Evrópuhraðlestin höktir

Nýjasta ESB könnun Samtaka Iðnaðarins er mjög athyglisverð og líka athyglisvert hvað fjölmiðlar gera henni lítil skil. Ástæðan er einföld. Evrópuhraðlestin höktir nefnilega og er raunar komin í bakkgír ef kannanir Fréttablaðsins eru teknar með í reikninginn.EU&ISL-70x70 Núna eru 53% þeirra sem taka afstöðu hlynnt inngöngu og 27% andvíg. Ef teknir eru allir sem svara eru tölurnar umtalsvert lægri eða 47% á móti 22%.

Við áttum öll, jafnt ESB sinnar sem aðrir, von á stórauknu fylgi við ESB aðild en það stendur í stað. Tölurnar eru þær sömu og var í sumar, nei 0,2% fleiri vilja nú í ESB en í júní. Það eru líka 2% fleiri andvígir ESB aðild en heldur en þá og óvissum hefur fækkað að sama skapi. Gallup metur þetta svo að tölurnar nú séu sambærilegar því sem var í vor. Það er allur árangurinn.

Ef við berum þetta saman við kannanir fyrri ára þá er breytingin sáralítil frá því sem gerst hefur í fyrri boðaföllum í íslensku efnahagslífi. Nánast sömu tölur komu upp t.d. í febrúar 2002 og einhverntíma á árinu 1998 líka en allar þessar tölur eru þannig að þær benda til að aðild yrði felld í þjóðaratkvæði. Það er einfaldlega reynsla fyrir því, t.d. úr Noregi að aðildarsinnar fæ jafnan meira fylgi í könnunum í kosningum. Eina umtalsverða breytingin nú er hvað fylgi við ESB hefur hrunið meðal Sjálfstæðismanna meðan það sækir heldur á meðal annarra flokka - en þar skiptir nú líka máli að t.d. minn eigin flokkur hampar í þessari könnun minna fylgi heldur en ég vil nefna upphátt.

Svo er smá skoðanakönnun hér á síðunni: Hverjum þykir fáninn hér að ofan heillandi. Ég bjó hann ekki til sjálfur heldur er honum flaggað á heimasíðu Samtaka iðnaðarins sem harðast talar fyrir ESB aðild...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afskræmdur er þessi fáni, Bjarni minn, ég vil ekki segja ljótur, því að þarna er nokkar eigin fáni undir oki hins. 

Gangi þér vel í þingleysinu – þú flýgur aftur inn á þing, meðan aðrir fuglar falla.

Jón Valur Jensson, 20.11.2008 kl. 15:52

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Samkvæmt fánalögum í sumum löndum er bannað að hafa fána erlendra ríkja ofar við hún en fána heimalandsins. Þetta hefur jafnvel stundum kostað milliríkjadeilur.

Svoleiðis umturnaðist einusinni danskur atvinnurekandi er hann fór í sumarbústað sinn á Romø sem er eyja neðan við bæinn Esbjerg á vesturströnd Jótlands. Þar kom hann auga á að þýskir ferðamenn höfðu leigt sér sumarbústað við hliðina á bústað fabrikantsins, og voru að flagga. En Þjóðverjarnir gerðu þau afdrifaríku mistök að hafa þýska fánann hærri við hún en danska flaggið. Fabrikantinn varð reiður, óð inn í garð þeirra og reif niður þýska flaggið. Það kom til slagsmála og var fabrikantinn sóttur af lögreglu. Þetta komst í þýsku dagblöðin og þýskir ferðamenn lásu fréttirnar. Þeir hættu að mestu að koma næstu ár. En fabrikantinn fékk ávalt hetjumóttökur hjá eyjaskeggjum eftir þetta.

Stuttu seinna hertóku Þjóðverjar Danmörku.

Þessi maður var greinilega ekki forráðamaður í samtökum iðnaðarins í íslendi samtaka iðnaðar á Íslandi því þá væru gulu stjörnurnar í skóm þeirra ekki að leggjast ofaná fána íslenska lýðveldisins. Humpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2008 kl. 16:57

3 identicon

Mér dettur ekkert í hug nema skortur á skapandi hugsun, (fæ meira að segja "kjánahroll") og enn minna hönnunarvit. Svona "delerí" ekki einu sinni fyndið. Bara hallærislegt.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 17:23

4 identicon

Sæll Bjarni minn.

Það er nú þannig að við eigum að SKOÐA aðild að ESB, en ekki ganga þar inn. Við verðum sennilega að bíða af okkur hamfarirnar hérna heima áður en við verðum gjaldgeng þar, þeas án þess að þurfa að gefa frá okkur allar okkar auðlindir. (annars held ég að IMF (AGS) sjái nú aldeilis til þess að auðlindir okkar lendi í höndum annaraa en landsmanna)
Samt er það nú svo að svona forpokaðir kallar eins og þú verðið að átta ykkur á því að krónan er dáinn. Danskir hagfræðingar við þarlenda seðlabankann segja að þegar krónan verði sett á flot, þá hrapi hún strax um 100 stig eða meira, sem þýðir að evran verður á um 270-290kr.

En, hér er FRÁBÆR grein um mál þessu tengt og ég segi við ykkur, ef þið hafið áhuga á hagsmunum þjóðarinnar yfir höfuð, þá skuluð þið lesa hana.

bréf frá John Zufelt

Diesel (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 18:01

5 identicon

Við eigum í alvöru að breyta lögum og kjósa um fólk

Sigurbjörg, halelúja, þetta er svo satt

Diesel (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 18:02

6 identicon

Samþýðubandalagið (Samfylking skv. þjóðskrá) hefur hafið kosningabaráttuna.

Ekki á eigin kostnað (eða Baugs) heldur ASÍ.  Forsetinn, Gylfi, er lagður upp í fundarherferð með "Fagra ESB" í farteskinu. Svona til að undirbúa jarðveginn fyrir Ingibjörgu Gísla. og Össur

101 (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 19:10

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

ESB hefur varað allt hugsandi fólk á Íslandi við inngöngu í bandalagið með því að ræna skattgreiðendur á Íslandi til að bæta tjón sem nokkrir íslenskir fjárglæframenn ollu.

Það sem þeir gerðu var svipað og ef hollenskur þjófur kæmi hingað og brytist inn í hús og rændi öllu fémætu. Húsráðendur myndu ferðast til Hollands, brjótast inn í næsta hús í Amsterdam og stela þar öllu steini léttara.

Theódór Norðkvist, 20.11.2008 kl. 19:29

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lönd geta haft þjóðfána þótt þau hafi ekki sjálfstæði. Færeyjar,Grænland, Skotland, Álandseyjar og fleiri lönd hafa þjóðfána þótt þau séu ekki fullvalda ríki.það mun ekki vera tákn um fullveldi Íslands þótt landið haldi þjóðfána sínum í framtíðinni eftir að hafa gengið í ESB.Það er alltaf að koma betur í ljós hvað orsakaði það hvernig komið er fyrir okkur.Það er EES og ESB. Leiðin til fátæktar og ánauðar er ESB. Leiðin til velsældar og fullveldis Íslands er að taka upp aðra mynt en krónu og evru.x áfram ísland, x Bjarni Harðarson.

Sigurgeir Jónsson, 20.11.2008 kl. 21:17

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég hef ekkert á móti Evrópusambandinu sem slíku, það má vera til mín vegna. Hins vegar vantar mig öll rök til þess að Ísland eigi að gerast aðili. Áróðursmeistarar ESB á Íslandi hafa verið duglegir við að benda á eitt og annað en við frekari skoðun eru það undantekningalaust hlutir sem við getur framkvæmt upp á eigin spýtur og þurfum ekkert að ganga í bandalagið til þess s.s. tollamál, vörugjöld, afnám verðtryggingar o.s.frv. En á móti kemur að við myndum kala yfir okkur haug af reglum sem við kærum okkur ekkert  um og eiga ekkert heima í þessu landi. Skyldi 4x4 klúbburinn t.d. hafa áttað sig á því að innan ESB er ekki gert ráð fyrir breyttum jeppum? Trúlega yrði klippt af þeim um leið og gengjum í sambandið. Bara svona nett dæmi.

Víðir Benediktsson, 20.11.2008 kl. 21:22

11 identicon

Sæll Bjarni

Við verðum að skoða hvaða díl við fáum . við verðum að setjast og  semja við þá. Verst er samt að núna förum við til borðsins á veikleikum okkar ekki styrk.

Aðild að EB snýst aðeins um tvennt:

Ekki aðild: Holdum fullveldinu glötum frelsinu.

Aðild:  Við glötum fullveldinu en höldum frelsinu.

Valið er í okkar höndum þegar að því kemur eftir aðildar viðræður .

Norðmenn hafa reynt það tvisvar án þess að Norska þjóðin samþykkti, við erum líkir þeim.

Góðar stundir.

Kristinn Jakobsson

Kristinn Jakobsson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:48

12 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Það eru svona dæmi sem við óvitarnir þurfum að fá að heyra og sjá. Við höfum ekki hugmynd um hvað felst í þessu ESB - gott eða slæmt. Það getur enginn sagt "ég vil, eða ekki" á meðan hann veit ekki neitt.

Þetta minnir mig á sameiningaráróðurinn hér á dögunum. Þá var hamrað á stóryrðum og fögrum fyrirheitum sameiningarsinna, en hvergi gefinn kostur á að ræða eða heyra neitt um það sem gæti verið neikvætt. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 20.11.2008 kl. 21:58

13 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Helstu rök fyrir gagnsókn Evrópuandstæðinga eru að ríflegur meirihluti þjóðar sé ekki nóg til að mál fái skoðun, farið sé út í viðræður og þjóðinni leyft að kjósa um aðild. Það er tákn lítillar lýðræðisvitundar hér á landi að reynt sé að spilla fyrir valfrelsi fólksins í landinu. Það er ekki þjóðhollusta, það er móðgun við öll tákn um sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga.

Það að Ísland semji um aukna samvinnu við þjóðir Evrópu er mjög spennandi. Farsælast væri að Norðurlöndin myndu sameiginlega móta stefnu um fulla virkni innan ESB og sameiginlega stefnumótun þar. Meirihluti Dana vill orðið evru, Norðmenn eru farnir að ræða inngöngu, því þeir vilja ekki vera í þeirri stöðu að vera einir utangátta. Meira að segja Færeyingar velta fyrir sér inngöngu um þessar mundir.

Já, Víðir nú mega sko jeppamennirnir fara að vara sig. Þeir ættu satt að segja að fyllast skelfingu yfir þessari risavöxnu ógn sem mun setja okkar flotta lífstíl skorður. Við kynntumst því nú heldur betur í sumar þegar að í fyrsta skipti varð veruleg óánægja vegna evróputilskipunar. Þar var gert ráð fyrir því að atvinnubílstjórar þurfi lágmarkssvefn til að tryggja öryggi í umferðinni. Auðvitað þurfa víkingar sem geta allt, eru bestir og mestir í heimi ekki svefn.

Eða fór flutningalest þjóðarsálar út af vegna óttadrifinnar þjóðarsálar og spennufíknar. Er kreppan núna tækifæri okkar til að taka skref í átt til jafnvægis? Eru skref sem styrkja samstarf við Norðurlönd og aðrar þjóðir í álfunni hluti af þessum skrefum? Erum við nokkuð vonlaus þó við sláum örlítið af þeim þjóðarrembingi sem einkennt hefur íslenskt samfélag?

Ég vil leiðir sem styrkja tækifæri einstaklinga, sjálfstæði og valfrelsi.

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.11.2008 kl. 22:11

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það var ekki ESB sem fann upp alheimsviðskiptin. En flest lönd heimsins hafa notið hennar í einhverjum mæli í sambandi við vöruverð á vissum vörum.

En þó er það svo að margir hlutir hafa orðið mun verri með tilkomu ESB, en það eru til dæmis þeir tollamúrar sem sambandið hefur byggt upp í kringum efnahagssvæðið, og einnig sú staðreynd að fákeppni hefur aukist eftir að hinn innri markaður og EMU komst á koppinn.

En það er þó eitt atriði sem ESB hefur tekist að stórauka gersamlega síðustu 30 árin, en það er hátt og varanlegt langtímaatvinnuleysi til handa launþegum sem flestir eru í samtökum á borð við ASÍ. Massíft 8-10% atvinnuleysi er aðalsmerki ESB ásamt tilheyrandi félagslegum ömurleika.

ESB hefur valdið varanlegum skaða á vél samfélags-bifreiðarinnar. Hún er núna aflvana og það eru alltof margir farþegar í bifreiðinni miðað við vélarstærð. Þessvegna fer þessi bifreið ekki neitt lengur, nema í meðbyr og á hjólastígum, því ekkert bensín dugar til að draga rútu með 20-30 milljón atvinnuleysingjum með 10 hestafla mótor. Það er varanlega búið að stór skaða samfélagvélina í ESB. Það er árangur áætlunargerðarmanna Brussel. Þessvegna mun ESB halda áfram að verða fátækara og fátækara miðað við Ísland og til dæmis Bandaríkin.

Ekki einu sinni einn ódýr innfluttur kexpakki getur bætt fyrir ömurlegan atvinnumarkað og lág laun. Full atvinna er besta trygging gegn vesæld og félagslegum ömurleika.

Það er einnig átakanlegt að sjá Svíþjóð gleypta af ESB því núna er Svíþjóð tröllum gefið, gleymt og horfið á vettvangi utanríkismála. Núna er það Noregur sem hefur sterka rödd á vettvangi alþjóðamála. Svíþjóð var því miður tröllum gefið og flestir Svíar naga sig í djúp handabökin, en það er engin leið út úr ESB aftur. Núna heyrist ekkert frá Svíþjóð lengur.

Svíþjóð hvað ?

Ísland ætti því passa vel uppá 8 cylendra aflvél Íslenska samfélagsins. Hún mun brumma vel áfram þessi vél enda knúin af frelsi og stórkostlegu afli þess.

Kveðjur úr ESB

Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2008 kl. 22:27

15 Smámynd: Víðir Benediktsson

Gunnlaugur minn. Það var fólk sem stakk upp á því í sumar að þjóðin fengi að kjósa um hvort það ætti að fara í viðræður en það var blásið á það af stjórnvöldum. Svona er nú lýðræðið stundum. Ríkjandi stjórnvöld mega ekki heyra minnst á þjóðaratkvæðagreiðslu á meðan stjórnarandstaðan heimtar hana. Svona hefur þetta alltaf verið, ekki bara nú. Við erum í ESS vegna þess að fyrir því var þingmeirihluti en Svisslendingar utan þess vegna þess að þjóðin afþakkaði. Ef þjóðin hefði verið spurð um Öryggisráðið hefði svarið verið klárt nei. En þá var ekkert verið að hlusta á þjóðina. Það er bara gert þegar það hentar. Samfylkingin er síst betri an aðrir hvað þetta varðar. Sami grautur í sömu skál.

Víðir Benediktsson, 20.11.2008 kl. 22:42

16 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef þjóðin hefði verið spurð um Öryggisráðið hefði svarið verið klárt nei.

Hvað er þetta Víðir maður! Kunnið þið þetta ekki! Maður kýs bara aftur og aftur og aftur og aftur þangað til það kemur rétt út þessu.

Aftur og aftur, nema þegar einhver vill láta kjósa um úrsögn úr ESB. Þá er viðkomandi stimplaður sem hafandi "hættuleg pólitísk sjónarmið" (ekki fiskimið, heldur sjónarmið) og dæmdur sem útlagi úr samfélaginu og næstum sem "fyrrverandi manneskja" að hætti Sovét.

En Sovétríkin notuðu þetta mjög mikið. Þar voru fyrrverandi manneskjur strípaðar öllu réttindum um aldur og æfi, settar í lest og hent út úr henni á gaddinn í Síberíu.

Aftur og aftur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.11.2008 kl. 23:42

17 Smámynd: Guðmundur R Lúðvíksson

Heill og sæll Bjarni.

Leitt er að vita hvernig fór um sjóferð þína. En, það er líka alltaf betra að vita hverjir standa að baki manns þegar maður er í ólgusjó. En því miður verður að segja um þig og þína fylgifiska sem kallast "framsóknarfleyður" að ekki er nú mikið á ykkur að treysta - og hvað þá nú að trúa. Nú síðast gekkst þú og þinn kammerat (GÁ)bara si svona út af vinnustað ykkar, þar sem þið höfðuð verið ráðnir af kjósendum þessa lands. Ok , Guðni hefði getað sagt af sér formennsku og öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn , mér er sk... sama um það. En hann - og þú - voruð ráðnir til þingstarfa, og ykkur ber að segja upp með eðlilegum fyrirvara eins og öðrum launþegum þessa lands. Ég áskil mér þann rétt sem launþegi ykkar að krefjast þess að þið eigið engan rétt á; eftirlaunum, biðlaunum eða hverskonar öðrum greiðslum frá minni hendi frá og með þeim tíma sem þið genguð út af vinnustað ykkar, þar sem þið a fúsum og frjálsum vilja gáfuð kost á ykkur til starfa fyrir land og þjóð.

Guðmundur R Lúðvíksson, 21.11.2008 kl. 01:36

18 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Bjarni: Fáninn sá arna er afmán.

ESB? Ég veit ekki. Mín vegna má skoða kosti og galla, athuga málið, en þá og því aðeins að báðar hliðar málsins fái sanngjarna umræðu, líka gallarnir, og þjóðin að kjósa.

Áróðursmeistarar fyrir ESB-inngöngu eru sjálfsagt ekki þeir sem ætla að fræða okkur ítarlega um gallana. Þeir vilja samningaviðræður undir því yfirskini að þetta sé bara athugun, og svo eru þeir vísir með að leggja mesta áherslu á kostina.

Eflaust verður þjóðaratkvæðagreiðsla eftir að samningur liggur fyrir, spurningin er bara hvort við fáum að taka upplýsta ákvörðun. Með "upplýst" þá á ég ekki við áróðurs-upplýsingar heldur með og á móti, ekkert dregið undan eða sett í skuggann.

Einar Sigurbergur Arason, 21.11.2008 kl. 01:45

19 identicon

Jæja Bjarni boy!  Er félagi Guðni búin að hafa samband við þig úr EU-sælunni.  Er hann búinn að fá hæli í faðmi evrunnar og fjölbreytilegra, ódýrra landbúnaðarafurða?  Nógu fljótur var hann að leggja á flótta enda fær hann þrenn til fern kennaralaun fyrir að gera ekki neitt.

Eru þetta kannski meinlæti og syndayfirbót hjá honum.  Honum hlýtur að bjóða við spænsku kjöti og ostum.  Vatnið hlýtur að bragðast honum eins og kælivökvi af gömlu Massey-Ferguson og að þurfa að borga fyrir viðbjóðinn í skítugum evrum.  Þér hlýtur að hrylla við þessu Bjarni boy!

marco (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 02:27

20 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Allir fjölmiðlar reka stanslausan áróður fyrir ESB bæði í fréttum og ritstjórnargreinum.

Sigurður Þórðarson, 21.11.2008 kl. 07:51

21 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst svo gaman að vera leiðinlegur í svona umræðu. Til að hægt sé að tala um fullveldi lýðveldisins þá þarf skýra sýn á hvað fullveldi er og hverning það er í framkvæmt. Það er ekki sama fyrirbæri og 1918 eftir 2 heimstyrjaldir og heimskreppur. Stjórnarskrá Íslands er lítið breytt frá þeim tíma sem við vorum fullvalda undir dönsku kóngi. Ef breyta þarf stjórnarskrá lýðveldisins þannig að hún geti samræmst nánu samstarfi við aðrar þjóðir verður að leggja þá vinnnu á sig. Við erum til dæmis ekki þjóðveldi þó sumir kannska haldi það. Ísland er ekki bara fyrir "íslendinga" í skilningi ungmennafélaganna þegar kynþáttahreinsanir voru jafn sjálfsagðar og útrýming flámælis og málsjúkdóma einsog þágufallssýkinnar. Nútíma lýðveldi þarf forystu sem hefur sýn sem horfir jafnt fram sem aftur án kreddufestu og sjálfsupphafningar. Þessa forystu höfum við ekki og hún er ekki í sjónmáli. Þjóðrembingur má ekki byrja að grafa um sig sem stjórnmálaafl. Ekki nota ESB sem hinn mikla satan sem ógnar sjálfstæði okkar. Hin mikla ógn stafar frá okkur sjálfum. Ég þarf náttúrulega ekki að útskýra það að Við Íslendingar erum okkur sjálfum verstir og höfum sögulega endað á "framfæri" annara mestan hluta af jarðsögu þjóðarinnar. Og ekki kenna útlendingum um það.

Gísli Ingvarsson, 21.11.2008 kl. 10:01

22 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sammála Gísli. Við þurfum fyrst og fremst pólitík sem einkennist af endurskoðun og gagnrýni á okkar eigin viðhorf og lífsmynstur. Það voru ekki útlendingar sem komu okkur í meiri vanda en aðrar þjóðir. Það gerðum við alveg hjálparlaust. ESB er ekki ógn sem rétlætir upphafningu á forsendum þjóðrembu. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 21.11.2008 kl. 10:42

23 Smámynd: Bjarni Kjartansson


ESB: Tilslakanir í veiði ólíklegar

ESB: Tilslakanir í veiði ólíklegar
Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB.

Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB, býst við að fiskveiðar verði erfiðasta úrlausnaefnið í hugsanlegum aðildarviðræðum við Ísland. Hann segir Íslendinga tæpast geta átt von á verulegum tilslökunum frá sjávarútvegsstefnu sambandsins.

Embættismenn í Brussel telja að Ísland geti fengið inngöngu í ESB innan fárra ára en framvinda aðildarviðræðna ráði þó miklu í því sambandi. Íslensk stjórnvöld þurfa vitanlega fyrst af öllu að leggja fram umsókn og að sögn Rehns fengi leiðtogaráð ESB þá framkvæmdastjórnina til að leggja á hana mat.

Rehn segir einhverjar tilslakanir á stefnunni mögulegar en þó geti Íslendingar ekki búist við að fá meiriháttar undanþágur frá henni.

Hans Martens, hjá hugveitunni European Policy Centre, býst einnig við að sjávarútvegsmál verði erfiðasta úrlausnarefnið en hann hvetur Íslendinga til að reyna að breyta stefnu ESB innan frá.

Bjarni Kjartansson, 21.11.2008 kl. 11:22

24 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Fannst þetta svo áhugavert með fánann í Danmörku. Núna hafa öll sendiráð þeirra landa sem eru meðlimir í ESB tvær flaggstangið í sendiráðsgörðum sínum; eina með þjóðfánanum og eina með evrópubandalagsfánanum.  Þegar ég geng niður í vinnu hér í Stokkhólmi geng ég oft framhjá danska sendiráðinu við Jakobstorg. Þar blakta báðir fánar hlið við hlið til hversdags.  EN sé flaggað á afmæli drottningar eða einhvers dags sem hefur með sjálfstæði Dana frá Þjóðverjum eða einhvern sögulegan minnisdag, er bara flaggað stóra ´tjúgufánanum´.   Ég spurði einusinni að því hví þeir flögguðu ekki báðum fánum þá og fékk svarið: einhvern veginn "passar" það bara ekki að flagga Evrópufélagsfána þá - það er einskonar mótsögn.  Ég var glaður í hjarta þá stundina að heyra að þjóðernisástin var yfirsterkari.

Auðvitað höktir evrópuhraðlestin núna. Eftir að Evrópubandalagið hefur sýnt okkur mátt sinn og megin, sýnt okkur að við séum bara skítur undir skónum þeirra og það se´EKKERT MÁL´ að stöðva aðflutning til bjargar landans - bara vegna þess að sambandið vildi sýna völd sín.    Ég gef ekkert fyrir þetta skrímsl sem ESB er. Valdafýkin og vond samsuða ráðvilltra landa með sögu sem þau óttast að getir endurtekið sig.

Baldur Gautur Baldursson, 21.11.2008 kl. 12:12

25 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sammála síðasta ræðumanni. Það er ofar mínum skilningi að til sé fólk sem vill ganga í samtök sem eru búin að leggja þrælabyrðar á gamalmenni, börn og öryrkja hér á landi.

Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur, segir einhvers staðar.

Theódór Norðkvist, 21.11.2008 kl. 13:29

26 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þetta með fánablöndunina hjá SI. Er lögbrot ef farið er strangt í fánalögin.

Aldrey skal setja í fánaborg þjóðfánann og samtaka/fyrirtækjafána.

Einnig skal þá líka tekið fram að þjóðfáni okkar á að vera á hærri stalli en þetta fánaskrýpi EBé.

Höldum í sjálfstæði þjóðarinnar með kjafti og klóm, vil nefnilega fá val um hverja við semjum við utan EBé bjúrókratanna.

Það er nefnilega svo að ef við göngum í þetta EBé bjúrókrat þá getum við ekki samið sjálf við lönd eins og Kóreu, Kína, Japan, o.fl.

Allt mun þurfa að fara gegnum bjúrókratið í Brussel, svo segja EBé-istarnir að sjálfstæðið tapist ekki við inngöngu!

BULL og ekkert annað.

Áfram Ísland

Kveðja Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 21.11.2008 kl. 21:43

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gísli Ingvarsson kann illa Íslandssöguna (leturbr. mín):

Við Íslendingar erum okkur sjálfum verstir og höfum sögulega endað á "framfæri" annara mestan hluta af jarðsögu þjóðarinnar. Og ekki kenna útlendingum um það.

Þetta er rakalaus þvæla. 

Jón Valur Jensson, 22.11.2008 kl. 03:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband