Vaxandi Sjón og nakinn Heimir Már

Ţađ er ljúfara ađ blogga um bćkur en pólitík og ţessvegna blogga ég núna um tvćr nýjar skrćđur sem liggja hér í púltinu hjá mér. rokkurbysnir

Rökkurbýsn eftir Sjón er bók mikillar kápu og mikillar eftirvćntinga. En kannski vegna ţess ađ verđlaunabókin Skugga Baldur stóđst ekki fyllilega vćntingar mínar ţá tók ég ţessa fram međ nokkurri tortryggni. En nú hef ég tekiđ ţennan sveitunga minn á Bakkanum í sátt. Tök hans á sautjánda aldar frćđimanninum Jóni lćrđa eru meistaraleg og um leiđ óvanaleg.  Hér er fjallađ um Maríudýrkun á öld siđbótar, víg útlendra skipbrotsmanna, baráttu viđ drauga og endalaust stríđ mannsins viđ magt myrkranna. Athyglisverđ pćling. Fćr allavega 7.

Svo er ţađ Heimir Már Pétursson sem birtist nakinn, nei grínlaust, ţađ er bókin hans sem heitir Nakinn og er ljóđabók, líklega sú fimmta frá höfundinum sem er ţekktari ţjóđinni sem fréttamađur. Ég kann varla ađ gefa ljóđum einkunnir en giska á 7 og bendi lesendum á ađ dćma sjálfir, međ lestri ţessa sýnishorns hér á eftir eđa međ ţví ađ mćta í Sunnlenska bókakaffiđ á fimmtudagskvöldiđ ţar sem skáldiđ verđur ásamt ţeim Úlfari Ţormóđssyni, Halli Hallssyni og Ţórhalli Heimissyni á síđasta upplestrarkvöldi vikunnar.

Líklega dregur bókin nafn af eftirfarandi:HeimirMar

Nakinn strákur

Nakinn strákur á stríđum hesti
hleypir yfir gula akra
út dalinn

móti sól

aftur og aftur
alltaf ađ fara

ţegar ég vakna og man
ađ langt er um liđiđ...

 

Fallegur hestur

Ţetta er fallegur hestur
ţessi blái ţarna
sem frýsar innan um ţá hina

verst hvađ hann haltrar
og tefur sláturhússtarfiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Björn Björnsson

Heyr Heyr.................................

Gunnar Björn Björnsson, 17.12.2008 kl. 01:14

2 identicon

Suss, ţú gleymdir ađ koma til mín í morgun! Bókagagnrýnin ţín er skemmtieg hér á Suđurland FM og leitt ađ missa af henni!

Halla (IP-tala skráđ) 17.12.2008 kl. 11:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband