Góður ásetningur og mikilvæg skref

Ný ríkisstjórn fer af stað með góðum ásetningi og þjóðin bindur öll miklar vonir við að nú fylgi orðum efndir. Á það var vantaði mikið í tíð þeirrar sem er að fara.

Eitt af því fáa sem sneri að heimilum landsins í tíð fyrri stjórnar var að milda hverskyns innheimtuaðgerðir og aðfarir að heimilum landsins. Í raun og veru voru engar tilraunir til efnda í þeim efnum og fógetar störfuðu alveg eftir sömu reglum þó sumir væru svo klaufskir að setja málin í uppnám með því að kjafta í blöðin.

Jóhanna lofar okkur lögum um greiðsluaðlögum og gjaldþrot strax í vikunni og það er vel. Það er auðvitað nöturlegt að vægð gagnvart skuldugu fólki sé helsta réttlætismálið. En það er svo þegar útrásarvíkingarnir hafa sviðið eigur af fólki og gengisþróun hækkað allar skuldir.

Þetta er mikilvægt skref og ég ætla að gefa því alla tiltrú að loforð Jóhönnu standi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert um að þeir borgi sjálfir sem settu landið á hausinn.

Enginn þorir í þá, en nú á að snúa sér að þeim sem varaði þetta sama fólk við þegar það sat í hinni stjórninni. 

Glúmur Gylfason (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 20:02

2 identicon

Bjarni; getur þú komist að því hvað Ingvi Hrafn er með í glasinu?

Glúmur (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 20:21

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Og sem betur fer varla orð um ESB aðildarþvæluna.  Hér finnst mér mikill sigur okkar ESB andstæðinga hafa unnist.  Sennilega er það kjaftaskinum Steingími að þakka.

Furðulegt hvað Samfylkingin var þar samvinnuþýð, sú sama stjórn og setti þetta sem pressu á Sjálfstæðisflokkinn.

Enda komið í ljós að þetta er bara Hatur - Davíðs stjórn.

Segðu mér annað Bjarni, nú kemur Davíð sennilega til með að leggja okkur Heimssýnarmönnum lið - er það ekki ????

Sigurður Sigurðsson, 1.2.2009 kl. 21:39

4 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Já Bjarni, ég vona svo innilega að það sé að marka Jóhönnu og hún standi við orð sín. Vonandi verða Framsóknarmenn samvinnuþýðir, það má ekkert klikka núna hjá nýju ríkisstjórninni.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 1.2.2009 kl. 22:06

5 Smámynd: Erla Einarsdóttir

Jóhönnu frekar en Geir!

'Lengi getur vont versnað' sagði einhver en ég held og vona að nú höfum við náð "stjórnmálalegum" botni svo leiðin getur varla legið nema uppávið.

Erla Einarsdóttir, 1.2.2009 kl. 22:22

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Framsókarmenn mega eiga það að þeir hafa oft verið þeir einu sem stóðu sig vel um svona hluti.

Ég man vel þegar Páll Pétursson var að reyna hreyfa málum og tók dæmi af konu á Akureyri sem fékk stöðumælasekt sem henni fannst röng, en hélt stöðugt áfram og hlóð upp innheimtukostnaði lögmanns og tilheyrandi þar til nýlegur bílinn hennar var af stöðumælasjóði Akureyrar tekinn fjárnámi og boðinn upp og seldur en kostnaður reiknaðist þá svo hár og söluverðið svo langt undir matsverði að enn taldist konan skulda og næst var gengið að íbúðinni hennar.

Þarna var farinn 500 þúsund króna bíll og gott betur á þávirði fyrir 50 króna skuld.

Þessa sögu sagði Páll Pétursson þáverandi félagsmálaráðherra til marks um ófremdarástand

- nema þá sté SJS í pontu og tók harkalega upp hanskann fyrir lögfræðinginn sem að hans mati þurfti auðvitað að innheimta féð og skuldarinn að borga kostnaðinn  með þessum hætti.

Finnur Ingólfsson steig hér líka mikilvæg skref í þessum málum með stofnun ráðgjafastofu heimilanna.

Helgi Jóhann Hauksson, 2.2.2009 kl. 03:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband