Ólöf Nordal og fyrirbođar stórtíđinda

gullkalfur.jpgInni í Fróđárdölum á afrétti Biskupstungnamanna eru hníflóttir hestar. Horn ţessi sem ekki eru nema ţumlungslöng og ţunn ganga upp úr höfđi hestanna rétt norđan viđ eyrun ţegar vindur er ađ austan og skeflir í af jöklinum. Fáir núlifandi hafa ţó séđ furđudýr ţessi og jafnvel fćrri heyrt ţeirra getiđ enda af ţeim engar sögur. Ekki ţá ađrar en ţćr sem sagđar voru af körlum og kerlingum ţegar Ţorvaldur Thoroddsen reisti Kjalveg áriđ 1888 og nú eru gleymdar. Sögur sem eitt sinn lifđu en reyndust í blóra viđ ţćr hégiljur nútímans ađ til séu skil milli sagna og raunveruleika. Hégiljur gerđar af ţeim sem líkt og postulinn Tómas geta engu trúađ nema snerta berum fingurgómum. Slíkt fólk gerir veröldina kámuga međ puttum sínum.

Í fyrra bar kýr tvíhöfđa kálfi, ćr sexfćttu lambi fyrir vestan en morauđur einlembingur á Tjörnesi var kýklópur. Horfđi sá sínu eina auga út í veröldina sigri hrósandi og slökknađi. Einhyrndur hrútkettlingur fannst í fjárhúsi fyrir norđan og hvarf skömmu síđar. Í sjó fundust síldfiskar međ fleiđrum og öfuguggar í heiđarvötnum.

Náttúran hafđi talađ en enginn var til ađ hlusta. Og hefđi einhver heyrt er líklegast ađ landvćttirnir vćru sagđir öfundsjúkir yfir mekt nútímans. Ţađ er af ađ innst í bađstofum liggi karlćg og margvís kerling undir skóbótarstagi og lesi í ţegar heyrist af lambi međ hrafnsgogg eđa sjái fyrir mannfelli af gangi tungla. Okkur er horfin sú spektin ađ skilja táknmál náttúrunnar.

Dýrin sem hér birtast eru raunveruleiki á sama hátt og viđ sjálf. Ţau eru afsteypur af teiknum ársins og eiga sér systur fylltar tróđi í skápahillum í náttúrugripasöfnum austanfjalls. Önnur finnast í sögum sem eru jafn áţreifanlegar og allar ţćr vísitölur sem nú í engum hilluskáp finnast.

Fljúgandi ég sauđinn sá,
saltarann hjá tröllum,
hesta sigla hafinu‘ á
hoppa skip á fjöllum.

                         (Bjarni skáldi, d. 1625)

(Ofanskráđ skrifađi ég í prógram listasýningar Ólafar Nordal, Ţrjú lömb og kálfur, sem opnuđ var formlega í Start Art listamannahúsinu á Laugavegi 12B í dag og verđur ţar fram í mars. Á sama stađ sýna einnig Kristín Pálmadóttir og Sigríđur Melrós Ólafsdóttir og vel ţess virđi ađ verja ţar međ listagyđjunni nokkurri stund.)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Ásdís Sigurđardóttir, 5.2.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Sigurđur Ingi Jónsson

Gott er ađ hafa gler í skó
ţá gengiđ er á kletta
gott er ađ ausa eldinn snjó
eykst hans log viđ ţetta

Sigurđur Ingi Jónsson, 5.2.2009 kl. 23:36

3 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Sćll Bjarni.

Náttúran talar, sannarlega.

Sjálf er ég ein afkomenda Ögmundar í Auraseli, sem veitti ánum í gamla daga međ ýmsum ađferđum sem ekki ţćttu gjaldgengar í dag.

kv.Guđrún María.

Guđrún María Óskarsdóttir., 6.2.2009 kl. 01:44

4 Smámynd: Hlynur Hallsson

Flott verk Ólafar Nordal.

Bestu kveđjur,

Hlynur Hallsson, 6.2.2009 kl. 09:00

5 identicon

Móđir náttúra hefnir sín. Ţjóđin sem reisti Kárahnjúkavirkjun á ekkert betra skiliđ en kviksyndiđ sem viđ buslum í ţessa dagana. Verst ađ hún er rétt ađ byrja.

Guđ blessi minningu Kaupfélags Hérađsbúa

helgi Indriđason (IP-tala skráđ) 7.2.2009 kl. 01:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband