Farsældar Frón

Daginn sem ég sagði af mérkápa_tillaga_1 copy þingmennsku ákvað ég að koma á prent
bókarskræðu sem ég var byrjaður að öngla í á síðasta vetri. Var búinn að salta hana til síðari tíma. Þetta er greinasafn frá síðastliðnum árum sem ég svo bæti með smá játningakafla þar sem ég játa nokkrar yfirsjónir.

Eiginlega sjálfsgagnrýni að hætti maóista!

Gekk frá öllum texta í bókina um helgina og var síðustu nótt að klára leiðréttingar á próförk. Góð vinkona mín hér af Selfossi, Elín Esther Magnúsdóttir umbrotsmaður á Mogga aðstoðaði mig við útlit og uppsetningu. Læt hér uppkast að kápunni fylgja þessari færslu.

Auk þess að fjalla um eigin afsögn segi ég aðeins frá minni fyrstu eldskírn í stjórnmálum sem var þegar til stóð að framlengja líf ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ég hef um margt frjálsari hendur nú en áður til að segja frá því hvernig sú atburðarás öll var.

Ég fjalla líka mikið í bók þessari um fullveldi landsins og ESB, byggðapólitík, umhverfismál og nýbúa á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ekki veit ég hvað þú skrifar. En ég sé að kápan er táknræn. Hálft Ísland farsældar. Hitt sokkið. Eða hefur það kannski sagt af sér?

Gott fyrir þig að farsældin nær þó austur fyrir Selfoss.

Kristján Sveinsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þó að eftirsjá sé að þér á þingi, Bjarni minn, er samt gott að þú hefur nú betri tíma fyrir bókastúss.

Til hamingju með nýja "afkvæmið". 

Hefði þó viljað sjá  meira af þínu gamla kjördæmi á kápunni.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.11.2008 kl. 12:01

3 identicon

Hvernig stendur á því að þingmaður Suðursveitar vill ekki hafa þá ástkæru sveit með á kápunni. Eða er hún kannski á bakhliðinni?

 Það er eftirsjá af ykkur Guðna á þingi og Framsóknarflokkurinn nú ekki svipur hjá sjón. Það er þó ljóst að ungt fólk mun ekki aðhyllast þessum gamla góða flokk fyrr en Nornin að Norðan verður líka búin að segja af sér. Það verður of seint ef hún ætlar að býða með það fram í janúar. Þá verður engin Framsóknarflokkur til lengur.

 Með kveðju úr Hornafirði

Sæmundur Jón Jónsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband