Risaeðlan veltir sér...

Risaeðlur voru stórar skepnur og ég hef alltaf á tilfinningunni að þær hafi gert hlutina þunglamalega og hægt. Hefi samt aldrei séð slíka skepnu nema ef vera skyldi að Sjálfstæðisflokkurinn sé ein slík.

Nú er komið að þeim tímapunkti að skepna þessi velti sér og hún hefur  misst alla þá snerpu sem hún hafði á velmegtardögum sínum, feit og pattarleg hjá Davíð frænda mínum. Hún er orðin kviðsigin og hölt og ætlar að taka mánuði í að snúa sér í Evrópumálunum. Og gerir það afþví að finngálknið Ingibjargar hótar annars að klóra hana.

Kostulegast í þessum veltingi var að hlusta á viðtal við ESB sinnan Baldur Þórhallsson sem greinilega gleymdi að það var kallað á hann sem fræðimann en ekki áróðursmeistara. Orðrétt sagði Baldur að það "myndi valda miklum kurri" innan Sjálfstæðisflokksins ef ekki yrði tekin upp ESB-inngöngu stefna í flokki þessum. Fræðimaðurinn gleymdi alveg að margt af venjulegu Sjálfstæðisfólki sem ég þekki verður afar óánægt ef flokkurinn snýr af sinni sjálfstæðisstefnu. En það fólk kurrar vitaskuld ekki, það talar. Það er helst kötturinn minn sem kann að kurra og berast nú enn böndin að honum að hann sé evrópusinni, afmánin s´varna. 

Kurr kurr - segja ESB sinnarnir og þá fyrst er nú umræðan djúp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://www.vg.no/nyheter/utenriks/eu/artikkel.php?artid=524177

Norski hægri flokkurinn fagnar þessu útspili Geirs..  

Óskar Þorkelsson, 14.11.2008 kl. 22:39

2 identicon

Þú skrifar mér, vinur, þig hryggi að heyra

héðan um sundrung og annað meira.

Um félagsdeilur og fundarvammir,

um flugritapukur og nafnlausar skammir.

Og nú viltu frétta hvað spekt vorri spilli

og spyr, hvað íí raunini beri áá milli.

Þér leiðist að ei geti orðið sam-farir,

því allir, segirðu, við viljum framfarir

en þykkist sjá tannaför illvígrar öfundar

í því sem rita þeir nafnlausir höfundar.

Höf Hannes Hafsteinn (úr bréfi 1883)  

Arnar Geir Níelsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:12

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Skoða  skoða hlutina maður hefur heyrt þetta áður/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.11.2008 kl. 23:13

4 identicon

Við höfum ekkert að gera inn í ESB,það er verið að hræða fólk og bulla um það að eini möguleikinn í vandamálunum sé það að taka skrefið inn í ESB.Það má ekki gerast,ESB sinnar eru að reyna að heilaþvo almenning í þessu.Nei takk ekkert E S B.Þjóð vor er orðin að háði um heim allan.

Jenzen (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:36

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Miðað við skoðanakannanir er Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur risaeðla heldur bara mögur vegnjuleg eðla, sem heldur áframa að haga sér eins og húnj sé risastór og pattaraleg.

Ómar Ragnarsson, 14.11.2008 kl. 23:42

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er alsendis óvanur að hæla Halldóri Ásgrímssyni en á því eru heiðarlegar undantekningar.  Mig minnir að HÁ hafi átt hvað  mestan þátt í að vinna að fríverslunarsamningum við Kína og Kóreu. Þessi lönd voru með tollamúra gagnvart erlendum fiski og einmitt þarna eru okkar mestu möguleikar í framtíðinni.  Það getur varla verið að Samfylkingin viti af þessu,  því annars myndi hún varla vilja múra Ísland frá þessum mörkuðum framtíðarinnar.

Sigurður Þórðarson, 14.11.2008 kl. 23:52

7 identicon

Halldór Ásgrímsson(kvótaþjófur)skuldar þjóðinni margfaldrar afsökunarbeiðna,stríðsbröltrarinn sá og vinur hans Davíð.

Jenzen (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:04

8 identicon

Sæll, Bjarni

Ég held að þú hafir ekki ýtt á neinn vitlausan takka þarna um daginn með þeim afleiðingum að þú sagðir af þér þingmennsku. Ég held að í raun og veru hafir þig innst inni langað til að vera frjáls að því að blogga um þín hjartans mál óbundinn og óheftur. Stíga fram með þínar eigin prívat skoðanir um víðan völl, bæði í bloggi og fjölmiðlum, frjáls, því frelsið til tjáningar standi hjarta þínu næst.  Er þetta vitleysa í mér?  

Nína S (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 01:54

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Það er vissulega skondið að lesa blogg frá fyrrverandi þingmanni og einn af fáum ESB andstæðingum innan Framsóknarflokksins , þar sem hann fer stórum orðum um að meirihluti sjálfstæðismanna vilji í raun alls ekki aðild að Evrópusambandinu.

Ef einhversstaðar er bullandi ágreiningur um þetta mál, þá er það innan Framsóknarflokksins!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 15.11.2008 kl. 06:25

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ljúft er að vera sjálfstæður þegar enginn vill vera memm. berst er að húka einn inni í herbergi.

þvermóðska eða þrautseigja?

annars er gaman að fylgjast með risaeðlunni prontosaurus sjálfstæðibus. því þrátt fyrir ýldu og önnur rotnunareinkenni, virðist sú eðla hafa meira lífsmark en tyrennasaurus framsóknibus, sem er steindauð og líklega bráðum útdauð.

Brjánn Guðjónsson, 15.11.2008 kl. 07:56

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Nú þarf að safna liði og ganga frá risaeðlunni dauðri. Bestur til forystu við það verk er sturlungurinn Bjarni Harðarson.

Sigurgeir Jónsson, 15.11.2008 kl. 10:33

12 identicon

Sæll Bjarni

Við skulum muna eftirfarandi :

Að keppa að marki er mannleg stefna

og mannlegt að láta kóng sig nefna

en skjall ber aðeins sannleikann hálfan

líttu í spegil og spurðu þig sjálfan.

Hann segir þig eiga ráðum að ráða

og ráða af skynsemi fyrir báða

og varast að tefla á tæpasta vaðið

því varinn er betri en bylta í svaðið.

Ef hól og rógur þér rjúka um nasir

reyndu að kanna hvað fram undan blasir,

reyndu að hugsa og reyndu að halda

hægagangi á landinu kalda.

Forðastu ys og forðastu læti

og forðastu gervigleðinnar kæti

og reyndu í spegli að skoða og kanna

skyldaleika þinn og annarra manna.

En þrjóska og þráhyggja verða að víkja

viljirð' ei manninn í speglinum svíkja,

og stjórninni nærð' ekki nema þú þyggir

neista þess Guðs, sem sigurinn tryggir.

Lifðu heill, Bjarni

Palli (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 13:06

13 Smámynd: Bjarni Harðarson

takk fyrir umræðuna. guðbjörn, það þarf síst að segja mér að það sé ágreiningur innan framsóknar um esb og um það hef ég fjallað ansi oft. en það má tala um sjálfstæðisflokkinn...

Bjarni Harðarson, 15.11.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband