Jafnrétti milli landshluta

Þó enn sé langt í land höfum við náð umtalsverðum árangri á Íslandi í jafnréttisbaráttu milli kynja og þjóð­félagshópa. En á sama tíma hefur jafnréttisbarátta landshluta farið hall­loka og staðan einkennist nú sífellt meira af því að hér er að verða til borgríki og skattlönd þess allt í kring...

Sjá nánar í grein minni í Eyjafréttum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú gleymir langstærsta misréttinu sem hefur verið í gangi og stefnt er að að halda áfram hér á landi og jafnvel bæta í, en það er fólgið í því ganga á rétt milljóna ófæddra Íslendinga með stórfellri rányrkju orkuauðlinda landsins og óafturkræfri eyðilegginu náttúruverðmæta, sem eiga engan sinn líka í heiminum.

Það er rányrkja að pumpa svo hratt upp gufuorkunni á háhitasvæðum gufuaflsvirkjananna að hún verði uppurin á hálfri öld  og búið að rústa af þessum svæðum sem myndu ósnortin gefa miklu meira af sér til framtíðar litið. 

Ómar Ragnarsson, 25.4.2013 kl. 13:12

2 identicon

Félagi Bjarni !

 Svo sannarlega er jafnréttisbarátta pkkar sem búum í höfuðborginni og Kraganum, himinnhrópandi !

 Hvers eigum við að gjalda hvað varðar vægi atkvæða, að búa ekki í Trékilningsvík eða Borgarfirði eystra ?? ! Óvægið mannréttindabrot.

 Léttir hinsvegar lundina að lesa eftirfarandi í Morgunblaðinu í dag.: " Bjarni Harðarson alltaf gott sjónvarpsefni"

 Sannar sem Rómverjar sögðu: " Aut prodesse volunt aut delectare poetae" - þ.e. " Skáld vilja annaðhvort gleðja eða hagnast" !!

Kalli Sveinsss (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband