Framsóknarmenn allra landa sameinist!

Framsóknarmenn allra landa sameinist!250px-Megas_LMB1

Svo kvað mitt helsta og mesta átrúnaðargoð í jafnt kveðskap, bókmenntum og poppheimi, Magnús Þór Jónsson, alias Megas. Setningin á vel heima hér á baráttudegi verkalýðsins og þó ekki lifi nú nema kvartur stundar af þessum góða degi vil ég skila baráttu- og hátíðarkveðjum til allra. Og dagurinn hefur verið viðburðaríkur.

Byrjaði með líflegum og skemmtilegum hádegisfundi í Slakka í Laugarási og endaði með kátum hestamönnum í Hreppum þar sem við Guðni Ágústsson héldum fund á Útlaganum. Það fer ekkert milli mála að framsóknarhugsjónin lifir góðu lífi í Gull-Hreppnum. Þar var bæði gott og skemmtilegt að vera í kvöld á fjölmennum fundi. Og vitaskuld mættu þar aðrir en hestamenn en það gaf fundinum óneitanlega skemmtilegan svip að helft fundarmanna skyldi gera okkur þann heiður að koma ríðandi til messunnar.

Milli Tungna og Hreppa voru svo rjómakökuveislur á Eyrarbakka og Hellu þannig að það eru engar líkur á að ég leggi af í kosningabaráttunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Töff mynd af Megasi 

Hey. Ég kíkti aðeins í bókabúðina þína í dag (þegar ég kíkti á Gumma). Mjög fin búð hjá þér Bjarni. Til hamingju með hana

Josiha, 2.5.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Gunnar - Hrunamannahreppurinn hefur ekki verið sameinaður Skeiðunum! Þar eru Flúðir. Og Gnúpverjahreppurinn heldur reyndar áfram að vera jafn íðilfagur þó hann sé í stjórnsýslu með hinum búsældarlegu Skeiðum.

Bjarni Harðarson, 2.5.2007 kl. 08:26

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Samvinnuhugsjónin hjá ykkur hefur nú útvatnast mjög.

Þið standið að því, að fámennur hópur eigni sér hin ýmsu félög sem voru stofnuð sem Samvinnufélög og síðar sem ,,Gagnkvæm" félög. 

Dæmi um það eru Samvinnutryggingar, síðar VÍS, Skipadeild Sambandsins, síðar Samskip, Olíufélagið og svo má auðvitað tala um hin aðskiljanlegu félög, sem stofnuð voru sem Samvinnufélög en eru nú orðin að ,,eign" örfárra manna.

ÞEtta er auðvitað algerlega óásættanlegt, þar sem ,,sigendur eru þeir sem versla við viðkomandi félög.

Þessvegna finst okkur sem á horfum af hliðarlínunni, furðulegt mjög, að menn á borð við Finn Ingólfs, Ólaf Ólafsson og slíka, geti augast persónulega um ótalda milljarða, haldið sér galaveislur.  Þetta finnst mér ,,galið" og sú sem gól er frú ágirnd.

Þessvegna er ekki hægt að tala um Samvinnumenn.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 2.5.2007 kl. 10:04

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er hægt að taka undir hvert orð hjá þér Bjarni Kjartansson, gæti ekki verið meira sammála og það væri hægt að skrifa langt mál um þessa ránsfengi og verður örugglega gert í fyllingu tímans....þegar saga t.d. Samskipa, Sambandsins o.fl. verður tíunduð...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.5.2007 kl. 11:51

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ragnheiður biskupsdóttir brókar var með sótt
og beiddi þegar Daði mælti á latínu.
Hann kenndi henni sitthvað til gamans og til gagns
og gjörðist snemma þaulkunnugur gatinu.

Í skammdeginu vildi hend að villtust bestu menn
og var oft fyrir kvenlíkami í rúminu.
En milli draums og veru þeir vissu óglögg skil
og voru síst að pæla í þeim í húminu.

Og Ragnheiður hún fæddi einn dag hann Daðason,
menn dylgjuðu, menn bára hana út, menn hæddu hana.
En hlýðið góðir drengir, það er hlálegt en þó satt,
það var helvítið hann Brynjólfur sem sæddi hana.


-lag og texti: Megas.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.5.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband