Mikil afköst og góð...

Ég var ekki í þeim hópi sem kaus Ólaf Ragnar Grímsson olafur_ragnarhér um árið þegar Vigdís hætti, mest vegna þess að mér fannst ekki rétt að mjög umdeildir stjórnmálaforingjar ættu að setjast í þennan stól.

En allar götur síðan þá hefur forseti lýðveldisins unnið á hjá mér og þó aldrei eins og við þingsetningu í gær þar sem hann talaði m.a. um nauðsyn þess að við héldum landinu í byggð... Ræðan í heild var raunar eins og út úr mínu hjarta enda Ólafur gamall framsóknarmaður.

En ekki bara að forsetanum aukist réttsýni og skerpa með aldri heldur er dugnaður hans á sjötugsaldri með algerum ólíkindum og aðdáunarverður. Um helgina síðustu var hann bæði í New York og á Hellisheiði, á mánudag við þingsetningu og á þriðjudag í Kína. 


mbl.is Ólafur Ragnar Grímsson fundaði með forseta Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef ég ekki sagt þér söguna af því þegar við Lauga heitin Matt ræddum forsetakosningarnar - í kaffiteríunni á Grund. Hún hugðist kjósa ÓRG, en það var aðallega útaf ókostum hinna. Guðrún var alltof lík Vigdísi og Hafsteininn var of pólitískur að mati þeirra gömlu. Sístur þótti henni Ástþór - því hann var jú úr Tungunum!

-sigm. (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 14:44

2 Smámynd: Gísli Hjálmar

Mikið djö... er ég sammála þér núna Bjarni.

Gísli Hjálmar , 2.10.2007 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband