Á að ræna fyrirtækin í landinu?

 Það verður að hafa hugfast að það fjöldi fyrirtækja og einstaklinga sem hafa verið að gera mjög góða hluti í útflutningi á íslenskri framleiðslu og hugviti.  Á að ræna þessi fyrirtæki því sem þau hafa verið að byggja upp undanfarna áratugi?

Ofanskráð er tilvitnun í mjög góða  athugasemd frá vesturfaranum Arnóri Baldvinssyni. Hvet alla til að lesa hana í heild og einnig komment nafna míns vesturbæjaríhalds. Sjálfur skil ég  alveg áhyggjur manna af því að farið yrði offari ef á annað borð er reynt að hafa hendur í hári þeirra sem falla undir óljósar skilgreiningar eins og þá að vera útrásarvíkingar. Við eigum mörg góð fyrirtæki sem við megum síst við að slátra okkar bestu mjólkurkúm.

Ég er þessvegna sammála Arnóri að ég treysti Jóhönnu Sigurðardóttur um margt vel til þess að ganga hér ekki of langt. Það traust nær samt ekki til Samfylkingarinnar í heild sem ég óttast að muni eftir fremsta megni halda hlífiskyldi yfir "sínum mönnum." 

Og það sem verra er - samstarfsmenn Jóhönnu í Framsóknarflokki og Samfylkingu bera ekki sama traust til hennar í þessum efnum og hafa sett sem skilyrði að ekki verði hugað að neinu sem heitir kyrrsetning eigna. 

Þessvegna eru allar líkur á að sjóðir á Jómfrúareyjum verði jafnt á næstu 100 dögum eins og þeim síðustu notaðir til að kaupa á brunaútsölu eignir sem eigendur sömu sjóða hafa nú sviðið ofan í rót. Kaup þessara aðila á fjölmiðlaveldi 365 og DV er fyrsta skrefið í þeirri vegferð og fyrir nauðsynlega áróðursstöðu það mikilvægasta. Hvað ætlum við að líða þetta lengi!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

góð spurning sem engin fjölmiðill hefur spurt er:

hvernig stendur á því að frá bankahruninu hafi bara einn aðila á Íslandi getað fengið lán frá íslenskum banka? og það til að kaupa eignir af sjálfum sér? 

gaman væri að heyra svör frá bankamálaráðherranum fráfarandi um það. 

Fannar frá Rifi, 3.2.2009 kl. 11:26

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Miðbæjaríhald Takk

Miðbæjar, nánast í Kvosinni íhald.Skil ekki ,,réttlæti" þeirra sem véla um Verðbætur og eru stjórnendur þess reiknisstuðuls með BEINUM hætti.

Bendi á tvennt í því sambandi.

1.  Bankar taka lán í erl gjalmiðli og lána út ískr.  hvetja sína viðskipta,,vini" að taka lán bundið við myntkörfu.  Ráðast á gegni krónu okkar og taka því óheyrilegar upphæðir í Kr í milligjöf.

2. Sem hliðarbúgrein, hafa þeir gert mönnum að taka lengri lán í mynt, sem hvurgi er skráð, heldur var búin til af Ólafi Jó og félögum hér áður og fyrrmeir.

Sú króna heitir Verðtryggð Króna íslensk.

Öngvir fá útborgað í henni lengur.

Öngvir fá að eiga hana nema bankar og sjóðir (verðtryggð innlán eru ögn annarrar náttúru).

Gerð er atlaga að Krónu, og verðtryggingarstuðull flýgur upp með það sama.

Einnig geta bankarnir --og gerðu--haft áhrif á neyslu og ýtt undir innflutning, með ofurlánum og uppblásinni veðskrá fasteigna, það hefur síðan BEIN áhrif til hækkunar verðtryggingarstuðuls.

Því er mín niðurstaða sú, ða ekki geti talist lögmætt, að leyfa bönkum og öðrum gerendum á þessum ,,markaði" að beita sínu ,,réttlæti" þvíef þetta er ,,réttlæti" þeirra hvernig í ósköpunum er þa´óréttlæti þeirra?

Með MIÐ bæjarkvejum

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 3.2.2009 kl. 11:38

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Innilega afsökun kæri nafni - auðvitað miðbæjar! Eins og alltaf erum við hættulega mikið sammála um allt.

Bjarni Harðarson, 3.2.2009 kl. 21:50

4 identicon

Eitt af því fjölmarga sem ég skil alls ekki:

AF HVERJU FINNST MÖNNUM AÐ EKKI MEGI HUGA AÐ FRYSTINGU EIGNA? Er ekki búið að "frysta" mig og mitt mánaðarkaup til lengri tíma í alls kyns viðbrögðum við Hrunadansinum á verðbréfaballinu? Er ég ekki að borga  háa vexti, hærra verð fyrir mat og horfa til "bjartar framtíðar" barna og barnabarna?

Eða er bara eitthvað annað að mér?

Stóra-bóla í huganum? ... nú eða alger MÁÐU-harðindi í heila? Ja, eitthvað er það!

Hvað er svona hræðilegt við að segja:"jæja bíðum nú við; hér stendur þjóðin alveg logandi. Geymum nú allt dótið fyrir ykkur á meðan við finnum út hvað er eiginlega á seyði. Lofum að skemma hvorki pell, purpura né pluss... ; bara geyma "dottla stund", samt miklu styttri tíma en það tekur okkur að borga hinn margafræga "brúa". Já og svo eru hér mánaðarlaun (brúttó) til að lifa af kr. 300 þús".

Á brúsapallinunum bíður ein mær

ég býst við það sé J. S. kær

og segir "ertu öldungis ær,

Ætlarðu með þetta burt?

Það fer ei vel að forða sér nú

mér finnst að núna eigir þú

að bíða á meðan burstum við með kurt :

það ryk sem hylur ráðstafnanir þínar

og ráða líka' í "eignir" margar fínar

 ....

Þetta fær nýja stjórnin hér með til raulunar ókeypis-frítt, en botninn þarf hún að yrkja sjálf. Hef ekkert vald til þess.

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 04:26

5 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sæll Bjarni. Mig langar að benda þér á góða grein sem Karl Eggertsson skólabróðir minn frá Patró, skrifaði í Morgunblaðið núna síðasta sunnudag.  Legg til að þú og fleiri hér lesi greinina hans, þar talar hann Karl um bankahrunið og það sem hefði verið hægt að gera t.d. en VAR EKKI GERT varðandi bankana. 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 4.2.2009 kl. 08:44

6 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Greinin hans Karls Eggertssonar heitir  AÐRAR LEIÐIR ERU FÆRAR, í þessari grein er Karl að svara Yngva Erni Kristinssyni.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 4.2.2009 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband