Andrés önd

Andrés önd var að detta í hús en þær bókmenntir lesum við feðgar af áfergju en síður konan mín. Núna fór hún að horfa ofan í þessi blöð eins og þar væri eitthvað merkilegt og segir svo grafalvarleg:

- Bjarni, þú ert alveg eins og Andrés önd.Ég svosem alltaf vitað þetta en vonaði í lengstu lög að hún fattaði það ekki. Og það hefur gengið í 20 ár en nú er líka það farið. Líka það.

Annars er svo sem ekki tóm til að vera í bulli og ég mæli því með að menn fari af þessari bloggsíðu um sinn og lesi ræðu Davíðs Oddssonar. Þann karl hef ég oft gagnrýnt og þá einkanlega vaxtastefnuna en hann hefur samt óþægilega mikið til síns máls í dag...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Drési er snillingur.

Fannar frá Rifi, 18.11.2008 kl. 21:01

2 identicon

Bjarni Draugs í sporum spaugs
spáði þessu áður:
"Milli Haugs og herra Baugs
hangir leyniþráður."

Ingibj. Sólr. frá Haugi í Flóa

GlG (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:50

3 identicon

Bjarni Draugs í sporum spaugs
spáði meini áður:
"Milli Haugs og herra Baugs
hangir leyniþráður."

Ingibj. Sólr. frá Haugi í Flóa

GlG (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband