Saga úr kreppunni og öflugur forseti!

Ég veit ekki hvort hún var einstæð móðirin fyrir framan mig á kassanum í Nóatún. Ca. 8 ára stelpa og 5-6 ára strákur voru með henni. Þetta var ekki mikið sem hún var að kaupa en þar á meðal var steiktur kjúklingur. Þegar kortinu hennar var rennt í gegn kom synjun. Ekki næg innistæða. Hún átti ekki 4.400.- krónur og ekki kominn miður mánuður. Hún horfði á krakkana og sagði að þau þyrftu að skila einhverju. „Mamma, við skulum bara skila kjúklingnum"! sagði strákurinn ákveðinn. Reikningurin 1.290.- lægri og debetkortið samþykkt. Ég horfði á eftir þeim á leið út úr búðinni, konan hokin og þreytuleg, krakkarnir þöglir og alvarlegir í framan.

Eftirfarandi frásögn er af bloggvef Ævars Kjartanssonar, mjög sláandi saga og segir meira en þúsund skýrslur. Ævar er einn þessara bloggara sem ég les oft en er samt ekki nema stöku sinnum sammála.

Þessi börn eiga þessa minningu um kreppuna þegar þau verða sjálf hokin af aldri eftir hálfa öld. Það er aftur á móti spurning hvort þau muni nokkru sinni fást til að segja frá þessum sárindum fátæktarinnar. Við skulum strax gera okkur grein fyrir að meðan sparsemi og nurl er bæði fallegt og skemmtilegt er fátæktin sár, grimm og slær með andstyggilegum hætti.

Ég vil svo hvetja alla til að hlusta á Kastljósviðtal við Ólaf Ragnar Grímsson. Að vísu alltof langt og mikill malandi eins og oft hjá okkar ágæta þjóðhöfðingja en viðtalið gefur samt von um að það séu til stjórnmálaleiðtogar í þessu landi sem þora að standa á íslenskum hagsmunum og tala fyrir þeim. Og við skulum hafa það hugfast að enginn stjórnmálamaður hefur jafn afdráttarlaust lýðræðislegt umboð frá þjóð sinni...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Sláandi saga. Athyglisvert að heyra þetta koma frá Íslandi, í USA er þetta má segja nokkuð algengt að sjá, maður brynjar sig einhvernveginn fyrir þessu. En það hefur einmitt verið kosturinn við að koma heim undanfarið, vera laus við svona uppákomur.

Ekki lengur greinilega.

En velkominn heim í Tuborg...úpps, Árborg, segi ég.

Heimir Tómasson, 13.11.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Það vantaði þarna "aftur" í endann á setningunni.

Heimir Tómasson, 13.11.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: halkatla

Fólk í þessari stöðu á samt ekki að skammast sín, heldur læra að njóta þess að gera mikið úr litlu osfrv. Sérstaklega fyrir börnin. Það gerir þau að dugnaðarforkum og hetjum í mínum augum. Líka á Íslandi. Það eru ömurleg stjórnvöld allsstaðar sem kunna ekki lausnir á svona vanda. Ég held að þær finnist bara á hefðbundnum stöðum, og hið innra með manni sjálfum.

halkatla, 13.11.2008 kl. 13:34

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er hugsanlegt að vandinn sé rétt að byrja, það veltur á því hvernig til tekst við björgunarstörfin. Ég er því miður ekki bjartsýnn og óttast að sýnileg fátækt verði orðin daglegt brauð á sama tíma að ári (og næstum kjánalegt að nota orðið brauð í þessari steningu).

Haraldur Hansson, 13.11.2008 kl. 13:59

5 identicon

Blessður Bjarni og velkominn í baráttuna. 

Þú gerðir ekkert gagn í Framsókn.  Alltaf fáir okkar líkar eftir þar.  Vitræn pólítík byggist á því að styðja framsóknarmenn allra flokka en skamma frjálshyggjustrákana og landsöluliðið í Samfylkingunni, hvar í flokki sem það annars er.  Rétt hjá þér með Ólaf.  Loksins þorði ráðamaður að tjá sig og segja það sem fólk er að hugsa.  Íslendingar þurfa líka að gleyma fornum væringum og sameinast á þessarri örlagastund.  Við skulum vona að Ingibjörg nái fram brottrekstri Davíðs á næsta ríkisstjórnarfundi.  Annars ber manninum skylda til að segja af sér.  Þegar baráttumálið í pólítíkinni er aðeins eitt og það EINA sem raunverulega skiptir máli. þá á enginn sér fortíð í þeirri baráttu.  Aðeins eitt skal vera spurt og það skal vera "vilt þú leggja allt undir til að framtíð barna þinna verði á Íslandi og undir Íslenskum lögum?"  Annað þarf ekki að spyrja Davíð.  Hann og hans gamli fjandvinur Ólafur Ragnar eru sterkustu núlifandi forystumenn þjóðarinnar og sem betur fer er hvorugur landsölumaður. 

Og í fullri alvöru þá gerir þú meira gagn utan þings en innan á þessum tímum.  Nú er Valgerður history.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 14:03

6 identicon

og hérna er loforðapakkinn fyrir þetta tímabil og lofsöngur fyrir fyrri tíð. Manni verður óglatt. Þetta er ömuleg staðreynd sem þessi skrif Ævars eru. Sumir hafa ekki einu sinni 2000 kallinn til að eyða í Bónus vegna Sjálfstæðismanna sem slá sér til riddara í neðangreindu myndbandi og ætti að sýna þeim í dag. Kannski að Geir "kannist ekki" við að hafa tekið þátt í þessu.

http://xd.is/?action=umflokkinn_kynningarmyndband&id=562

Steinunn Einarsdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:09

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Stuðnings- og kærleikskveðja

Heiða Þórðar, 13.11.2008 kl. 16:32

8 identicon

Slæmt dæmi. Ég muni ekki í þessari stöðu kaupa steiktan kjúkling. Sem breytir ekki því að ég hef ríka samúð með fólki. Hef undrast innkaup yngra fólks sem ég tel að hafi oft litla fyrirhyggju.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:52

9 identicon

Heill og sæll Bjarni! Óska þér til hamingju að taka hatt þinn og staf og taka ábyrgð á þessu klúðri. Í  raun túlkaðir þú ágætlega hversu stjórnmálinn eru hörmulegur vettvangur, skítkast og undanbröggð og nú er almenningur alstrípaður og fallítt.  Varðandi forsetann okkar þá þurfum við ekkert á því að halda að hafa þjóðhöfðingja sem hreytir sínum hroka á meðbræður okkar á norðurlöndum og skammar þá fyrir aðstoðarleysið. Íslenska útrásinn ásamt þjóðhöfðingjanum Ólafi hafa vaðið yfir heiminn með yfirgangi og gorti út án eftirlits yfirvalda. Karlinn(ÓRG) er búinn að fara um allt  síðustu daga til að  reyna að klóra yfir hið mikla klappstýruhlutverk sitt sem hann hafði með útrásinni og peningamönnum. Og svo reynir svo að klóra yfir eigin dónaskap í garð frænþjóða með því að segja hvað hann er duglegur að ræða við þjóðina sem hefur verið fjöldanauðgað af andvaraleysi ykkar stjórmálamanna. Út af launaskrá með flesta einbættismenn. Þuríður Ottesen.

Þuríður (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 16:53

10 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

Við eigum nú eftir að sjá miklu meira af þessu, en Bjarni ég tek ofan fyrir þér fyrir að segja af þér þingstarfi vegna þessara litlu mistaka sem þér varð á, þú ert maður meiri fyrir vikið og aðrir stjórnmála menn mættu taka þig til fyrirmyndar, vona að þú komir aftur í stjórnmálin þvi þú er skemmtilegur og upplífgandi karakter.

Hér er lausnin að mínu mati á vanda okkar.

Sú leið sem evrópusambandið hefur ákveðið að fara í Icesave málinu er ólíðandi þar sem ætlunin er að um málið verði fjallað einhliða út frá kröfum Breta og Hollendinga.

Nú skulum við bara taka eina einfalda ákvörðun, Skiptum út Krónunni einhliða fyrir Dollar eða Kanadískan Dollar.

Með þvi gæfum við  Evrópusambandinu puttann, og segjum einfaldlega við þá við þurfum ekki á ykkur að halda. Við þetta myndi vöruverð og verðbólga leiðréttast hér, kostnaður yrði auðvitað sá að henda þyrfti ónýtu krónunni okkar, en ef okkur hyggðist siðar að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru væri kostnaðurinn tiltölulega lítill, þar sem verið væri að skipta út einum nothæfum gjaldmiðli fyrir annann sem standa svipað.

Just go for it !!!!

Steinar Immanúel Sörensson, 13.11.2008 kl. 17:11

11 identicon

Ég sá einmitt konu á næsta kassa í bónus sem gat ekki borgað fyrir sinn mat núna rétt áðan...

óli er ekki öflugur að neinu leiti... nema kannski þegar hannhvatti þessa útrásarvitleysinga... ég skammaðist mín að lesa skammir hans ... mér langaði að hætta að kalla mig íslending

DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:39

12 identicon

Haldið þið virkilega að þetta sé eitthvað nýtt???? Öryrkjum hefur verið gert að skrimta á skítabótum svo árum skiptir, bótum sem eru lægri en 136.000 króna atvinnuleysisbæturnar. Það eru æði margir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem hafa lent í svipuðum aðstæðum, þ.e. að eiga ekki fyrir mat eða lyfjum. Ég hef margsinnis sjálf verið í þessum aðstæðum. Það höfðu það ekki allir gott í góðærinu. Orðin ofboðslega þreytt á þessari umræðu um að EKKI sé hægt að lifa á atvinnuleysisbótum og að þetta sé eitthvað NÝTT ástand. Það er ekkert nýtt við þetta. Hópurinn sem þarf að upplifa þetta hefur bara stækkað.

gerdur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 18:26

13 identicon

Já Bjarni boy, margt getum við þakkað vendartollum í landbúnaði og ónýtum gjaldmiðli.  Það eru okkar minnstu bræður og systur sem finna mest fyrir bullinu í þér og öðrum.

marco (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 18:28

14 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég virði mikið þá erfiðu ákvörðun sem þú tókst um daginn og sýndir í verki að þú ert maður orða þinna. Mig grunar að þessi ákvörðun geti blásið nýju lífi í feril þinn.

Um kreppusöguna: þetta eru fyrstu ummerkin af veruleika sem er að skella yfir okkur. Peningakerfið virðist hrunið og það verður ekki auðvelt að aðlagast breytingunni, en við gerum það og höldum vonandi höfði á meðan.

Hrannar Baldursson, 13.11.2008 kl. 19:36

15 identicon

Ég veit ekki úr hvaða rassgati þú Bjagni ert að draga út höfuðið, ef þú fullyrðir að þetta sé eitthvað nýtt af nálinni. Ég sem einstæður faðir hef þurft að lifa við þetta í mörg ár, og ég þekki örorkulífeyrisþega fleirri en einn sem einnig hefur þurft að lifa við þetta í mörg ár, á sama tíma og góðæri var í landinu og Ísland ríkasta land í heimi. Að mínu mati hef ég það betra núna, því ég hef það alveg jafn skítt en þarf ekki að hlusta á það daginn út og daginn inn hvað allir eru ríkir og hafa það gott, einmitt þvert á móti.

það er nú bara ágætt að þú ert horfinn af þingi ef þú hefur ekki verið betur upplýstur en svona um hvernig ástandið var í þjóðfélaginu, ég fæ ekki séð að fólkið í landinu hafi hag af því að hafa alþingismenn sem eru svo uppteknir af eigin framapoti að þeir eru gjörsamlega blindir á hvernig þegnar þeirra hafa það.

Því miður verð ég að segja að þetta á við um held ég alla kjörna alþingismenn undanfarin áratuginn eða meira.

Því segi ég enn og aftur eins og ég hef haldið fram í mörg ár, reka forsetann, nýja stjórnarskrá, eitt kjördæmi og mannakosningar en ekki flokkakosningar. Þetta sker inniheldur ekki nema fólksfjölda á við hverfi í flestum löndum í kringum okkur, við höfum ekkert með það að gera að eyða milljörðum á milljarða ofan í að halda út framapoturum og eiginhagsmunaseggjum í flokkapólitík á Íslandi.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:41

16 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er ekki alveg að skilja fólk sem kemur hér inn og dásamar bæði Bjarna og framsóknarflokkin en skammast um leið út í Sjálfstæðismenn, en við sem munum vitum að framsóknarflokkurinn á ekki minna í því skítasukki sem viðgengst á Íslandi en hvaða stjórnmálaflokkur annar á Íslandi.

Ég er ekki hissa á því að ég hafi ekki orðið var við þingmenn okkar sunnlendinga undanfari, eða frá síðustu kosningum, þegar ég sé svo að þeir eru bara á kafi í einhverskonar einkastríði og það á ekki neinum slorlaunum.

Það er nú bara svo að nánast hver einasti þingmaður sem setið hefur á þingi undanfarin ár og er þar nú, eru orðnir uppblásnir af úrgangi vegna þess að þeir geta ekki skitið með góðu því að svo eru margir með hendurnar uppí rassgatinu á þeim og þannig er nú með þá suma að það sést í fingur í augum þeirra þar sem ekkert er þar fyrir innan annað

Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.11.2008 kl. 22:11

17 identicon

Bjarni þú er flottur hefði viljað sjá þig í sjálstæðisflokknum

Anna (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:59

18 Smámynd: Eyþór Árnason

Ef maður lemur saman vísu um bloggvin sinn er þá ekki viðeigandi að sá sem um er ort  fái að heyra hana:

Biskupstungna-Bjarni er

bögusmiðum mikils virði:

áframsendi úlfaher 

ástarbréf úr Skagafirði.

...kær kveðja.

Eyþór Árnason, 13.11.2008 kl. 23:28

19 Smámynd: Bjarni Harðarson

takk fyrir vísuna eyþór og ykkur öllum umræðuna.

Bjarni Harðarson, 14.11.2008 kl. 00:42

20 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Þetta eru sorglegar staðreyndir.  Ég hef sótt baráttufundi - mótmælafundi, talað beint við marga þingmenn um hvað það þýði að 1.000 manns séu í mat hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir utan margmenni hjá Mæðrastyrksnefnd og öðrum hjálparsamtökum.

Hversu mörg svöng börn skyldu standa á bak við þá fullorðnu einstaklinga sem þar eru?

Það er beinlínis ljótt hvernig þingmenn sem ég hef bent á þetta, sýna þessu mikið skeytingarleysi. 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 11:54

21 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

börnin verðum við að vernda

Jón Snæbjörnsson, 14.11.2008 kl. 14:10

22 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Bjarni, þessi saga sem þú kemur með hér úr kreppuástandinu er ekkert að gerast núna á þessum verstu tímum okkar, eins og þeir eru í dag. Ég veit um barnafjölskyldur þar sem þetta ástand sem þú lýsir hér að ofan ,er fyrir löngu orðið þannig að barnafjölskyldur eiga ekki eða hafa ekki efni á að kaupa sér helgarsteikina. Endar ná ekki saman og þá alveg sama hvernig fjölskylda með 3-4 börn reynir að spara þannig að mánaðarlaunin duga fyrir mat og nauðsynjum út mánuðinn. Og hvernig í ósköpunum eiga launin að duga í dag fyrir því sem þarf fyrir barnafjölskyldur til að draga fram lífið, þegar launin eru skammarlega lág og húsnæðislánin t.d. hækka og hækka fyrir utan allt annað eins og matur er orðinn það dýr að fólk hefur ekki efni á að draga fram lífið. Það er nokkuð ljóst orðið í dag, að það þarf að gera eitthvað róttækt fyrir barnafjölskyldur eigi þær að geta lifað af þetta skelfilega ástand sem orðið er hér á Íslandi í dag. Mér finnst ömurlegt að hugsa til þess að barnabörnin mín þurfi að lifa og alast upp við þetta skelfilega ástand. Svona er okkar góða Ísland orðið í dag. Ég spyr, hvað getum við gert ?

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 11:33

23 Smámynd: Arnar G. Hjaltalín

Hef lent í þessum aðstæðum við kassa í Bónus fyrir ca. ári síðan, þá var enn góðæri reyndar. Hvernig haldið þið að aðstæður þessa fólks séu núna? Ég lagði fram tillögu á þingi ASÍ um að sérstaklega yrði hugað að þessum hópi, láglauna konum núna í kreppunni, því miður fékk tillagan ekki hljómgrunn.

Svo ég klári söguna um konuna við kassan í Bónus, ég lánaði henni það sem uppá vantaði og að hennar kröfu skrifaði ég reikningsnúmerið mitt og kennitölu aftan á kassastrimilinn því hún vildi endurgreiða mér. Það skilaði sér að fullu mánaðarmótin á eftir.

Ef við lendum í þessum aðstæðum þá skulum við hjálpa náunganum og gefa honum kost á að endurgreiða, það skilar sér örugglega fyrir alla.

Arnar G. Hjaltalín, 16.11.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband