Auðvitað eiga þeir að borga

Auðvitað á að láta útrásarvíkingana borga, borga til baka allt sem hægt er að ná af þeim með lögum. Allt annað er svo yfirgengileg vitleysa að engu tali tekur.

Bendi í þessu sambandi á mjög góða samantekt Andrésar Magnússonar læknis sem var í Silfrinu í gær, sjá hér, http://eyjan.is/silfuregils/2009/02/01/sjo-obrigdul-rad-til-thess-ad-afstyra-kreppu-a-islandi/

Ég ætla að vona að þetta hafi verið einhver misskilningur sem leiðréttist ekki seinna en í dag að Framsókn og Samfylking séu á móti því að hreyfa við útrásarvíkingunum af þvi að það gæti kannski gengið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þessara góðu manna. VG er ekki saklaust ef þeir ætla að sitja þá vakt að brennuvargarnir kaupi rústirnar á brunaútsölu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Við þurfum að losna við helling af misskilnig.  Staðreyndin er sú að við fáum alltaf meiri og meir fréttir af sviksömum viðskiptum. Enginn hefur verið handtekinn og það veldur þeim misskilning að ríkisvaldið sé að hylma yfir með þessu ráni.

Offari, 2.2.2009 kl. 15:06

2 identicon

Sammála þér Bjarni það var virkilega gaman að hlusta á Andrés kom með skemmtilega vinkill á umræðuna..

Res (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 16:20

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það átti fyrir löngu að bjóða Bretum upp á að innheimta hjá ræningjunum sem hirtu peningana af öldruðum og snauðum.

Árni Gunnarsson, 2.2.2009 kl. 17:57

4 identicon

Auðvitað!!! Ekki á ég neina "pjéninga" hef aldrei átt... en langar "sollltið".að prófa hvernig það er!!

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 18:19

5 identicon

Sæll Bjarni,

Það er mikið talað um "útrás" og nú "útrásarvíkinga" og mikil og stór orð höfð þar um og oft talað af tilfinningum frekar en viti að mínu mati.  Það verður að hafa hugfast að það fjöldi fyrirtækja og einstaklinga sem hafa verið að gera _mjög góða hluti_ í útflutningi á íslenskri framleiðslu og hugviti.  Á að ræna þessi fyrirtæki því sem þau hafa verið að byggja upp undanfarna áratugi? 

Maður gæti haldið eftir að lesa fréttir og blogg frá Íslandi að það besta fyrir landið væri að losa sig við öll fyrirtæki og einstaklinga sem hafa verið að efla sölu á erlenda markaði undanfarin ár eða hafa haft sig á nokkurn hátt í frammi við að bera björg í bú.  Þetta er einkennileg hagfræði svo ekki sé meira sagt.  Hrun bankanna, eða a.m.k. alvarleg hætta á hruni, var fyrirsjáanlegt.  Þessir 3 aðalbankar voru margfalt stærri en íslenska hagkerfið gat ráðið við og seðlabankinn var langt frá því að hafa nægilegt bolmag til að koma til hjálpar ef eitthvað færi úrskeiðis.  Þegar lausafé bókstaflega fjaraði út um allan heim í september s.l. gat þetta ekki farið nema á einn veg - sem það gerði.

Af fréttum má ráða að ýmislegt hafi verið framkvæmt í kringum bankana sem var annað hvort beinlínis ólöglegt eða á mörkum þess að vera löglegt, en það _hlýtur_ að vera dómstóla að skera úr um það.  Það hefur verð talað um frystingu eigna og jafnvel eignaupptöku.  Á það að vera eftir einhverjum lögum eða á bara að ganga á einhverja röð manna sem dómstóll götunnar hefur ákveðið hver skuli vera og raða á þeim einhverjum "dómum" eða kvöðum án dóms og laga?  Er það ekki komið ansi hættulega nálægt því sem gerðist í Sovétríkjunum og Þriðja ríkinu á síðustu öld, svo dæmi séu tekin?  Eða helgar tilgangurinn meðalið?

Mér finnst menn verði aðeins að staldra við og hugsa.  Það litla sem ég hef heyrt frá Jóhönnu Sigurðardóttir þá held ég að hún hafi bæði næga réttlætiskennd og bein í nefinu til að takast á við þetta erfiða tímabil sem er framundan og láti ekki aðra hlaupa með sig í gönur.  Það þarf að takast á við þessi vandamál af einurð og festu og ganga hreint til verks en jafnframt hafa í huga að kapp er best með forsjá. 

Kveðja frá Port Angeles, Washington

Arnór Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 07:16

6 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það var eitt af skilyrðum við stuðninginn að ekki væri fryst nokkuð af eigum efnamanna.

Það lá klárt og kvitt fyrir nú í aðdraganda stjórnarmyndunarinnar.

Að vísu hnökraðist upp eftir baki VG en löngunin í stóla fyrir 10 ára afmælið varð kröfunni um frystingu eigna yfirsterkari.

Nýji formaður Framsóknar Kögunar-bur, fór þar fast fram, að skipan sinna húsbænda, Ólafs Ólafssonar, Geirs Magnússonar, Sigurðar Einarss, Finns Ingólfssonar og annarra Rei Rei og Ró Ró manna.

Öngvum dettur í hug, að  trúa nokkru því sem úr barka Framsóknarmanna kemur, sama hve ljúflingslega hljómar, því hvellur hljómur góðmálma bylur ætíð í bakgrunninum.

Nafni minn, ég veit að margir fyrrum flokksbræður þínir  eiga í miklum hremmingum með, hvað til bragðs skal taka nú þegar Samvinnumönnum er nánast úthýst og einungis eru fyrir á fleti, plat Samvinnumenn, sem hyggja á enn frekari gripdeildir á eigum venjulegra manna.

Nú er stjörf sú varðstaða sem staðin er um að ekkert verði tekið á sérkjörum féfletta.

Miðbæjaríhaldið

býður nafna sínum sæti með þeim er í Gimli búa og eru hólpnir af ofur-frjálshygju.  Það er víst, að íbúar Gimli eiga hlé gegn Surti og eldi hans og eimyrju á efsta degi.

Bjarni Kjartansson, 3.2.2009 kl. 09:27

7 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Það var nú akkúrat þetta sem ég hjó eftir hjá Sigmundi Davíð þegar var verið að mynda nýja stjórn um daginn. Bara þetta eitt að Sigmundur Davíð vildi ekki frysta eignirnar hjá stórlöxunum fyrr en sekt væri sönnuð á þá, sagði mér nóg varðandi nýja formanninn hjá Framsóknarflokknum. Sama spillingin enn í gangi og mun trúlega halda áfram hjá Framsókn. Alveg er það ótrúlegt hvað þessir menn eru blindir eins og Sigmundur Davíð. Ég verð svo reið þegar ég hugsa um þetta að ég ætla að hætta að tjá mig meira hér áður en ég missi mig og segi eitthvað enn verra. Það átti að láta bankana í gjaldþrotaskipti eins og öll önnur einkarekin fyrirtæki hér á þessu landi sem fara í gjaldþrot. Ef það hefði verið gert, þá skuldaði ekki hvert mannsbarn á Íslandi 7,2 milljónir króna. AF HVERJU er verið að hlífa bönkunum en ekki einstaklingum sem eru með fyrirtæki sín á barmi gjaldþrots ? Ótrúlegt og ólíðandi !

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 4.2.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband