Auglýsing um tölvupóst og Ingibjörg sem vill út úr stjórn

Fyrst af öllu, smá tilkynning. Í tengslum viđ breyttan starfsvettvang hef ég veriđ ađ skipta um netfang og nota nú netfangiđ bjarni@selfoss.is. Eitthvađ sem ég ekki skil fór úrskeiđis í tćkninni í liđinni viku, frá mánudegi fram til föstudags, ţannig ađ hluti af ţeim pósti sem sendur var á ţetta nýja netfang hvarf í glatkistuna og ţeir sem sakna ţannig viđbragđa viđ sendingum ćttu ađ senda mér póstinn aftur.

En ađeins um pólitíkina. Vanlíđan Samfylkingarinnar í stjórnarsamstarfinu er nú orđin slík ađ formađurinn Ingibjörg gerir tilraun til ađ reita Sjálfstćđismenn til reiđi međ ţađ í huga ađ ţeir slíti. Öđruvísi verđur yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar ekki skilin, nú ţegar Sjálfstćđisflokkurinn er ađ snúa sér í ESB málinu, ađ minnsta kosti í ţá veru ađ vilja berjast fyrir ađildarkosningum.

Hitt er áhyggjuefni ađ stjórnarmađur í Heimssýn, sem Illugi Gunnarsson er, skuli svo snögglega snúa sér í máli ţessu. Raunar orkar mjög tvímćlis ađ stjórnvöld geti leyft sér ađ fara í ađildarviđrćđur nema bera ţađ undir ţjóđina áđur. Öll skref í átt ađ ađild ganga gegn stjórnarskrá lýđveldisins sem ţingmenn eru eiđsvarnir gagnvart í störfum sínum.

Blogga ekki meira í dag en ráđlegg öllum ađ fara á síđu Gunnars Waage og lesa ţar góđa grein um mögulega upptöku á dollar, http://gunnarwaage.blog.is/blog/gunnarwaage/


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ţorkelsson

farđu varlega í epost málum Bjarni... 

Óskar Ţorkelsson, 13.12.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: Ásgeir Jóhann Bragason

ţađ hefur nú alltaf veriđ erfitt ađ fylgja ţér ,Bjarni Ben og Illugi Gunnarsson, skrifuđu merkilega grein í fréttablađiđ í dag enda framtíđar menn af góđum ćttum og fjölluđu um ESB ,margt merkilegt ţar og gerđu umfjöllun sína nokkuđ skiljanlega,um dollara finnst mér fjarstćđ hugmynd fyrir okkur ţó eyjamenn vađi í dollurum

Ásgeir Jóhann Bragason, 13.12.2008 kl. 21:08

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Sé innganga í Sambandiđ eđa umsókn ţar um ekki beinlínis einn af ţáttunum í stjórnarsáttmálanum frá 2007 ţá er ţetta útspil formanns Samfylkingar ótímabćrt. Ţessi afstađa mín tekur ekki tillit til ţess hvort ég sjái ađallega kost frekar en löst á inngöngu.

Fyrst á ađ fara í endurskođun á stjórnarsáttmála í samvinnu viđ hinn ađilann í samstarfinu og ađ ţví loknu má setja afarkosti.  Áfram Flóamenn!

Flosi Kristjánsson, 14.12.2008 kl. 09:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband