Hvað ef hér hefði verið evra!?

Framsóknarflokkurinn kynnti merka skýrslu um gjaldmiðilsmál þjóðarinnar, ítarlegt plagg. Engum blandast hugur um að okkar agnarsmáa og fljótandi króna er ekki gallalaus, hvorki fyrir heimilin né fyrirtækin sem keppa í ólgusjó heimsviðskipta.

Af skýrslu þessari má ýmsa lærdóma draga en kannski þann merkastan að ástandið væri hér fjári skítt ef við hefðum nú glapist á að taka upp evru fyrir svosem áratug síðan.

Þá hefðum við aldrei farið í gegnum netbólukreppuna í byrjun aldarinnar nema með gjaldþrotum. Sem hefðu svo kallað á atvinnuleysi.

Kreppan sem skall á í vetur leið hefði kallað fram hrinu gjaldþrota, verulegt atvinnuleysi og næsta víst að einhver bankanna væri þá farinn veg allra vega. Sem og orðspor okkar og traust í alþjóðlegu fjármálaumhverfi. Kreppan væri okkur því miklu erfiðari en hún þó er - en það hefði ekki orðið gengisfelling launa með sama hætti og orðið hefur.

Og það væri örugglega minni froða í hagkerfinu í dag ef við hefðum haft evru sl. áratug en hagvöxturinn hefði líka verið umtalsvert minni og atvinnuleysið töluvert. Sem hefði svo aftur gert okkur mun verr í stakk búin til að mæta þeim stórsjó sem nú ríður yfir alla heimsbyggðina.

Og auðvitað hefði gengið sveiflast - gagnvart dollara til dæmis með tilheyrandi hörmungum fyrir áliðnaðinn í landinu.

Þeir sem halda að þetta sé einfalt og gangi út á patentlausnir ættu að hugsa um eitthvað annað,- eitthvað þar sem patent raunverulega virka!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Satt er orðið Bjarni!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.9.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í þessari mis-gáfulegu evruumræðu dettur mér stundum Einar gamli í Hvalnesi í hug. Haft var eftir honum í einni af mörgum vangaveltum um efnahagsvandann sem fylgt hefur þessari þjóð síðan menn fundu upp efnahaginn þarna um árið: -Það var mikið slys þegar þeir lögðu niður rentuna og tóku upp vextina!

Ætli að það megi ekki heimfæra þessa speki gamla mannsins upp á deiluna um evruna og krónubjálfann?

Árni Gunnarsson, 16.9.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ef ekki væru þessar rugl sveiflur í gjaldmiðlinum, þá myndi líklega ríkja meiri stöðuleiki á öllum sviðum á Íslandi. Öfgarnar snúast um það að setja allt hagkerfið á blússandi siglingu (sem útvaldir græða mest á) og svo á að taka út timburmennina reglulega með því að láta almenning blæða og það er gert með því að fella krónuna reglulega. Fyrir einhverjum x árum síðan, þá var danska og íslenska krónan svipuð. Síðan er búið að klippa tvö núll aftan af krónunni og ég las það einhver staðar að munurinn síðan þá væri ca. tvöþúsund faldur! Það er í þessu sem öðru að menn sníða sér stakk eftir vexti.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.9.2008 kl. 05:45

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Því er einfaldast að gera eins og Danir að fasttengja krónuna við Evruna og LÁTA ÞAR VIÐ SITJA og hætta þessu rugli.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.9.2008 kl. 05:47

5 identicon

Fréttablaðið, 17. sep. 2008 05:00

Evran er eina leiðin

valgerður sverrisdóttir Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að með hliðsjón af skýrslunni og mati hagfræðinganna Gylfa Magnússonar og Björns Rúnars Guðmundssonar sé í raun ein leið fær. Að sækja um aðild að Evrópusambandinu.

„Í skýrslunni eru í raun tveir möguleikar því ég tel að upptaka evru með sérstöku samkomulagi sé ekki inni í myndinni. Sérfræðingarnir sögðu okkur að krónan gagnist okkur ekki sem gjaldmiðill í framtíðinni og þá er eina leiðin að sækja um aðild að Evrópusambandinu."

Valgerður segir Framsóknarflokkinn hafa ályktað um að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram um hvort þjóðin vilji hefja aðildarviðræður. Sjálf vilji hún undirbúa aðildar­umsókn.

Valgerður segir mikilvægt að umræðan um peningamálin hafi nú verið þrengd, því geti menn einbeitt sér að því að vinna málið áfram. „Í því verki höfum við framsóknarmenn ekki annað hlutverk en að veita ríkisstjórninni aðhald og leggja fram okkar hugmyndir.

- bþs

Hólmar Karlsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 06:45

6 identicon

Ef við hefðum haft evruna áður en bankarnir voru einkavinavæddir þá hefði þessi gervihagvöxtur síðusta ára aldrei orðið til.

Eina ástæðan þess að hér hefur verið svokallaður "hagvöxtur" er hinn mikli vaxtarmunur á milli Ísland og Evrópu.

Fjármálaspekúlantar sáu hag sín í því að lána ódýrt fé erlendis og lána það á enn hærri vöxtum hérlendis.

Þessu kokgleyptu bankarnir og almenningur, sem trúðu því að Ísland væri allt í einu orðið fjárhagslegt stórveldi og lausnarorðið var að kaupa og kaupa, og lána fyrir því.

Með því að hafa evruna hér síðasta áratuginn hefði hagvöxtur orðið eðlilegur og mun meira aðhald í fjárhagsmálum vegna þess að innstreymi fjárs hefði ekki verið hömlulaust eins og var.

Við erum nú að takast á við hömlulausa skuldasöfnun síðustu ára bæði netbólunar og Íslandsævintýrins svokallaða.

Afleiðingar eru skuldsetin börn og barnabörn okkar næstu áratugina.

Slíkt mun stórskaða hagvöxt hér á landi í framtíðinni.

Þú talar um að evran hefði aukið atvinnuleysi hér á landi en staðreyndin er að lánasukk síðusta ára hafa skapað gerviskort eftir vinnuafli, sem flutt var inn til þess að halda sukkinu í gangi.

Nú þegar að lánaveislan er búin sýnir það sig að það er engin þörf fyrir allan þetta innflutta vinnuafl, enda bólan sprungin.

Hér tala nokkrir um að tengja króna við aðra mynt en það leysir engan vanda.

Okkur vantar stóran og öflugan seðlabanka sem bakhjarl svo að hagkerfið sé trúverðugt.

Erlendir fjárfestar stórefa nefnilega getu Seðlabankans til þess að vera sá bakhjarl sem hagkerfi þarf að hafa.

Enda er það einsdæmi í vestrænu ríki að seðlabanki auki ekki við gjaldeyrisforða sinn á uppgangstímum.

Skuldir landsins eru 10.000 milljarðar en voru um 250 milljarðar fyrir 8 árum. Kæri Bjarni, ef að það segir ekki allt sem segja þarf þá veit ég ekki hvað.

Hermann Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 06:46

7 identicon

Rétt er að minna á að krónan og virði hennar gagnvart öðrum gjaldmiðlum, endurspeglar fyrst og fremst inn og útstreymi fjármagns í hverskonar formi. Gengi krónu er hvorki fellt né styrkt, heldur sveiflast með neyslu og verðmætasköpun. Með rökum mætti segja að nú sé yfirskot í verðfalli hennar, ef litið er til þess að útflutningur verðmæta, þe. matvæla, áls (orku) ofl. hefur aukist, og nálgast jafnvægi. Þá hefur ferðaþjónusta náð vopnum sínum á ný. Hinsvegar dregur hægar úr samneyslu en vonir stóðu til. Enginn gjaldmiðill er gallalaus.

-sigm. (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 08:50

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

4. september 2008

Erlend staða þjóðarbúsins

2. ársfjórðungur 2008

Hreint fjárútstreymi nam 55,5 ma.kr. í ársfjórðungnum en á fyrsta ársfjórðungi var fjárinnstreymi 133,2 ma.kr. Erlendir aðilar eru taldir eiga 64,7 ma.kr. af þeim 75 ma.kr. innstæðubréfum sem Seðlabankinn gaf út á fyrri hluta árs 2008. Bein fjárfesting útlendinga hér á landi lækkaði um 107,6 ma.kr. sem stafar að mestu af lánahreyfingum sem tengjast tilfærslu fyrirtækja á milli landa en bein fjárfesting Íslendinga erlendis hækkaði um 10,8 ma.kr. Verðbréfaeign erlendra fjárfesta á innlendum skuldabréfum hækkaði um 286,5 ma.kr.

Næsta birting: 4. desember
Smellið til að sjá stærri mynd
Töflur
Lýsigögn
Tímaraðir

Baldur Fjölnisson, 17.9.2008 kl. 10:52

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Afsakið þetta slæma form að ofan en helsta niðurstaðan af téðu yfirliti seðlabankans er að bæði hann og ríkissjóður séu í raun alveg fallít. Þannig var erlend staða hins opinbera neikvæð um litla 500 milljarða í lok 2. ársfjórðungs (hafði versnað um 173 milljarða í fjórðungnum) og erlend staða seðlabankans var jákvæð um 138 milljarða (hafði versnað um 81 milljarð í fjórðungnum). Þannig að á þremur mánuðum hljóp einhvers konar örvæntingarmegapump upp á hundruði milljarða í þessa aðila og hefur vafalaust haldið áfram af sama krafti á 3. ársfjórðungi og árangurinn er gjaldmiðill í sögulegu lágmarki, fjármálakerfi sem riðar til falls á brauðfótum og opinbert kerfi sem þarf strax að fara í gjaldþrotameðferð.

Baldur Fjölnisson, 17.9.2008 kl. 10:58

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

P.S. Einhverjir vitfirringar hafa mikið talað um að þurfi að taka hundruði milljarða að láni til að styrkja gjaldeyrisforðann og gjaldmiðilinn en ég get fullvissað ykkur um að allir þessir kálhausar umhverfis Arnarhól verða ekki lengi að tapa því öllu í hendur einhverra gjaldeyrisspekúlanta. Það þýðir ekkert að tefla fram 1200 stiga mönnum gegn stórmeisturum.

Baldur Fjölnisson, 17.9.2008 kl. 11:08

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef við hefðum haft evruna áður en bankarnir voru einkavinavæddir þá hefði þessi gervihagvöxtur síðusta ára aldrei orðið til.

Eina ástæðan þess að hér hefur verið svokallaður "hagvöxtur" er hinn mikli vaxtarmunur á milli Ísland og Evrópu.

-------------------

Þetta er alls ekki rétt hjá þér. Þjóðartekur (harðir peningar og magn) Íslendinga hafa stóraukist og miklu miklu meira en þær hefðu getað í spennitreyju ESB. Það er hagvöxtur sem er aðalvandamál ESB. Þegnar ESB eru í raun að verða fátækari.


Fjármálaspekúlantar sáu hag sín í því að lána ódýrt fé erlendis og lána það á enn hærri vöxtum hérlendis.

Þessu kokgleyptu bankarnir og almenningur, sem trúðu því að Ísland væri allt í einu orðið fjárhagslegt stórveldi og lausnarorðið var að kaupa og kaupa, og lána fyrir því.

-------------------

Viltu heldur að þeir hefðu lánað DÝRT fé INNANLANDS og lánað það út á enn hærri vöxtum á Íslandi? Eða átti að nota handaflið og sovét aðferðir til að halda þeim burtu frá umheiminum ?


Með því að hafa evruna hér síðasta áratuginn hefði hagvöxtur orðið eðlilegur og mun meira aðhald í fjárhagsmálum vegna þess að innstreymi fjárs hefði ekki verið hömlulaust eins og var.

-------------------

Hefur þú heyrt um vandamál landa sem heita Írland, Lettland, Eistland, Litháen, Spánn ? Halló? Veistu að samanlagður hagvöxtur Ítalíu og Þýskalands er sá allra lélegasti í heimi síðustu 14 ár ? Þýskir launþegar hafa ekki fengið launahækkun í 10 ár. Það sem þú kallar eðlilegan hagvöxt er einmitt sá hagvöxtur sem næstum enginn er og sem Íslendingar myndu aldrei sætta sig við. Það kostar að dragast aftur úr. Enginn vill fjárfesta á mörkuðum með engum vexti. Smásala er minni í Þýskalandi en hún var fyrir 5 árum.


Við erum nú að takast á við hömlulausa skuldasöfnun síðustu ára bæði netbólunar og Íslandsævintýrins svokallaða.

Afleiðingar eru skuldsetin börn og barnabörn okkar næstu áratugina.

------------------

Þetta er ekki rétt. Current account þjóðhagsreikninga taka inn skuldir atvinnulífsins erlendis en engar eignir þeirra erlendis. Skuldir ríkisins eru nánast engar. Svo þetta er ekki rétt hjá þér. Auðvitað eru eignir atvinnulífsins á hverjum tíma háðar markaðvirði eigna þeirra. En ef þú þvingaðir banka, flugfélög, útgerð osfv. til að gera reikninga sína upp þá er afar ólíklegt að ekkert fáist upp í skuldir. Egnastaða bankana er yfirleitt sett á mjög hófsaman og varfærinn hátt. Þetta er því mikil einföldun á staðreyndum sem þú kemur með. Það er bæði debet og kredit í öllu bókhaldi. En vegna þess að eignir íslenskra fyrirtækja hafa heimilisfestu erlendis þá er ekki hægt að taka þær inn í þjóðhagsreikninga Íslands.


Slíkt mun stórskaða hagvöxt hér á landi í framtíðinni.

Þú talar um að evran hefði aukið atvinnuleysi hér á landi en staðreyndin er að lánasukk síðusta ára hafa skapað gerviskort eftir vinnuafli, sem flutt var inn til þess að halda sukkinu í gangi.

--------------

Vildir þú heldur fá sprenginu í launaskriði og kostnaði og fjarveru framkvæmda vegna skorts á vinnuafli. Ef það er eitthvað sem mun opna flóðgáttir fyrir innflytjendur til Íslands þá er það einmitt ESB aðild. Auðvitað myndi evra auka atvinnuleysi því hátt atvinnuleysi er aðalsmerki ESB og er búið að vera það áratugum saman. Hvernig heldur þú að öll ný evrulönd berjist við að ná niður hárri verðbólgu núna? Með hækkun stýrivaxta? Nei þau nota atvinnuleysið í gegnum aðgerðir í ríkisfjármálum. Þau búa til atvinnuleysi með aðgerðum í gengum ríkisafskipti til að reyna að fá almenning og fyrirtæki til að stoppa framkvæmdir og neyslu.


Nú þegar að lánaveislan er búin sýnir það sig að það er engin þörf fyrir allan þetta innflutta vinnuafl, enda bólan sprungin.

--------------------

Já þá er gott að vera fullvalda ríki sem getur gert sínar eigin ráðstafanir. Það er miklu erfiðara að gera undir ESB aðild, ef þörf krefur.


Hér tala nokkrir um að tengja króna við aðra mynt en það leysir engan vanda.

---------------

Alveg rétt. Á meðan þið talið er mynt landsins að vinna verkið. Einnig á meðan þið sofið.


Okkur vantar stóran og öflugan seðlabanka sem bakhjarl svo að hagkerfið sé trúverðugt.

---------------

Hagkerfið er trúverðugt, annars hefði jú ekki verið hægt að fjármagna það sem er búið að framkvæma. En það minkar í trúverðugleika ef Seðlabanka Íslands er ekki gefið tækifæri á að vaxa með hagkerfinu. Bankarnir hafa ekki vaxið beint í samráði við Seðlabankann, er það? - hraðinn var svo mikill.


Erlendir fjárfestar stórefa nefnilega getu Seðlabankans til þess að vera sá bakhjarl sem hagkerfi þarf að hafa.

Enda er það einsdæmi í vestrænu ríki að seðlabanki auki ekki við gjaldeyrisforða sinn á uppgangstímum.

------------------

Enginn seðlabanki vill sitja uppi með stóra forða. Þeir nota swap samninga. Stórir forðar heyra fortíðinni til. Enginn seðlabanki í heiminum mun reyna mikið á sig við að stýra gengi myntar sinnar enda geta þeir það ekki. Það er jú þessvegna sem stóru gjaldmiðlarnir sveiflast svona mikið. Gjaldeyrismarkaðir eru markaðir (muna það) og gengið ræðst af eftirspurn og framboði, að miklum hluta til.


Skuldir landsins eru 10.000 milljarðar en voru um 250 milljarðar fyrir 8 árum. Kæri Bjarni, ef að það segir ekki allt sem segja þarf þá veit ég ekki hvað.

-----------------

Nei, skuldir atvinnulífsins eru ekki þínar skuldir. Þú getur alveg sofið rótt því sem skattgreiðandi þá skuldar þú minnst af öllum skattgreiðendum í Evrópu. Skuldir fyrirtækjanna eru allt annar handleggur. Þú ættir ekki að hafa svona miklar áhyggjur af þeim. Það eru eignir á móti og stundum gott betur.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 17.9.2008 kl. 11:59

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins hefur á síðustu fjórum árum farið úr 115% af vergri þjóðarframleiðslu í 312%, möo það er gjörsamlega fallít og endurspeglast sú staða óhjákvæmilega í hrynjandi gjaldmiðli (þrátt fyrir himinháa vexti, aðeins örfáir seðlabankar ávaxtalýðvelda eru með hærri stýrivexti en hér).

Baldur Fjölnisson, 17.9.2008 kl. 12:16

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Baldur.

Þjóðhagsreikingar geta í hlutarins eðli ekki talið Íslandi það til eigna sem er í eigu íslenskra fyrirtækja erlendis en með heimilisfestu skulda á Íslandi því þjóðhagsreikningar takmarka sig við íslenskt hagkerfið. Þú getur ekki troðið eignum og skuldum í örðum hagkerfum inn í þjóðhagsreikninga Íslands. Það eru reglur fyrir þessu, eins og í öllu bókhaldi.

Dæmi: ef þú tekur þér lán erlendis til að kaupa þér hús erlendis, en ætlar samt áfram að hafa heimilisfestu þína á Íslandi, þá ert þú búinn að auka við skuldir þjóðarbúsins, samkvæmt þjóðhagsreikningum. En svo kemur afi þinn og skipar þér að selja húsið á Spáni. Eins góður drengur og þú nú ert þá hlýðir þú afa þínum og selur húsið og greiður upp skuldir þínar erlendis. Þarna bættir þú hreina skuldastöðu þjóðarbúsins - en eignastaða þess er óbreytt sem áður. Þar gerðist nefnilega ekki neitt.

Atvinnuvegir allra þjóða skulda erlendis og eiga eignir erlendis. Annars væru menn ekki svona óhressir með nýlega þjóðnýtingu Venesúela.

Ok ?

Gunnar Rögnvaldsson, 17.9.2008 kl. 12:40

14 Smámynd: Bjarni Kjartansson

EF grafið sem Baldur Fjölnisson setur fram hér að ofan væri graf Hf eða Ehf , við umsókn um lán, yrðu forsvarsemnn viðkomandi forretninga vinsamlega beðnir að yfirgefa kontóra bnakans og þegar hurð félli að stöfum, færu bankamennirnir að skellihlægja að viðkomandi fáráðlingi að vera ða biðja um annað en Gjaldþrot.

Vonandi vonandi fer ,,Baldur" alias Satan þarna heldur djúpt.

Ég vil hinsvegear að það fari fram eignarkönnun, hvar allt verði uppi á borðinu og eignir og skuldir útrásavíkingana skoðaðar með rýni baunateljara.

ÞEtta viðhorf, að þessi útrás sé eitthvað annað en venjulegur business og að okkar menn hafi verið að kaupa gersamlega ónýt fyrirtæki og gabbað landann með erlendum nöfnum, með vísan til, að þeir geti snúið draslinu við, semsé ofmat á eigin getu og hroki.

Dramb er falli næst.

Nú falla menn hverjuir um aðra.

Hvernig er annars með stóra fyrirtækið sem Samskip keypti í Evrópu og hafði gengið illa áður,?  Er það satt, að þar se´ekkert eftir annað en skelin?

Spyr sá sem ekki veit

En Miðbæjaríhaldð telur ósannað, að okkar menn geti neitt snúið fallitt flutniga fyrirtækjum í gróða, ÞAÐ ERU NEFNILEGA SVO FÁIR Finnar Ingólfssynir með spotta í útlandinu.

Bjarni Kjartansson, 17.9.2008 kl. 12:59

15 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gunnar, þjóðarbúið á erlendar eignir og skuldir og einstakir aðilar færa það að sjálfsögðu í sitt bókhald og seðlabankinn vinnur síðan sín yfirlit eftir því og fær út þetta hlutfall sem ég nefndi að ofan, hreina erlenda skuldastöðu. Síðan er náttúrlega spurning um hvernig menn ákvarða verðmæti sinna eigna og hvort bókfært verð stendur undir gildandi markaðsvirði á hverjum tíma. Eignir geta fallið hratt í verði ekki síður en risið en öðru máli gildir yfirleitt um skuldirnar. Hlutverk markaða er ma. að meta slíkt og því höfum við séð ýmis bókhaldsleg undraverk með stundum sterka eiginfjárstöðu hannaða af ábyrgðarlausum gerviendurskoðendum, hreinlega gufa upp.  

Baldur Fjölnisson, 17.9.2008 kl. 13:42

16 identicon

Einhvernvegin fanns mér það sem Tryggi sagði í kastljósinu í gærkvöld um stöðuna vera á mannamáli, menn hafa verið að reyna að éta fíl í einum bita, og ekki tekist.

Gunnar. (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:11

17 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Svona sem neyðarúrræði til þrautarvara myndi ég senda Geir Haarde í ársleyfi til Timbuktu, án síma og tölvusambands. Það hefur ekki brugðist síðan í vetur að þegar maðurinn sleppur með sitt megabull í ruslveiturnar þá tekur krónan strax dýfu. Hann var að bulla um helgina á ruslveitu ríkisins og virtist hvorugur toppa herbergishita hvað greindarvísitölu varðaði, ráðherrann eða starfsmaður ruslveitunnar og síðan var einhver spekingur frá honum að terrorísera landslýðinn í gærkvöldi á sömu ruslveitu. Þetta er bara alvarlegt tilræði við vitsmuna- og tilfinningalíf og raunar geðheilsu þjóðarinnar að hleypa þessu liði í ruslveiturnar. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 17.9.2008 kl. 14:53

18 identicon

Úff.  Þvílíkur þvættingur.  Evran verður tekin upp á næstunni út úr algerri neyð.  Hefði þetta verið gert meðan krónan stóð sterkt og íslenskt efnahagskerfi stöðugt og hæft til samstarfs þá lit allt betur út.  Eignir almennings og sparifé hefur rýrnað stórkostlega á undanförnum mánuðum.  Það skín í gegn hjá þér Bjarni að þér finnst sjálfsagt að almenningur blæði öllu fyrir alla.  Það á alveg eins við í þessu og í sambandi við landbúnaðarruglið. 

marco (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 18:01

19 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm, við verðum hirt með stórum afföllum upp í skuldir, það hefur verið alveg ljóst, sérstaklega síðustu misserin. Það hefur mjög skipulega verið unnið að því að gjöreyða samningsstöðu okkar gagnvart ESB og við höfum algjörlega glatað efnahagslegu sjálfstæði okkar. Þetta hefur verið eins konar pólitískt harakiri úr helvíti og allt gert til að eyðileggja trúverðugleika efnahags- og peningamálastjórnarinnar og sú vitsmunalega og fræðilega eyðimörk blasir við þarna umhverfis Arnarhólinn. Haldiði að bankagúrúarnir hérna séu ekki enn alveg andaktugir af aðdáun er þeir virða fyrir sér Geir Haarde forsætis- og efnahagsmálaráðherra, Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, Halldór Blöndal, formann bankaráðs seðlabankans, Davíð Oddsson, formann bankaráðs sama banka og jólasveina og risaeðlur í stíl sem þeir safna að sér, hahahahahah.

Baldur Fjölnisson, 17.9.2008 kl. 18:36

20 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Afsakið, Dabbi er að sjálfsögðu formaður bankastjórnarinnar ... hvers vegna hefur mér verið hulið satt að segja ...

Baldur Fjölnisson, 17.9.2008 kl. 18:39

21 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fjármálavitið hvarf úr Framsóknarflokknum að mestu með Halldór Ásgrímssyni.Það litla sem eftir er af því hefur Valgerður Sverrisdóttit.Ef einhver þingmaður heldur að það sé nægjanlegt til að geta lifað á Íslandi að vera Íslendingur ,tala Íslensku og fyllast þjóðrembu af að geta veifað Íslenskri krónu, það einfaldlega dugi til að geta lifað , þá er það næsta víst að sá maður hefur lesið yfir sig af Njálu og sögum Sturlunga.Því miður þá horfa þeir sem standa á bökkum Ölfusár en upp í strauminn og þróskast við að viðurkenna staðreyndir rétt eins og forveri þeirra sem sagði ,eigi skal höggva, rétt áður en hann var sleginn af. 

Sigurgeir Jónsson, 17.9.2008 kl. 20:41

22 Smámynd: Hallur Magnússon

Bjarni kæri vin!

Ert þú að lesa sömu skýrslu og ég?

Hallur Magnússon, 17.9.2008 kl. 22:13

23 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hvernig í ósköpunum færðu þetta út?

Heimir Eyvindarson, 18.9.2008 kl. 00:04

24 identicon

Ætla Framsóknarmenn í þéttbýli og strjálbýli ekki að standa saman eiga jafnt ungir sem eldri Framsóknarmenn ekki samleið? Menn verða að átta sig á því,þó Halldór Ásgrímsson hafi í mörgu verið ágætur þá var honum einhverra hluta vegna hafnað af fólkinu í kosningum. 

Því miður sýnist mér að sú peningamálastefna sem rekin var á undanförnum árum og er raunar rekin enn minna mig helst á söguna af búskussanum sem áttaði sig ekki á því að hann væri að verða heylaus fyrr en hann rak heykrókinn í gegnum heystappann svo krókurinn skall í hlöðugaflaðinu.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 08:30

25 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvernig lest þú Bjarni?

Helgi Jóhann Hauksson, 20.9.2008 kl. 11:06

26 identicon

Erm, Bjarni minn, þú ert nú maður nánast óvitlaus.

En þarna ertu bara að toga hluti út úr rass****** á þér.

Evran hefur styrkst á undanförnum árum og hefur  verið einn þeirra gjaldmiðla sem hækkað hefur mest gagnvart öðrum gjaldmiðlum og þar af leiðandi haldið góðri stöðu gagnvart dollar. Nú, bensínverð á Íslandi fer eftir gengi dollars ekki satt? Væri þá ekki betra að hafa  evru sem stæði nánast jafnfætis dollar heldur en krónu sem hefur hrunið langt niður fyrir raungildi sitt og veldur því að bensínverð hækkar mun meira hér á landi en í nágrannaríkjunum?

Tökum einnig sem dæmi dani, sem áttuðu sig á því að evran væri nú kannski ekki al-slæmur kostur og hengdu sína elskulegu krónu í hana. Smá skólabókarreikningur: ef að íslendingur kaupir danskar krónur fyrir 12000kr í júní 2007 þá fær hann 1000dkr. fyrir það má kaupa 120lítra af bensíni í danaveldi (árið 2007 kostaði líterinn 8,5dkr) ef að sami íslendingur kaupir danskar krónur fyrir 12000iskr í dag, fær hann 671dkr. fyrir það má kaupa 67l af bensíni í danaveldi (nú kostar bensínlíter um 10dkr)

Menn eins og þú eruð fljótir að benda á að þetta sé vegna þess að bensínið hafi hækkað. það er að vissu leyti rétt, en þetta er meira vegna þess að krónan okkar hefur veikst og það mikið. og það þarf ekki stjarneðlisfræðing til að benda þér á það (frekar en öðrum) að ef við hefðum verið með evru, þá stæðum við betur, vegna þess að evran hefur ekki hrunið eins og krónan.

Diesel (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 11:56

27 identicon

og já, bjarni, ef það er stjórnmálamanna að fara eftir vilja fólksins í landinu og fólkið í landinu vill inngöngu í esb og upptöku evru, er þá einhver spurning um hvað skal gera?

eða er lýðræði stjórnmálamanna bara lýðskrum?

Diesel (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 12:00

28 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Gunnar, bæði erlendar eignir og skuldir eru taldar með.

Helgi Jóhann Hauksson, 20.9.2008 kl. 12:27

29 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já, það er víst rétt á þessari mynd Helgi og Baldur. Er einhver sem veit hvernig eignir eru verðlagðar eða er þetta bókfært virði?


Núna eru margir að velta því fyrir sér hvernig það væri hægt að bjarga Deutsche Bank því skuldbindingar bankans eru komnar yfir 80% af landsframleiðslu Þýskalands og gearing bankans er komin í 50 földun eigna. Seðlabanki Þýskalands er bundinn af stöðugleikasáttmála ESB og getur því ekki gripið inn nema þverbrjóta hann, svo hver veit hvað verður. Er Deutsche Bank of stór til að falla og á sama tíma of stór til að bjarga?

Breski Barclays er kominn með 1300 miljarða punda skuldbindingar sem eru langt fyrir ofan landsframleiðslu Bretlands og yfir 60 falda gríingu eigna.

Fortis bankinn í Belgíu kominn með skuldbindingar á við margfaldar þjóðarframleiðslu Belgíu, en er þó með geraring á "aðeins" 33 földun eigna.

Þetta verður spennandi -poppkorn á fyrsta bekk og sólgleraugu

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 20.9.2008 kl. 14:09

30 Smámynd: Bjarni Harðarson

takk fyrir líflega umræðu - tvennu er beint til mín sérstaklega og ég ætla að svara, fyrst þessu frá skrifara sem kennir sig við olíur...

og já, bjarni, ef það er stjórnmálamanna að fara eftir vilja fólksins í landinu og fólkið í landinu vill inngöngu í esb og upptöku evru, er þá einhver spurning um hvað skal gera?

Ég svara þessari spurningu um skoðun fólksins í landinu í grein sem ég birti í 24st í dag og var að setja inn á bloggið...

Hitt að ég sé ólæs sem þeir virðast halda vinir mínir Heimir Eyvindarson og Hallur Magnússon snýst nú meira um almennan skilning á hagfræði eða algert skilningsleysi eins og það að halda að best sé að gengi gjaldmiðils hækki í sífellu. Lofa ykkur að fjalla um þetta mjög fljotlega í grein hér á blogginu. Góða helgi.

Bjarni Harðarson, 20.9.2008 kl. 15:06

31 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Bjarni

Finnst mikilvægasti punkturinn hér vera sá að krónan er bæði orsök þess að þenslan var meiri hér en annars staðar og kreppan verður hér dýpri en annars staðar, ef við höldum okkur við gjaldmiðil sem bankar og stórfyrirtæki geta stillt af eftir eigin hugarflugi. Það gengur ekki að hér ríki efnahagsumhverfi þar sem útflutningur og ferðaþjónusta geta ekki gefið upp verð eða gert áætlanir nema til nokkura vikna. Kær kveðja, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.9.2008 kl. 09:53

32 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er allsendis ósatt hjá þer, Gunnlaugur.

Aðal og meginástæðan var og raunar er, ef þu nennir að taka Moggan þér í hönd og lesa þar síðasta Viðskiptablaðið.

Þar er þetta sett afar grafískt fram og þarf að vera meira me meðal glámskygn til að skilja ekki hvað þar er á ferðinni.

ÞAr eru eigendur banka og sjóða, að manupulera ískr að vild og þjóna lund sinni þar að öllu.

Þið Kratarnir hafið éttið uppeftri gírugum bankagutrtum og verðbréfasölum, að braðnauðsyn sé a´Evru tengingu.

Bullið er svo gegnsætt hjá verðbréfaguttunum, að með hrienum ólíkindum er.

Segú mér annars, hvernig stenur á því, að ollar útrásarmenn, sérlegir vinir ukkar Kratana, geta ekkert í rekstri í ,,fyrirheitna landinu" Evrulandinu.  Þar fara þeri lóðbeint á hausinn með hvert projektið af öðru, Ekki er Krónan að flækjat þar fyrir þeim.

Bulli ð hefur náð æðri veldi, þegar Villi Egils er fenginn til að messa yfir Krötunum ásamt og með Ingibjörgu.

Það he´lt ég í einfeldni minni, að gæti seint gerst en lengi má manninn reyna.

Miðbæjaríhladið

vill fara að fá svör við því, af hverju gegnur svona illa í reksr-tri fyrirtlkja okkar í ,,Kananslandi" hinu fyrirheitna.

Bjarni Kjartansson, 21.9.2008 kl. 21:52

33 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gunnar, eignir og skuldir eru færðar eftir ákveðnum endurskoðunarreglum held ég hljóti að vera en hvernig þær eru túlkaðar og hvort farið er eftir þeim má guð vita. Eins og ástandið á bankakerfi heimsins er orðið má fastlega búast við að útlán bankanna hér séu ofmetin, það er eitthvað af vonlausum pappírum sé fært við fullu verði. Það eru gríðarlegir hagsmunir í húfi og þegar þannig stendur á má búast við ýmis konar bókhaldsæfingum. Til dæmis telst "goodwill" með eigin fé og það rennur að því er virðist viðstöðulaust í gegnum eftirlitsstofnanir ríkisins og excel líkön í hinum ýmsu vistunarúrræðum við Arnarhól og allt er í himnalagi en samt er það alls ekki í lagi. Sennilega vegna hinnar frægu garbage in-garbage out reglu.  

Baldur Fjölnisson, 22.9.2008 kl. 11:52

34 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Annars hef ég lítið spáð í reikninga bankanna og annarra félaga sem hafa að miklu leyti með þessa umræddu erlendu stöðu þjóðarbúsins að gera. En athugun á efnahagsreikningum þeirra eftir 1. ársfj. leiddi í ljós að um fjórðungur af eigin fé þeirra var "goodwill", eitthvað 200-250 milljarðar. Hjá Glitni leit þetta þannig út að eigið fé skv. efnahagsreikningi var um 190 milljarðar, goodwill þar af var 62 milljarðar og lán til stjórnarmanna og stórra hluthafa voru um 110 milljarðar. Eigið fé var þannig í raun sama og ekkert. Kannski þeir hafi farið í einhverjar gluggaskreytingar á bókhaldinu síðan, veit það bara ekki.

Baldur Fjölnisson, 22.9.2008 kl. 12:01

35 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Opinbert leverage hjá Evrópskum bönkum er víst mun lægra en raunverulegt leverage/gearing þeirra, kann því miður ekki íslenska orðið). Þetta er nýjasta áhyggjuefnið, því það er víst mun hærra en hjá þeim Amerísku er nú eru horfnir af sjónarsviðinu. Þannig á Detusche B. að vera í 50 og er í raun of stór til að bjarga. Já þetta er mjög erfið staða hjá bönkunum því eignamat við núverandi aðstæður er meira en mjög mjög erfitt. Við erum í óbyggðum núna - þar sem enginn hefur verið áður.

Gunnar Rögnvaldsson, 22.9.2008 kl. 17:20

36 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Alþjóðavæðingin tryggir að allt fjármálakerfi heimsins fer saman á hausinn. Enginn er einangraður. Ég held að lokabylgjan hefjist í Asíu, sennilega aðfaranótt einhvers mánudagsins og síðan verði sviðin jörð umhverfis hnöttinn eftir því sem markaðir opna.

Baldur Fjölnisson, 22.9.2008 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband