Ríkið kemur hákörlunum til hjálpar...

Við skulum ekki gleyma því að á undanförnum árum hafa stórskuldug stórfyrirtæki og keðjumenn tekið litlar verslanir, prentsmiðjur, flutningafyrirtæki, sjoppur, fjölmiðla, kjötvinnslur, sláturhús, trillukarla og guð má vita hverja fleiri og ýtt þeim útaf borðinu.

...

Nú mega landsmenn allir leggja skattpeninga sína sem eigið fé í stórfyrirtækin sem drápu litlu byggingavöruverslunina á horninu, settu Jóa flutningabílstjóra á kúpuna og sáu til þess að blómaverslunin hennar Hönnu komst í þrot. Er þetta réttlætið sem ríkisstjórn jafnaðarmanna færir okkur? Má ég þá heldur biðja um Geirslegt aðgerðarleysi og slen.

- Sjá nánar í grein minni á frábærum AMX fréttavef Óla Björns og félaga, http://amx.is/?/pistlar/624/

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, einmitt. Þetta gerðist bara á síðustu tveimur árum og sprakk í október. Framsókn var öll árin þar á undan bara að prjóna sokka, stela bönkum eða stinga hvert annað í bakið og ber þ.a.l. enga ábyrgð! Höfum það á hreinu.

The Bigot (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Stefanía

Þetta er alveg rétt hjá þér Bjarni, með "stór"fyritækin og löngu byrjað.

Alveg  frá því að fyrsta Bónus verslunin  var opnuð, hafa þeir komið íslenskum framleiðendum á hausinn með því að ná öllum þeirra viðskiptum, þannig að framleiðslan fer öll til þeirra, þegar því takmarki var náð, heimtuðu þeir ókristilegan afslátt, annars væri viðskiptum lokið.

Þetta eru óeðlilegir viðskiptahættir, svo ekki sé meira sagt.

En....þannig náðu þeir verðinu niður og fá hrós fyrir !

Tala af reynslu.

Stefanía, 6.12.2008 kl. 17:02

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sönn orð eru allt best hvort sem uppsprettan er græn, blá, rauð eða gul. Batnandi mönnum er vænlegast að að lifa.

Júlíus Björnsson, 6.12.2008 kl. 19:26

4 identicon

Sæll Bjarni, með þínu brotthvarfi úr þingflokki framsóknar hvarf síðasti framsóknarmaðurinn af þingi. Þó ég hafi ekki oft verið sammála framsókn gegnum tíðina  er þó alveg öruggt að af ykkur Guðna gengum og svo fyrritíma framsóknarmönnum, hefur landsbyggðin og bændur misst mikla málsvara.

En þegar ég les bloggið þitt upp á síðkastið velti ég oft fyrir mér hvernig í ands..... stóð á því að þú tókst sæti í framboðslista við síðustu kosningar. Flest af því sem þú gagnrýnir nú er verk þíns gamla flokks. Þú manst allavega hverjir voru með viðskipta og iðnaðarráðuneyti þegar auðmenn byrjuðu að ýta einyrkjunum til hliðar, fluttningarbílstjórum, fiskbúðum, reyndar einyrkjum á flestöllum sviðum viðskiptalífsins. Allt gert í nafni hagræðingar. Og forustumenn þíns gamla flokks hældu sér af því að hafa átt stóran þátt í að búa til þetta umhverfi. Og ég man ekki eftir þér sem neinum gagnrýnanda á þessa þróun áður en þú sagðir af þér þingmennsku. Kv.

Gulli (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 20:49

5 identicon

Allveg sammála þér Bjarni ,greinilega vaknaður til lifsins .

Ásgeir J Bragason (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 22:41

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Framsókn á marga skömmina.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.12.2008 kl. 22:52

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er helv. mikið til í þessari grein Bjarni.  Kallarnir með skjalatöskurnar og kúluhattana sem stýra sjóðunum keyptu upp kvóta af litlum bátum sem nýttu staðbundna fiskistofna, þannig að þeir eru nú ónýttir og þorpin í eyði, þó firðirnir séu fullir af fiski, allt í nafni hagræðingar og jafnvel verndunar. Hinn raunverulegi tilgangur að veðsetja óveiddan fisk og skuldsetja Ísland blasir þó við.

Anna, Framsóknarflokkurinn á sér mjög merka sögu þó einstaka óhappamenn hafi komist þar til áhrifa seint á síðustu öld en það hefur svo sem hent í öðrum flokkum.  Ég býst við að þorri kjósenda Guðna og Bjarna hafi verið strangheiðarlegir sveitamenn. 

Sigurður Þórðarson, 7.12.2008 kl. 01:37

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ó já já Bjarni, skyldi það vera þetta er nú það sem maður hefur verið að rembast við að benda á sem þjóðhagslega óhagkvæmni síðastliðinn tíu ár eða svo.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.12.2008 kl. 01:43

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég get aldrei keypt neitt nema undirmálsfiski í dag. Sakna  innan við 12 tíma gömlu ýsunnar sem var til í hverju hverfi fyrir kl. 11.30- og var svo þverskorin heima. Ég sakna líka holdmikla dilkakjötsins sem var hér á boðstólnum áður, það var annað en þetta 3. flokks beinarusl sem manni er boðið upp á núna í sumum lágvöru búðum. 

Íslenskt grænmeti var líka aldrei sett á markað nema vel flokkað án myglu. Biðraðir í búðum voru sagðar vera í Sovétríkjum og þar líka sagt að vöruúrval væri snöggtum minna.

Júlíus Björnsson, 7.12.2008 kl. 01:52

10 identicon

Já, að hugsa sér.  Bjarni boy þáði fín laun og hafði aðstoðarmann frá glæpagenginu fyrir mánuði síðan.  (Að vísu á kostnað þjóðarinnar).

Var Sís alltaf vant að meðulum í sínum viðskiptaháttum.  Stálu ekki framsóknardurtarnir sjóðum SÍS og þeir urðu S-hópur og Gift og svoleiðis fínerí.  Gaf ekki framsókn kvótann til að gera kvótapabbann ríkann.  Borga ekki íslenskir skattgreiðendur milljarða á ári hverju til þess að hægt sé að okra á þeim eingöngu vegna þess að ekki einn einasti bóndi má fara á hausinn.  Var ekki Valgerður í framsókn?  Og Finnur og Halldór og Bingi?

Hvað var Bjarni boy að gera í klúbbnum?  Langaði hann kannski í smá slettu á diskinn sinn?  Honum mistókst ein skitin rýtingsstunga, hrökklaðist frá kjötkötlunum og leitar nú nýrra leiða í sínu totaoti.

Eða er ég að misskilja eitthvað?

marco (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 02:13

11 identicon

Það er nefnilega þetta með hann Jóa bílstjóra og hana Hönnu sem langaði svo að eiga litla blómabúð, sem hefur ætíð verið á harðahlaupunum í kollinum á mér.

Þetta er það sem málin snúast um meðal fólksins í landinu. Við vitum hreint og alls ekki öll um Evrópu-eitthvað og alls konar vexti og launvexti og raunvexti...

Okkur langar bara til að lifa lífinu okkar í friði fyrir afleiðingum spillingarinnar, sem við buðum aldrei að vera með í leiknum.

Í leikjum barna og líka í "bridds" o.fl. er þeim ekki leyft að vera með sem eru að skemma fyrir öðrum. Ekki heldur þeim sem þykjast ekkert skemma en maður sér samt að eru að skemma og svindla.

Svona er mín alþýðuhugsun.

Og svo vil ég ekki að "Gugga, einstæða móðirin með 3 börn" þurfi að fara úr íbúðinni sinni; vil ekki heldur að eitthvert fólk sem á fullt af dýrum fötum (ég sé það sko alveg á myndum) og góðum bílum, sé alltaf að tala og tala og haldi að við skiljum ekki að mikið er verið að fela og fela - og margir halda að þeir eigi alltaf að ráða, hvernig sem þeir láta.

Alveg eins og hrekkjusvínin í skólanum... í gamla daga og líka núna.

Fyrir mína hönd og margra annarra sem langar bara að lifa og vera ánægðir af því þeir voru ekkert að gera af sér.

Í einfeldni minni

Konan sem kyndir ofninn....

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 09:57

12 Smámynd: Bjarni Harðarson

takk fyrir afar góða umræðu - vil samt leiðrétta að þetta sé mjög nýtt úr mínum penna - ég hef árum saman skrifað gegn stórkarlaveiki íslenskra efnahagsmála og varað við stórum skuldsettum fyrirtækjum - enda í anda þeirrar framsóknarstefnu sem ég þekki best að hlú að smákapítalisma frekar en einokunarauðvaldi. hvort aðrir framsóknarmenn hafi skilið stefnuna öðruvísi og haft með öfugum formerkjum - tja fyrir það get ég ekki svarað en ég hef allavega aldrei bukkað fyrir slíkri stefnu!

Bjarni Harðarson, 7.12.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband