Augljóslega rétt hjá Aliber

Þetta er augljóslega rétt hjá Aliber og í fullu samræmi við það sem aðrir óháðir hagfræðingar hafa haldið fram.

Það þarf kjark til að fylgja þessari stefnu enda mun fylgja henni skammvinn óðaverðbólga. En það mun líka fylgja þessari ákvörðun að þjóðin fær von, þó ekki sé fyrir annað en að finna að hér sé ríkisstjórn sem þorir. Á næsta ári færi svo gengið að stíga og jafnvægi að skapast. En kannski bjartsýni að núverandi stjórn sé sú að hún þori nokkru.

Allavega - þetta er þúsund sinnum betra ráð en að beygja sig fyrir Bretum og fela "vinaþjóðum" okkar fullveldi landsins í gegnum ESB aðild.

Það var ljós í Stjórnarráðinu þegar ég fór þar framhjá áðan. Ég hef áhyggjur af að það boði ekkert gott.


mbl.is Gætum hæglega sleppt IMF-láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála þér Bjarni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.11.2008 kl. 02:09

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þegar hagfræðingur segir skammvinn óðaverðbólga, þá fæ ég hroll.

Lán IMF er að vísu annað en táknræn upphæð í púkk til að leysa króuna til landfótta. Við höfum lítið við það að gera.  Það á hinsvegar eftir að sjá hverjar kröfur og úrræði IMF eru. Ef að líkum lætur þýða þau enn hærri stýrirvexti eins og hann nefnir, algera nauðhemlun á ríkisrekstri og útgjöldum, niðurskurð í heilbrigðis og félagsþjónustu, frekari einkavæðingu og ameríkaniserun og allt með tilheyrandi mannfalli, óðaverðbólgu og þegnníði.

Nú er komið gott af þessum flugumönnum imperialistanna segi ég.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2008 kl. 02:22

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Úff, ljós í stjórnarráðinu, sammála því að það boðar ekki góðar morgunfréttir. IMF er tiltölulega eitrað og ekkert peð, Geir sagði í upphafi að afstaða til láns þaðan yrði tekin út frá því hvernig kostirnir yrðu, síðan að ekki yrði gengið að afarkostum og ný heyrist mér að grátbeðið sé um að fá helsið yfir sig. Á meðan erum við alla vega ekki upplýst um að fleira sé að gerast og ég er hræddust um að það sé vegna þess að ekkert fleira SÉ að gerast, en ekki að því sé haldið leyndu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.11.2008 kl. 02:29

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mín greining á stöðunni er eftirfarandi, hversu vitleg sem hún kann að vera:

Icesave málið er akkilesarhællinn og það er verið að kúga okkur þar. Þar er hreinlega verið að meina okkur aðgang að alþjóðlegu réttarkerfi eins og krafa okkar er. Við viljum fá það rannsakað og metið hver ábyrgð okkar er og úr því skorið fyrir dómstólum. Í staðinn erum við knúin til að berjast við vindmillur af óþekktri stærð þar til við örmögnumst.  Þetta verður að leysa. Það verður að koma þessu máli í farveg dómstóla svo við getum snúið okkur að öðrum lausnum. Það kemur svo í ljós hver sekt okkar eða sakleysi er og þeirri niðurstöðu munum við lúta. Slíkt ferli myndi gera okkur kleyft að vinna úr málum þannig að við getum þá mætt þessum kröfum.

Allir ættu að sjá hag sinn í því, nema að einhver annarlegri markmið liggi að baki.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2008 kl. 02:34

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Líklegast er verið að kasta rekunum yfir krónuna í stjórnarráðinu. Kæmi mér ekki á óvart.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2008 kl. 02:49

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

IMF er leiðin til fáfæktar. ESB er það líka að viðbættu valdaafsali til þjóða sem fyrirlíta okkur og kalla okkur hryðjuverkamenn. Áfram Ísland,Kv.

Sigurgeir Jónsson, 14.11.2008 kl. 06:31

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sammála, enda búið að skuldsetja þóðina nóg.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.11.2008 kl. 06:49

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er augljóst að ESB vill ekki réttarhöld út af Icesave vegna þess að sambandið vill ekki hætta á að regluverk þess verði dregið í efa fyrir dómsstólum. Frekar á að þrýsta á aðildarríkin að útiloka Ísland frá lánum þangað til um semst á þann hátt sem Bretar og Hollendingar vilja. ESB er ekkert elsku mamma, eins og ISG og fleiri reyna að telja okkur trú um.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.11.2008 kl. 09:10

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Við hljótum að geta þraukað án láns frá IMF á þessu skeri ef við nýtum þekkingu alls þess vel menntaða fólks sem í landinu býr til að hagnýta þær náttúruauðlindir sem landið býr yfir. Fyrst kall eins Aliber telur okkur geta það þá held ég líka að við getum það, þó ég hafi aðeins almennt hyggjuvit og akkúrat enga hagspeki til að bara aðra en plús og mínus. Sem mér sýnist að þessir sem reikna allt í prósentum og prósentum af prósentum hafi gleymt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.11.2008 kl. 09:14

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála þessum góða pistli.

ESB- og uppgjafasinnar gera út á vonleysið, það er þeirra sterkasta vopn.  Það þarf ferska vinda til að blása kjarki í fólk. Ef heiðarlegir stjórnmálamenn gera sér far um að útskýra fyrir unga fólkinu, að það er billegt að bjóða töfralausnir eins og  að hægt sé að lifa af Jöklabréfum eða að selja auðlindirnar til ESB, í stað þess að fljóta með tækifærissinnunum, munu þeir örugglega sjá árangur erfiðis síns.

Sigurður Þórðarson, 14.11.2008 kl. 10:21

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nafni.

Það er alkunna, að hræddir menn eru ekki í jafnveægi og svo mun um ISG.  Hún hefur hrakist af einu máli til annars og gefið eftir og látið af öllu semgæti verið varðstaða um okkar hagsmuni í lengd.

Svo mun um menn em eru viti sínu fjær af hræðslu, að þeir grípa til örþrifa ráða, sem eins og nafnið bendir til, örþrif.  Dugir í örskamman tíma til ,,þrifa" ófeitis, í örstuttan tíma, svona líkt og míga í skónna í forsthörkum.

Mér er ógn af samdrætti í Þýskalandi og því er bakbeinið í ESB er að gefa sig.

Nú kemur nokkuð, sem er ekki PC í umræu manna á millum.

Goldsteinar, Faginar og frændur hans hafa komið á Vöndlum í BNA og dreyft í Græðgisvæddum stofnunum.  Þessir vöndlar eru nú, líkt og ýlda í búri, skemmir allt sem þar er.

 Svo koma þessir frændur alllir hingað upp til að reyna að komast yfir Kvótaskip og fyrirtæki í Sjávarútvegi í gegnum ,,eigur Glitnis" og svo vilja sömu eignast jarðir með fallvötnum og gufu í ,,eginasafni" Kaupþings. 

Þingmenn eiga að skammast sín,a ð vera ekki löngu búnir að samþykkja það sem Enar minn Oddur settti fram um fullveldisrétt og ævarandi eign þjóðarinnar á öllum auðlindum, sama hvaða nafni þau nefnast.

Nóg í bili ljúfurinn  ávarp sem okkur Vestra er tamt við horska menn.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.11.2008 kl. 11:06

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Að vera eða ekki vera hefur alltaf verið spurningin Bjarni minn. Skammvinn óðaverðbólga getur einfaldlega þýtt að eignir okkar meðaljónanna hverfi og við verðum leigjendur hjá ríkinu. Nú þegar hafa skuldir okkar allra, hvort sem þær eru í krónum eða annarri mynt, hækkað um nokkrar milljónir. Hvað ef fasteignaverðið hrynur? þá sitjum við öll uppi með lán sem eru hærri en eignirnar. Það er því vandséð í hvora áttina menn eiga að stökkva. Ég er sammála þér að því leyti að ég vildi svo gjarnan fara þessa leið og halda stoltinu en hvers virði er stoltið þegar menn hafa misst allt annað? Ég veit það ekki ég hef aldrei staðið í þeim sporum.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.11.2008 kl. 11:38

13 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Ég las grein - og velti því fyrir mér hvernig færi ef ekki kæmu til fjármunir frá alþjóðlegri lánastofnun.  Ég hins vegar hræðist stefnu IMF mikið og tel hana fullreynda í samfélagi þjóðanna.

Ég myndi vilja sjá stjórnvöld taka upp alþjóðaáætlun SÞ um sjálfbæra þróun.  Þannig gætu Íslendingar fyrstir allra þjóða tekið upp þessa aðferðafræði/stefnu og hlitið virðingu alls heimsins um leið. 

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 14.11.2008 kl. 11:45

14 identicon

Sammála. Nú ríður á að láta ekki kúga sig. Enda hefur þessi stjórn ekkert vald til þess, hvað þá að framselja okkur til Evrópu.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 12:07

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Tek undir orð Ölmu.

Mér líst ekkert á að við Íslendingar eigum að lifa hér án stolts, eins og hver önnur annexía út úr Evrópusambandinu, sem er reyndar ekki að verða beysið, eins og Bjarni K. bendir á.

Ef stoltið er farið er allt farið. 

Stoltið er ósköp óburðugt núna, en við getum endurheimt það.

ISG hefur alla tíð verið tækifærissinni, eins og skammvinn seta hennar á stóli borgarstjóra sýndi. Kannski eru allir búnir að gleyma því núna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.11.2008 kl. 12:12

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Alma Jenny bendir á einu leiðina til að endurheimta stolt okkar, svo og prófessor Aliber, leiðin er vinna og útsjónasemi - burt með bruðlið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 14.11.2008 kl. 12:41

17 Smámynd: Haraldur Haraldsson

no coment,að sinni/en við hlustum á fréttir og horfum/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.11.2008 kl. 17:50

18 identicon

Góð og þörf grein hjá þér að venju. Kommentin líka mörg hver mjög góð.

Hér er komið fullt af góðu fólki sem sér í gegnum þessar hókus pókus brellur uppgjafaliðsins sem ekki er að gæta hagsmuna þjóðarinnar og sjálfstæðis okkar á þessum erfiðu tímum. Nei þeir gæta meir að því hvernig þeir geti með klækjum þröngvað okkur undir ægivald miðstýringar apparatsins í Brussel.

Slíku liði er ekki treystandi til að standa í ístaðinu fyrir þjóðarhagsmuni. Enda hefur það sínt sig að þetta lið hefur hrakist úr einni vitleysunni í aðra og finnst það per se bara ágætt því þá sé frekar hægt að hræða fleira fólk til að trúa því að eini, já eini kostur okkar sé að ganga þessu skaðræðis ESB valdi á hönd.

Því segi ég það við þig Bjarni og allt það ágæta fólk sem hér skrifar. Tökum höndum saman og stofnum þjóðlegan framfaraflokk sem berst gegn uppgjöf og úrtölum Evrópu trúboðsins. Fyrir framförum og sjálfstæði og fullveldi Íslands. NEI við ESB trúboðinu. 

Það er mikll hljómgrunnur fyrir svona samtökum og mun verða miikil þörf fyrir svona baráttu stjórnmálaafl á næstu árum.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 18:20

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

andskotans krónudruslan. hún er kannski ekki aðal orökin en hún er ónýtt verkfæri. hvaða heilvita maður reynir að ausa sökkvandi báð með teskeið?

Brjánn Guðjónsson, 14.11.2008 kl. 19:30

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér finnst alltaf óskaplega lítil speki fólgin í því að snúa raunveruleikanum á hvolf. Og þegar afleiðingin er orðin að orsökinni þá er mér eiginlega nóg boðið. Krónan er gjaldmiðill og hefur engin verðmæti eða fánýti umfram það fjármálaumhverfi sem hún hrærist í hjá þjóðinni á hverjum tíma. Minni á að það eru ekki mörg ár síðan íslensk stjórnvöld létu rigna upp í nefið á sér vegna þeirrar lotningar sem borin var fyrir krónunni á erlendri grund. Þá var að þeirra sögn slík lotning borin fyrir þessum gjaldmiðli okkar að fólk meðhöndlaði íslenskar krónur eins og helga dóma.

Árni Gunnarsson, 14.11.2008 kl. 20:10

21 identicon

Steingerður.

Það eru til nokkrar leiðir til að þetta gerist ekki.  T.d frysta verðtrygginguna í ákveðinn tíma, breyta grunni hennar, tengja hana við laun eða það sem sá mæti hagfræðingur Gunnar Tómasson benti á í grein í Fréttablaðinu fyrr i vikunni.  Hann vill að ríkið gefi út skuldabréf fyrir hækkuninni og það verði eins og hvert annað bréf til langs tíma.    Hann skaut á sirka 60 milljarða.  Miklir peningar en tekjutap allra bæði lífeyrissjóða og ríkissjóðs er líka mikið ef fólk gefst upp að borga og reynir að byrja nýtt líf  í öðrum löndum.  Góð hugmynd og skömm að hún hafi ekki verið rædd.

En núverandi leið þessa veruleikafirta fólks sem stjórnar okkur er ekki á vetur setjandi.  Hækka stýrisvexti uppúr öllu valdi og milda í engu áhrif verðbólgunnar.  Greiðslujöfnun er smáskammtalækning til að milda höggið fyrstu mánuðina en önnur áhrif engin.  Davíð er history en það er tímabært að fólk fari að upplifa Gylfa Arnbjörns sem einn mesta skaðvald sem núna gengur laus.  Allt okkar unga fólk sem kemur með rökstuddar raunhæfar hugmyndir kemst ekki að félagsmálaráðherra til að skýra þær, því Gyldi og co hafa slegið skjaldborg í kringum Jóhönnu og hún fær aðeins að heyra gömlu útslitnu tuggurnar.  Sorglegt að einn aðal stuðningsmaður hávaxtastefnu Seðlabankans skuli geta gert sig gildandi þegar kemur að leysa vanda sem hann ber mikla ábyrgð á.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 01:27

22 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er í raun bara ein leið. Nýr Íslenskur stjórnmálaflokkur sem að setur hagsmuni Lýðveldisins og þess fólks sem býr þar ofar öllu. Gerið mér svo einn greiða það er að hætta að tala um velmenntað fólk er einhver menntun vond menntun er sá sem er menntaður til að vinna með höndum verri en sá sem hefur menntað sig í að meðhöndla peninga án handanna gætum við ekki einusinni skeint okkur sómasamlega þannig að handverk ættum við að virða. Þetta velmenntaða raus alla daga er farið að fara í pirrurnar á mér sorry

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.11.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband