Frá me-i til Megasar með viðkomu í Mósambík

Gærdagurinn var svo sannarlega viðburðarríkur. Hófst í réttum austur á Síðu sem eru líklega aðrar réttir haustsins hér á Suðurlandi. Fyrr var réttað í Fossrétt en þessi heitir Dalbæjarrétt og er sú klaustur_rettir_slaturhus 011fjárflesta í Skaftárhreppi. Fór austur á föstudeginum með viðkomu á nokkrum bæjum og gisti þar eystra. Hér var margt fólk og við nafni minn sveitarstjórinn lögðum aðeins á ráðin um að kyrrsetja allt þetta fólk í hreppnum. Myndi ekki af veita svo mjög sem fækkar þarna eystra. En grínlaust var reglulega hressandi að hitta alvöru sveitamenn og koma í réttir þar sem fé er í meirihluta. Það er munaður sem er að verða okkur Tungnamönnum gamalleg minning. Hitti margt góðra vina og fannst almennt bjartsýni ríkjandi enda illa hægt annað í einmuna blíðu og náttúrufegurð.

Um hádegi var svo nokkurskonar ættarmót í Heiðarbrúninni í Hveragerði þar sem við hittumst systkinin með afkomendum í foreldrahúsum og þar var étið svikalaust. Um kvöldið fór örverpi okkar hjóna á popptónleika í Laugardalshöllinni og það varð okkar hlutskipti að skutlast eftir dreng. Í leiðinni lentum við á tónleikum sem ungar athafnakonur héldu í Iðnó þar sem á stokk stigu ungir og efnilegir popparar. Allt til stuðnings kvennasetri sem þær stöllur hafa byggt upp í Mósambík og við gestirnir fengum að sjá þarna kvikmynd frá hjálparstarfinu sem var eins og öll samkoman mjög skemmtileg.

Við vorum heldur í eldri kanti á samkomunni en það sem dró mig í þennan vinalega soll unga fólksins var lokastjarna kvöldsins, meistari Megas sem endaði dagskrána með söng um Ahap skipstjóra og aðra þekktar stjörnur. Óborganlegur eins og alltaf og því líkast að karlinn yngist með ári hverju...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bara skil ekki aðdáun þingmannsinns á Megasi og er ekki eitthvað að þegar menn eru farnir að sjá hann yngjast upp, er aðdáunin þá ekki komin á hættulegt stig. Ég lét konuna mína einusinni draga mig til að hlusta á kallinn kyrja Passísálma séra Hallgríms í Hallgrímskirkju og það var hrillingur. ég hef aldei skemmt mér eins illa.Með allri virðingu fyrir þessu hrói þá bara skil ég ekki að nokkur maður skuli nenna að hlusta á kallinn. Það væri mun skárra að heyra hann lesa þennan skáldskap sinn upp, það er þá einhver von um að það skiljist eitthvað af því sem út úr honum kemur, því skáld er hann gott.

Karl B. Örvarsson (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 15:13

2 Smámynd: Bjarni Harðarson

Sat fyrir nokkrum árum tónleika Megasar á Næsta bar í Reykjavík ásamt nokkrum tugum Megasaraðdáenda. Þegar öllu uppklappi og andagt var lokið stóð upp upp ungur drengur sem setið hafði einn við borð og sagði um leið í hrifningarrúsi þessa setningu: Guð hefur talað! Þetta var ekki ég sem en hefði getað verið!. Í palladómum þínum Kalli um Megas gætir þess misskilnings að Megas sé venjulegur dauðlegur maður sem hægt sé að leggja á ómerkilegar vogarskálar eins og þær hvort framburður skiljist. Þetta er mikill misskilningur,- Megas er guð í augum okkar sem höfum ungir ánetjast því að hlýða á hans ráma söng og allt sem hann gerir því hafið yfir þraskennda gagnrýni eða venjulega umræðu!

Bjarni Harðarson, 9.9.2007 kl. 19:40

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Allt gott um Megas að segja mikill múskant,engin hefur getað stælt hann svo vel sé,/En það er aldeilis ráðist á þig  Bjarni i blaðagrein ,i gær af Aðstoðamamanni Ráherra/vonandi að þvi verðir svarað teljir þú Það svaravert/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.9.2007 kl. 21:13

4 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Guðlast er það ,að tala illa um Meistara Megas.
En réttir ,það er allt annað ,hef einu sinni á minni stuttu ævi farið í réttir,og er enn að jafna mig , tuttugu árum síðar.

Halldór Sigurðsson, 9.9.2007 kl. 21:30

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér leiðist að hafa ekki þroska til að skilja þá samfélagsfyrirlitningu og hroka sem mér sýnist og heyrist anda frá þessari persónu. Ég hef ekki lesið ljóðin hans mikið en margt er nú þar vel unnið og jafnvel meistaralega.

Ég fylli ekki aðdáendahópinn og líður bærilega með það, en dettur í hug mannlýsingin hans Halla Hjálmars.

Hátt og hvelft er á þér enni

og ekki er þér um málið tregt.

En að þú sért mikilmenni!

mér finnst það nú ótrúlegt.

Árni Gunnarsson, 9.9.2007 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband