Að mæla upp vitleysuna í hundruða þúsunda hundi!

Íslendingar eru neysluóð þjóð. Heiminum gjörvöllum má raunar skipta upp í þróunarlönd og sóunarlönd og þar skipum við efsta sætið á sóunarkvarðanum. Og það eru nógir til að mæla vitleysuna upp í okkur. Var að lesa Morgunblaðið þar sem er einhver endemis umfjöllun um gæludýr og blaðamaður reiknar það út fyrir lesendur að það kosti nálægt þrjúhundruðum þúsundum að eignast hund og hátt í hundrað þúsund að eignast kött. Sem er auðvitað endileysa hinnar neysluóðu þjóðar.

Með greininni sem er að hætti Moggans afar löng er birt tafla yfir kostnað og þar kemur fram að hundur kostar 170 þúsund og köttur allt að 50 þúsund. Með dýrum þessum þarf svo margra þúsunda bæli og búr, ólar og dalla...

Eins og það viti ekki hver maður að hunda og ketti má vel fá fyrir ekki neitt og eru fullt eins eiguleg kvikindi og hin hreinræktuðu. Dýrum þessum líður yfirleitt best að kúra ofan í pappakössum sem fóðraðir eru með aflóga teppisræskni og allt getur þetta verið mjög snyrtilegt. Dýr þessi geta svo snætt af diskum sem tvífætlingar eru hættir að nota o.s.frv.

Þegar blað eins og Mogginn mælir upp vitleysuna í sambandi við gæludýrahald og yfirleitt hvað eina sem fólk gerir sér til skemmtunar þá erum við ekki bara að mæla upp neysluæðið og firringuna. Við erum líka að mæla upp í fólki fátækt og minnimáttarkennd sem ekki getur spreðað peningum í það sem engum veitir heldur ánægju nema kaupmanninum sem selur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Mæltu manna sannastur! Þetta er þvílíkt rugl og enn eitt dæmið um heimsku neysluþjóðfélagsins! Við erum með læðu grey á heimilinu sem fékkst fyrir ekki neitt. Hún er sennilega ekki nógu vel upp alinn, því það myndi æra óstöðugan að ætla að ákveða hvar hún sefur, enda fer kötturinn sínar eigin leiðir.

Auðun Gíslason, 16.4.2007 kl. 10:30

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo er, nafni minn, að sumir okkar, sem erum löngu farnir í hundana viljum leita eftir eiginleikum sem ræktaðir haf verið inn í ,,tegundina".

ÞEtta þekkir þú nú auðvitað úr annarri ræktun, svo sem sauðfjárrækt og ekki síður hestarækt.   Ekki er að heldur´óþekkt, að bændur rækta eiginleika í nautpeningi sínum, bæði geðslag og annað, sem nær kemur buddunni.

 Það er ekkert prjál, að sum okkar viljum helst eiga ,,tegund" sem þekkt er fyrir sérstaka eiginleika.

Ég til að mynda hef algerlega heillast af þýsku fjárhundakyni.  Þeir eru ótrúlega skarpir og ,,greindir" (mér ber víst að setja greindina innan tilvísunarmerkja, þar sem margir hrokafullir eigna einkum þann eiginleika tvífættu spendýri sem röflar).

Síðan er það allt annað mál, að mér dytti ekki í hug, að kaupa einstakling þeirrar tegundar einhverju vðlíka verði, sem sumir telja sjálfsagt fyrir hvutta sína, bráððheimska og ónýta til nokkurs annars en kelerís.

góðar kveðjur á fyrsta mánudegi eftir sumarmál

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 16.4.2007 kl. 11:48

3 identicon

Mikil vankunnátta og lítilsvirðing á áhugamáli þúsunda Íslendinga kemur fram í þessum skrifum þínum. Ekki til framdráttar framboði þínu.  Ekki það að afturhaldsamar skoðanir sem þessar passa ágætlega inn í sögu framsóknarflokksins. (alltaf þótt þetta nafn vera fyndið í ljósi sögunnar)
Vonandi verða ekki margir með skoðanir sem þínar á þingi eftir kosningar.

Tryggvi 

Tryggvi (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 11:52

4 identicon

Sammála þessu innslagi varðandi hunda. Er nýbúinn að kaupa hund sem geltir lítið og er latur að eðlisfari. Þetta er samt hvolpur. Hann væri ekki svona ef ræktunin væri bara undan hverjum sem er, ekki tugi ára ræktun og góð ræktunarmarkmið. Enda hefði ég ekki keypt hvaða tegund sem er, td vill ekki sjá íslenskan fjárhund í þéttbýlið eða chiuahua, þar sem þeir gelta út í eitt og erfitt að ná því úr þeim í uppeldinu! Annars er það svo að oft eru hundar ekki þeir sem hafa vandamálið ef þeir gelta eða haga sér vel, heldur er það eigandamál!

Varðandi þetta að þeir geti étið leifarnar... úff maður vildi ekki vera með þannig hund heima hjá mér, rekandi við og með niðurgang jafnvel, þar sem sá matur sem við étum hentar ekki hundum! Þeir eiga að fá sitt þurrfóður á föstum tímum og svo skíta þeir og míga á föstum tímum og hana nú!

HH (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 11:56

5 identicon

Þú tekur þetta greinilega mjög nærri þér. Mig langar bara að benda á að mér þótti það ekkert eindemis vitleysa af minni hálfu að kaupa mér hreinræktaðan hund upp á 180 þúsund. Það finnst mér ekki mikill peningur fyrir góðan vin og félaga næstu 10-15 árin.

Egill Harðar (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 12:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það væri sennilega ódýrara að fá sér helstu hefðbundin húsdýr og fara út í sjálfsþurftarbúskap.  Betur ef einhverjir gerðu slíkt.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2007 kl. 15:05

7 Smámynd: halkatla

fullkomlega sammála Bjarna - þetta virkar meira ruglið, fólk á ekki að blanda gæludýrum í eigin efnishyggju. Að kaupa ketti er eitthvað svo gallað viðhorf, sérstaklega þegar maður veit hvernig oft er farið með ketti hér á landi, þeim er hent við Kattholt og kettlingar sem ekki eru hreinræktaðir eru í miklum vanda stundum við að eignast heimili...

halkatla, 16.4.2007 kl. 15:38

8 identicon

Voðalega eruð þið bitur eitthvað. Hvað kemur ykkur við þó fólk kaupir sér hund eða kött eða hvað það kostar? Nema þið séuð svona forræðishyggjupólitíkusar sem telja sig þurfa að forða öllum nema sjálfum ykkur frá eigin heimsku. Það myndi kannski útskýra þessa forundran ykkar á gæludýrahaldi landans.

Egill Harðar (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 16:34

9 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Erum við ekki bara sveitamenn sem höfum alist upp við aðra hundapólitík en nú þykir flottust?  En gott að vita - að takist manni ekki að eignast almennilega vini má alltaf kaupa einn.

Helga R. Einarsdóttir, 16.4.2007 kl. 16:57

10 identicon

Allir glaðir í dag Ég er það fékk mér frekar dýran hund sem borgaði sig á fyrsta riðli,enn fékk síðan þá greiningu að hann væri kynóður,urðum því að taka kúlurnar og allir glaðir í dag í fjölskyldunni.Hundurinn veiðir án þess að áreita greyið gæsirnar.Rétt hjá Bjarna að kostnaður við dýrahaldið er talað upp í mogganum,dýrin sofa jafnvel á gömlu teppi og dýru sérsmíðuðu rúmi með springdínu sem gott er að naga.Fólk hefur þetta bara eins og það vill enn óþarfi að ákveða að þetta þurfi að vera svona dýrt í blaðagrein.

Lilja Harðardóttir (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 17:02

11 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Aumkvaði mér yfir hreinræktaðan 2ára amerískan boxer sem senda átti til Himnaríkis. Það fylgdi honum reyndar bæli eitt ógurlegt en honum finnst mun betra apð sofa uppí enda er þetta bara rúmlega40 kg. kjölturakki sem er ekkert alltof viss um að hann sé hundur.

 Ég er hinsvegar fyrri eigenda afar þakklátur fyrir að hafa látið út ein 150-200 þúsundum fyrir greyið, því annars hryti þessi elska ekki hér aftan við mig í hornsófanum núna. En af kaupæði er alveg nóg sammála því. Er einmitt að leita að einhverju þessa dagana til að eyða í... en það verður æ erfiðara fyrir okkur Íslendinga að finna eitthvað sem dragandi er í bú...enda allt til.

Já þau liggja víða og eru mörg fótanuddtækin.

Þorsteinn Gunnarsson, 16.4.2007 kl. 18:20

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sem hestamaður vildi ég heldur eiga dýran hest en ódýran. Helst undan henni Kröflu minni sem ég reyndar seldi tvævetra. Þegar kemur að gæludýrinu þá skil ég ekki að við hérna hjónin gætum bundið meiri væntumþykju við hálfrar milljónar verðlaunahund en hana Tinnu litlu okkar sem okkur var gefin og er bastaður af Border Collie og Labrador. Reynið ekki að gera lítið úr henni, þá er mér að mæta. 

Árni Gunnarsson, 16.4.2007 kl. 21:14

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sýnir það ekki hvað kaupmátturinn er orðinn mikil  vegna góðæris okkar landsmanna síðustu árin, að við getum keypt næstum allt, nema góða og vitra vini, og þó, kannski sumir séu falir fyrir fé. Bestu dýr sem ég hef þekkt voru ókeypis.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2007 kl. 21:29

14 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Æ, er þetta ekki of djúpt í árina tekið, er ekki allt í lagi að elta ólar við hundaólar, sérverkuð hundabeiin, flotta dalla og fara reglulega á hundasnyrtusofu með hundinn sinn. Sjálfur á ég púðla sem fer reglulega á góða snyrtistofu. En er ekki bara allt í lagi að gera hundinn sinn að dekurrófu, það er bara svo gaman að fá hann heim nýþveginn, klipptan og túperaðan, þú ættuð að vita hvað hann er hamingjusamur og montinn, slíkt er alveg peninganna virði.

Benedikt Halldórsson, 17.4.2007 kl. 03:03

15 Smámynd: GK

Sorglegast finnst mér að lesa að Egill Harðar hafi þurft að kaupa sér vináttu...

Ég á hund. Startgjaldið á honum var ekki neitt. Rekstrargjöld á ársgrundvelli er u.þ.b. 50 þúsund krónur. Þar af tekur ríki og sveitarfélag vænan hlut. Það væri kannski tilhlýðilegt Bjarni skoða lækkun á sköttum og fleiru fyrir hundaþjónustu þegar þú ert kominn á þing. Eða fer þá allt í hundana?

GK, 18.4.2007 kl. 02:04

16 Smámynd: Snorri Hansson

Bjarni,það er margt til í þessu hjá þér í sambandi við hundaeign,ferlega heimskulegt. Ég á tvo hunda annar er blendingur sem kostaði ekkert og hinn kostar í dag akkurat 170.000- Labrador. Ef ég missi hann einhvern daginn mun ég fá mér annan Labba og ég ætla ekki að reyna að útskíra eða afsaka það fyrir þér. Ég veit um eitt heimskulegra en að kaupa hund. Það er mótorhjól

Snorri Hansson, 19.4.2007 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband