Hver verður stefna nýju stjórnarinnar í ESB málum

anna_palabrynja_halldHeimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, efnir til opins fundar nk. sunnudag kl 14:00 á Kaffi Rót í Hafnarstræti 17, 101 Reykjavík þar sem umræðuefnið verður hvað ný ríkisstjórn kunni að aðhafast í Evrópumálunum.

Framsögur flytja Brynja Björg Halldórsdóttir, formaður ungra vinstri grænna á Höfuðborgarsvæðinu, og Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna.

Þátttaka framsögumanna getur að vísu litast af stórviðburðum dagsins en við megum búast við líflegum umræðum og spennandi því lítið er vitað um stefnu stjórnarinnar yfirleitt í einstökum málum. Eða hvað átti nýr forsætisráðherra við þegar hún sagði fyrir nokkrum dögum að hægt væri að fara lengra í ESB málum með VG heldur en Sjálfstæðisflokki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvaða máli skiptir hvaða stefnu þessi ríkisstjórn hafi í ESB ?  Það mál er ekkert á dagskrá núna og það veistu vel Bjarni.  Þetta er neyðarstjórn og ekkert annað.

Óskar Þorkelsson, 1.2.2009 kl. 12:58

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Segi það nú hvaða máli skiptir einhver stefna nú á þessari ögurstund. Það sem skiptir máli núna er að vera með Cool forsætisráðherra sem hefur umboð Harðar og hjarðar

Guðmundur Jónsson, 1.2.2009 kl. 18:22

3 identicon

ESB hvað og Davíð hvað?

Þetta er það sem landráðamennirnir vilja að umræðan snúist um. ESB þvingaði inn á okkur ábyrgð á Icesave, nú eiga þeir og Interpol að hjálpa til við að ná til eigna landráðamannanna hvar í veröldinni sem er  enda verður ekki hægt að borga annars. Af hverju ætli ekkert sé minnst á "auðmennina" í stjórnarsáttmálanum?

Glúmur (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:01

4 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Það er stóra spurningin Glúmur, af hverju er ekkert minnst á auðmennina? Hvað vildi Sigmundur Davíð EKKI ?

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 1.2.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband