aldrei fyrr."

Svo skrifar Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi ráðherra í miðopnu Morgunblaðsins í dag. Sjá nánar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband