Að þora í krónu- og evruumræðu

Séra Eggert í Vogsósum ku hafa flokkað sóknarbörn sín í tvo flokka, skúma og lóma. Máskeostrich-hotlinks er sá sem hér skrifar litlu skárri þar sem ég flokkaði hina tveggja lausna menn í gjaldeyrismálum þjóðarinnar nýlega í strúta og glópa. Má eiginlega til með að biðjast forláts á nafngiftunum en bið menn að horfa meira til hinnar rökrænu umræðu en að týna sér um of í vanþóknun á barnalegri fyndni sem lengi hefur fylgt okkur Flóamönnum.

Þrátt fyrir fullyrðingar forsætisráðherra og nokkurra sem til máls tóku á nýafstöðnu viðskiptaþingi að einhliða upptaka annars gjaldmiðils en krónunnar sé ófær færði enginn sérstök rök fyrir þeirri skoðun sinni. Breski fyrirlesarinn Richard Portes sérfræðingur í alþjóðafjármálum flutti aftur á móti mjög greinagott erindi á ráðstefnunni þar sem fram kom að einhliða upptaka annars gjaldeyris er mun skárri leið heldur en það dauðahald sem stjórnvöld halda nú í með krónu sem er í reynd víkjandi í viðskiptalífi landsmanna og verður héreftir sem hingað til mikil byrði á bæði atvinnulífi og heimilum landsmanna. Portes tók dæmi af þeirri leið að taka hér upp evru en af erindi hans mátti lesa að sömu rök gátu átt við hvaða annan traustan alþjóðlegan gjaldmiðil sem vera vill. Eftir orð Jürgen Stark stjórnarmanns í Evrópska Seðlabankanum er ljóst að einhliða upptaka evru myndi jafngilda hreinum fjandskap við ESB og það hefur enginn sem vill íslenska þjóðarbúinu vel áhuga á slíkri stöðu. Eftir stendur þá möguleikinn á að Íslendingar taki upp einhvern allt annan gjaldmiðil með tvíhliða samningum eða einhliða upptöku. Það er vissulega hægt að rökstyðja að þægilegast væri vegna hagsveiflna og gengismunar að þessi gjaldmiðill væri evra en þau rök eru engu að síður léttvæg. Íslendingar eru í nánu bandalagi við bæði Sviss og Noreg og bæði þessi lönd eru líkt og Ísland með stóran hluta sinna utanríkisviðskipta við evrulönd. Þessvegna yrði gjaldeyrissveifla þessara landa aldrei til alvarlegs baga fyrir Ísland. Í hópi þeirra sem halda því fram að leiðirnar séu bara tvær, innganga í ESB og myntbandalag eða áframhaldandi króna er því gjarnan haldið fram að umræða um svissneskan franka eða aðra gjaldmiðla sé bara sett fram til að drepa málum á dreif. Þetta er rangt.

Í fyrri grein rökstuddi undirritaður að innan komandi ára ættu Íslendingar hvorki völ á aðild að myntbandalagi sem tekur 10 – 15 ár hið minnsta né áframhaldandi einleik krónunnar í íslensku hagkerfi því sá tími er einfaldlega liðinn. Krónan er ekki lengur ein og því tilgangslaust að tala um það sem veruleika.

Sterkustu rökin gegn því að Ísland taki einhliða upp erlendan gjaldmiðil er að þar með hefðu íslenskir viðskiptabankar ekki þá tryggingu sem fólgin er í sterkum seðlabanka myntsláttulandsins. Þennan þátt ber að taka alvarlega en um leið skulu menn gera sér grein fyrir að Íslenskir bankar hafa í reynd tapað þessari tryggingu við núverandi aðstæður. Seðlabanki Íslands er einn minnsti banki landsins og alveg ljóst að ef verulega gefur á getur hann einn og sér ekki bjargað bæði sér og bönkunum í alvarlegri alþjóðlegri krísu.

Afleiðing góðærisins, sölu ríkisbankanna og hinni stórkostlegu útrás sem hefur skilað miklu í íslenskt þjóðarbú er að bankarnir eru löngu vaxnir foreldri sínu, ríki og Seðlabanka yfir höfuð. Þeir eru því þegar á ólgusjó hins alþjóðlega hagkerfis og það er strútslegt í meira lagi að tala eins og það sé í góðu lagi. Ólag þeirra hluta myndi samt ekki aukast að neinu marki með einhliða upptöku á erlendum gjaldeyri þar sem ljóst er að það sem helst getur tryggt bankana er sterk staða ríkissjóðs og hún getur áfram verið sterk þó svo að við tökum upp erlendan gjaldmiðil. Getur reyndar styrkst verulega.

Í fyrrnefndu erindi benti Richard Portes á að yfir 30 ríki í heiminum, stór og smá, hafa látið af sjálfstæðri peningastefnu og tekið upp gjaldmiðil annars ríkis. Slíkt hefur gerst víðar en í Evrópu og yfirleitt gefist vel þó að það sé ekki gallalaus leið. Það eru aftur á móti engin dæmi um það í veraldarsögunni að jafn lítil mynt og íslenska krónan hafi verið sett á fljótandi alþjóðlegan markað og ekkert sem bendir til að það sé fær leið til lengdar. Hér hefur einkum verið rætt um einhliða upptöku annarrar myntar en evru en því fer fjarri að leiðirnar séu ekki fleiri. Þar má meðal annars benda á skýrslu Viðskiptaráðs þar sem bent er á tvíhliða upptöku slíkrar myntar með myntbandalagi. Sú leið helgast af því að einhver vilji og sjái hag í því að dansa þann dans með okkur. Það vitum við ekki nema reyna. Enn ein leið er að innleiða hér með skipulegum hætti fjölmyntarsamfélag og vitaskuld gera hin óvanalega miklu rafrænu viðskipti landsmanna þar möguleika sem áður hafa verið nær óþekktir í heiminum.  

Aðalatriði er að við látum við því kjarkleysi og einangrunarstefnu sem einkennir umræðu sem einskorðuð er við evru og krónu. Þorum að horfa til allra átta í þessari mikilvægu umræðu.

DSC00284
(Skrifaði fyrir nokkrum dögum um ferð okkar félaganna á Gljánna við Þykkvabæ þar sem við hittum fyrir Vikartind. Þá vantaði mig þessa mynd sem Baldur Pálsson tók af Guðmundi Tryggva við leifarnar af skipsflakinu.)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt saman rétt hjá þér Bjarni það má ekki bara horfa í eina átt þá villistu fyrr eða síðar. Lítum á þetta af raunsæi og horfum til margra átta og tökum svo afstöðu vonandi rétta. Kv. Tóti og Kata biður að heilsa þér og Elínu. 

Tóti (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 18:05

2 identicon

Það þarf líka pólitískt hugrekki að líta í átt að Brussel, Bjarni.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 18:28

3 Smámynd: Vendetta

Segðu mér Bjarni, hvar kemur strútur inn í þessa umræðu?

Vendetta, 19.2.2008 kl. 19:23

4 Smámynd: Bjarni Harðarson

takk fyrir kveðjuna tóti og sömuleiðis frá okkur báðum. en varðandi strútinn, vendetta góður, þá er minnst á hann í niðurlagi greinarinnar næst á undan en þær voru báðar skrifaðar á viðskiptaþingi þar sem menn skiptust aðallega í tvo flokka, strúta og glópa...

Bjarni Harðarson, 19.2.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Vendetta

OK.

"Í annarri fylkingunni bregðast menn við eins og óttasleginn strúturinn og vonast til að meðan höfuðið er ofan í þeim sandi að segja að krónan sé og sé og sé, þá muni vandamálið hverfa á meðan.", svo ég vitni í þá grein. Vandamálið er bara, að strútar stinga aldrei hausnum í sandinn,  þeir eru ekki það vitlausir, og það var aðallega þess vegna sem ég spurði.

Þegar strútur verður var við hættu (t.d. ljón, sem nálgast) þá leggst hann marflatur á jörðina, og verður þannig nær ósýnilegur, þar eð ljós litur hálsins og fótleggjanna blandast við savannann og dökkar fjaðrirnar líkjast runna. Þannig að ljónið fer burt og vandamálið er leyst. Maður í sömu sporum mundi hlaupa í hringi æpandi, þangað til hann yrði étinn.

Það er vitað mál, að margir stjórnmála- og embættismenn stinga hausnum í sandinn (loki augunum) og vona að vandamálin hverfi. Þeir hljóta þá að vera heimskari en strúturinn.

Vendetta, 19.2.2008 kl. 23:31

6 identicon

Ætla ekki að skrifa um krónu eða evru,en þið Framsóknarmenn haldið áfram að sagga ykkur niður sjálfir,sá viðtalið í kvöld við kjánann hann Birkir Jón Jónsson,þar var hann að monta sig af því að hafa unnið átján þúsund í pókerspili,og ætlar hann að leggja til að Alþingi heimili Póker á Íslandi.Að hugsa sér að þessi strákpjakkur skuli vera alþingismaður,er ekkert að gera þar eða hvað Bjarni,í tukthúsið með þennan lögbrjót sem Birkir er.Póker er bannaður á Íslandi.

jensen (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 21:54

7 identicon

Bjarni,ég legg til að þú lesir Blogg-færslu Helgu Sigrúnar Harðadóttur,flokksystur þinnar þar er hún að reyna að klóra yfir augljóst brot Birkis Jóns.Mér líkar það vel hve þið eruð ákveðin í að sagga ykkur niður,það er að segja Framsóknarflokkin,vei fyrir því,Birkir Jón Jónsson alþingismaður og kjáni með meiru og pókerspilari,braut lög.Allt yfirklór hjá Helgu Sigrúnu Harðadóttur er aulaleg vörn,fyrir utan það hve grein hennar er kjánaleg.

jensen (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:43

8 Smámynd: Vendetta

Hvaða andskotans væl er í ykkur! Það er ekkert að því að spila póker. Enga forræðishyggju, takk!

Vendetta, 21.2.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband