Ó Suðursveit, aldrei hefðir þú gert svona!

Hefi átt mjög Þórbergska viku. Á kvöldin hef ég lesið Suðursveitarbók Þórbergs sem ætti reyndar að vera skyldulesning allra Íslendinga. Í vikunni hélt ég svo framboðsfund með Suðursveitungum á Hrolllaugsstöðum en svo heitir félagsheimili þessarar merku sveitar, nefnt eftir bæ landnámsmannsins sem stóð lítið eitt austar.

Hrolllaugsstaðafundurinn var vitaskuld ekki fjölmennur enda eru íbúar í Suðursveit ekki nema um 40 en hann var aftur á móti magnaður. Stóð framundir miðnætti og umræður líflegar. Þar mætti Sigurgeir Jónsson frá Skálafelli, mikill kappræðumaður! Lilja Hrund Harðardóttir sem var mín hægri hönd alla vikuna stýrði fundi og mátti stundum hafa sig alla að. img_2095_std

Fundinn á Hrolllslaugsstöðum héldum við undir yfirskriftinni Samviska Suðursveitar en eins og allir aðdáendur Þórbergs vita þá bar hann líf sitt oft og syndir saman við hreinleika þessarar sveitar. Á sama hátt held ég að það sé til lítils að bjóða sig fram til þingsetu fyrir byggðir Íslands án þess að hafa metnað og samvisku fyrir viðgangi þessara sömu byggða, jafnt hinna smæstu sem stærstu.

Morguninn eftir fór ég í heimsókn á heilsugæslu og dvalarheimili á Höfn og hitti þar fjölmarga skemmtilega Hornfirðinga að máli. Þeirra á meðal dóttur Þórbergs Þórðarsonar sem dvelur í elli sinni á Hornafirði. Ógleymanlegur fundur.

Ævintýrin þar eystra urðu fleiri og ekki rakin hér í smáatriðum. Í pólitíkinni held ég að mest hafi kannski munað um hvað ég þótti góður í að salta þorsk hjá Skinney Þinganesi! Austasta sveit kjördæmisins er svo Lónið og vitaskuld fórum við nafni minn Hákonarson þangað austureftir og drukkum kaffi með heiðurshjónunum Sigurði og Helgu í Stafafelli. DSCF3154

Auk fundarins í Suðursveit héldum við Lilja frábæran hádegisfund á Höfn við húsfylli og enduðum svo reisuna á fundi á Klaustri þar sem um 50 manns mættu til að ræða um landnýtingu, flutning opinberra starfa út á land og pólitík.

(Á efri myndinni er Sigurgeir Suðursveitungur og trillukarl í Sandgerði lengst til vinstri en á þeirri neðri erum við Elín í Sólheimahjáleigu, formaður Framsóknarfélagsins eystra en sú mynd er tekin af Sigurði Hjálmarssyni á fundinum á Klaustri en hin er eldri. )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég er alltaf vel til ukkar framsóknarmanna. Það er sagt að kona gleymi aldrei þeim sem afmeyjaði hana. Líklaga er þetta ástæan fyrir minni viðkvæmni nema elli valdi. Nú er ég búinn að gleyma hvað hann afi minn blessaður vildi gera við framsóknarmenn nokkra saman einu sinni í mánuði "bara öðrum til viðvörunar" en ekki var það nú beinlínis prestlegt. En að vera í hlutverki Björns að baki Kára hefur aldrei dregið með sér mikla virðingu á Íslandi.

Ég á þá ósk besta fyrir Framsóknarflokkinn að njóta fylgis í hlutfalli verðleika í næstu kosningum. Nota svo það næði sem af því leiðir til að fá Guðna og Bjarna til að lesa sögu þessa flokks og endurskapa hann síðan í þeirri mynd sem þar blasir við augum.

Árni Gunnarsson, 14.4.2007 kl. 14:55

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég hef það að orðataki að ef allir væru eins og ég þá væri gaman hér en eftir þennan lestur verð ég að laga það aðeins til sem sé: Ef allir væru eins og Bjarni Harðar. væri gaman hér.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.4.2007 kl. 23:45

3 identicon

Takk fyrir góðan fund á Kaffi Horninu Bjarni og Eygó sameinaði stöndum vér og sundraðir föllum við.

Bjarna ákveðið á þing, stöndum saman framsóknarmenn.

Sverrir Að.

Sverrir Að. (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband