Ólafur Ragnar á að segja af sér

Ég hef ekki verið mikið fyrir að skrifa um það hverjir eigi að segja af sér enda tel ég að slíkt eigi menn fyrst og fremst að finna sjálfir. Hvenær þeirra vitjunartími er kominn og hvenær þeim er þannig sjálfum fyrir bestu að axla sín skinn.

Þegar bankarnir hrundu í haust hefði verið eðlilegast að:

Geir Haarde segði af sér því hann veðjaði á það að þetta myndi reddast sem það ekki gerði.

Davíð Oddsson sem oddamaður Seðlabanka sem ber mikla ábyrgð á ástandinu með hágengisstefnunni. Varnaðarorð í sumar skipta þar mjög litlu.

Ólafur Ragnar Grímsson sem gekk alltof langt í að lofa útrásarvíkingana og ala upp í þeim og þjóðinni fáránlega hátt stemmda dýrkun á auðvaldi sem við hrunið sást að átti minna en engar innistæður fyrir því lofi.

Ég tel líklegast að allir þessir menn hefðu komið sterkari út við afsögn en þeir gera nokkru sinni úr því sem komið er. Geir er reyndar farinn en ekki að eigin frumkvæði og Davíð er væntanlega á förum með vorinu þó að honum takist ef til vill sitja út líftíma 100 daga stjórnarinnar. 

Eftir er Ólafur Ragnar sem hefur nú kórónað vonda stöðu með afar óheppilegum blaðaviðtölum. Hann er enn í þeirri stöðu að geta orðið maður að meiri með afsögn og óskandi að hann átti sig á þvi. Ólafi hefur farnast margt vel í forsetaembætti og verið afar góður talsmaður þjóðlegra gilda í því starfi. Gagnrýnin á hann er oft á tíðum óvægin og ósanngjörn. Eina leiðin fyrir hann til að dómar verði sanngjarnir er að standa upp og um leið setur hann þrýsting á Davíð að gera slíkt hið sama. 

Svo held ég að þessu til viðbótar tel ég að allir þeir þingmenn sem gengdu ráðherraembættum í síðustu tveimur ríkisstjórnum - að þeir verði allir að axla ábyrgð með því að gefa frá sér frekara framboð og þar með væri kominn vísir að því að íslenskir stjórnmálamenn og hegðan í íslensku stjórnmálalífi sé í takt við það sem tíðkast í siðuðum löndum.

En ekkert af þessu verður...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Já þetta er rétt hjá þér. Hann hefur setið lengi og frekar í minni þökk heldur en hitt. En nú er kominn tími á hann eins og svo marga þá sem farið hafa í fremstu röð undanfarin ár.

Soffía Valdimarsdóttir, 12.2.2009 kl. 14:10

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bjarni minn: Láttu þig dreyma.

Hér hanga allir sem einn eins og hundar á roði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.2.2009 kl. 14:50

3 Smámynd: Sólrún Guðjónsdóttir

Bjarni minn við eigum mjög góðan forseta, vilt þú frekar fá Davíð ?

Sólrún Guðjónsdóttir, 12.2.2009 kl. 15:05

4 Smámynd: Njörður Helgason

Það er kanski rétt að fara eftir þessum hugmyndum þínum Bjarni. Nú er þörf að stinga út skánin er búin að kaffæra jötuböndin og það eina sem hægt er að gera er að moka skáninni út til að geta gefið á garðana í ætri stöðu fyrir þá sem vilja lifa.

Orð þessa tríós hjálpa ekki við að gera gjöfina léttari.

Njörður Helgason, 12.2.2009 kl. 15:09

5 identicon

Sammála með að forsetinn er löngu búinn að eyðileggja þetta embætti með einfeldni hans eða heimsku, hefnigyrni og fáránlegum snobbi og bruðli.

Peningarnir sem fara í sukkið væru betur komnir í að fæða td. einstæðar mæður og börnin þeirra og þeim sem hafa farið verst út úr hringdansinum í kringum mammon þar sem Ólafur Ragnar var dansstjóri. 

"You ein´t seen nothing yet !"

Kosningarnar í vor hljóta að snúast fyrst og fremst um hvort að spillingin eigi að viðgangast lengur eður ei ?

Nú þurfa Samfylkingin, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn að fara í alsherjar aflúsun ef ekki á að fara illa.

joð (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 15:40

6 identicon

Nú er ég á sama máli.  Burt með Ólaf og kostnaðinn sem honum fylgir.  Davíð ætti nú hreinlega að bera út úr bankanum. 

Þeir hafa valdið þjóðinni nægilegum hörmungum beint og óbeint og það svartasta ekki komið í ljós.

Dapurlegast í dag er að heyra um Geir og ábyrgðina og að lesa greinina hans Sigurðar Kára þar sem hann þrasar við læriföður sinn Sigurð Líndal í Fréttablaðinu.

Það er eitthvað mikið meira að hjá þessum ráðamönnum en "afneitun og ábyrgðarleysi".  Gæti verið að "geðræn vandamál" séu í gangi í "bland" við eitthvað annað.  Það er ekkert skrítið þó þessi hugsun skjótist upp í huga fólks, alvara málsins er slík.

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:06

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Þeir eru nokk fleiri, en þeir sem þú telur upp sem ættu að segja af sér áður en Ólafur. Sé í raun ekki ástæðu fyrir því að Ólafur segi af sér.

hilmar jónsson, 12.2.2009 kl. 17:52

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sammála Bjarni!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.2.2009 kl. 18:40

9 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ólafur hefur ekki verið vís að eins broti og bakmakki eins og þú.

S. Lúther Gestsson, 12.2.2009 kl. 18:46

10 identicon

"... axlar hann sín gullin skinn hann Fúsintes,

svo gengur hann í höllina inn fyrir kónginn Kes.

"Sitjið þér heilir kóngurinn Kes""

Nú held ég að ég nenni ekki að tala um að menn axli aunhvurrjar ábyrgðir "út og suður og upp og vestur og allir svona eitthvað að fara og gera..." eins og ein af mínum stórskemmtilegu móðursystrum segir stundum.

Bara Axla Sín Skinn - bjóða Þjóðinni að sitja heilli við sínar ákvarðanir, þegar þar að kemur. - Svona upp með skinnin, drengir mínir og dömur... og ÚT með ykkur. Punktur.is

Helga Ág. ("háttvirtur kjósandi")

Ég er orðin ótæpilega þreytt á þessum vonda vatnsgrauti, sem æðstu menn eru sífellt að reyna að telja mér trú um (á hinn mélkisulegasta hátt; já ég sagði  MÉLKISULEGASTA HÁTT) að sé alennilegar ábrystir. - Ég skal, ég skal, ég skal á þing... að láta hlæja mig út fyrir sannleikshjal og barnslegt traust á því góða... ef mig þrýtur ekki örendið í þessum ógeðfellda og al-heimskandi sullubullidrullupollaskap, sem ég hef verið að fylgjast með. Þið sem vitið upp á ykkur skömm: FARIÐ. Þið sem fáið ábendingar um slíkt frá þjóðinni FARIÐ; jafnvel þótt þið botnið ekki neitt í neinu.

Og hananú!

Helega Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 19:24

11 identicon

...Sammála um þá kjörnu fulltrúa tvo. Geir er farinn en Ólafur heldur áfram að skandalisera og gera þjóð þessa að enn meira atlægi. Hélt í raun að það reyndist ómögulegt. En þessi fígúruháttur á Bessastöðum á sér greinilega engin mörk.

Varðandi embættismanninn þá tel ég hann ekki hafa unnið til afsagnar enda eru hinir kjörnu fulltrúar okkar þeir sem taka eiga ákvarðanir um störf embættismanna. Við kusum ekki embættismenn í Seðlabanka ,Fjármálaeftirliti né á Ríkisspítölum!...En við kusum þeirra yfirboðara og þeir eiga að standa okkur skuldaskil

JÓN INGI GÍSLASON (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 19:37

12 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég tel, sem stendur, að við höfum ekkert efni á því að vera með þetta flotta embætti sem Forsteti Íslands er. Þar sem það hefur ekki lagalega skildu, er meira eins og konungsdæmin í þjóðunum hér í kringum okkur (Bretlandi og Danmörk) til að vera þjóð til sóma og landkynningar, svona einhverskonar "puntidúkka" til að sýna hversu vel við stöndum.

Ólafur Ragnar, líkt og Davíð Oddson, hættir ekki að vera pólitíkus þó svo að hann fari í ópólitískt embætti. 

Mér finnst þetta pjátur of dýrt fyrir þjóðina í dag og því ætti að leggja það niður og nýta peningana sem í það fara, til að elfa atvinnulífið í landinu og styrkja heimilin.

Við eigum að skera niður allt sem ekki er lífsnauðsinlegt að halda uppi og tel ég þetta embætti ætti að fara sem fyrst til að hægt sé að nýta peningana sem í það fara.

Það er ábyggilega til fleiri svona "pjatt" embætti hér á Íslandi sem hægt er að leggja niður.

Það er algerlega óháð því að Ólafur hafi gert eða sagt eitthvað sem valdi þessari skoðun. 

Og Bjarni minn, það eru margt fleiri sem ættu að segja af sér og það þarf að setja strangari reglur um siðferðisleg brot þingmanna og ráðamanna, sem skyldar þá að segja af sér ef þeir t.d. notfæra sér fé þjóðarinnar til að versla í Byko og skrifa það á Þjóðleikhúsið, ráða lögmenn í tráss við það sem almennt er talið vera eðlilegt, notfæri sér embætti sín til að fljúga fram og til baka á ólympíuleikana á kostnað ríkisins og margt fleira mætti telja upp.  

Á einhverju norðurlandanna (Noregi eða Svíþjóð, man það ekki alveg) var ráðherra látin segja af sér fyrir að nota vísakort sem embætti hennar átti, til að kaupa bleyjupakka eða tobleron. Ég vil að við komum því á hér á Íslandi að það þurfi ekki meiri siðferðisbrest en þetta. Hér geta þingmenn og ráðherrar notfært sér fríðindin sem fylgja embættum þeirra til að skemmta sér og fljúga ótæpilega fram og til baka í "mikilvægum erindagjörðum í nafni embættisins".

Og hana nú

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 12.2.2009 kl. 19:52

13 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það væri litið varið i Biblíuna ef engin væri i henni bardaginn/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.2.2009 kl. 21:49

14 identicon

Ef einhverjir þingmenn sem stjórnað hafa landinu að undanförnu yrðu svo óskammfeilnir að bjóða sig fram aftur, héti það á ensku að "moona" kjósendur.

GlG (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 22:25

15 Smámynd: Heimir Tómasson

Bjarni, bendi þér á http://kht.blog.is. Hjalti er með nokkuð skondna grein þar um þetta allt. Þú kannski tekur þetta upp við hann þegar þú hittir hann næst.

Heimir Tómasson, 12.2.2009 kl. 22:32

16 identicon

Já nú er illt í efni í mínum heilabúskap,

enskukunnáttan farin bara að ryðja hreppana út um þorpagrundir, ég ólæs á íslenska textann í sjónvarpinu og einnegin á líkastjáningu, tónblæ og fas allt.

SKo nú er kominn tími til að biðja Guð að hjálpa sér.

Og nú ágæti Bjarni gerir ég skrítinn - og þó ekki - hlut. Eyddu þessu endilega strax ef þér sýnist svo. Þetta er jú þinn dálkur - eða er að ekki?!

En hér er bréf til Geirs Haarde, sem ég veit auðvitað að hefur  menn á snærum, velvildarmenn, sjálfan sig, ellegar aðra, til að athuga ýmis skrif; líka þennan dálk - líka.

Ég horfði á þig Geir, hlustaði (og las íslenska textann - og skoðaði þig) í Hardtalk. Þú sagðir á NÁNAST skilmerkilegan hátt að í;slendingar hefðu ekki þurft að sjá á bak fé sínu, svo miklu næmi: Mikið tap almennings var

1) ekki til umræðu af þinni hálfu, svo frekast sem kostur var, né sársauki þjóðarinnar

2) reynt var að draga laslega,  fjöður yfir það litla sem læddist upp á yfirborðið af tap-hjali hvað okkur Íslendinga varðar - NEI, ég misskildi ekki nokkurn skapaðan hlut. Það gerir meðal gripsvitið, sjáðu til.

Hver er þín tilfinningalega afstaða til manna á besta aldri, sem hafa misst atvinnu sína og allan sparnað í ofurtrausti á peningastofnanir, þar sem láðist að kveikja á viðvörunarljósunum við dyrnar?

Hvað með manninn á áttræðisaldri, (til í myndasafni SJónvarpsins; viðtal tekið í Kringlunni), sem tapað ævisparnaðinum, 7 milljónum, því hann treysti því að allt væri í stakasta lagi og fjárfesti fullur trausts á ráðleggingunum sem hann fékk.

Kæri Geir - þetta eru ÖRFÁ dæmi af þúsundum ... og þjóðin VEIT að þú veist þetta.  Hvers vegna í veröldinni geturðu ekki stunið upp orðunum að þetta sé hryggilegt, afar hryggilegt - jafnvel þótt afsökunarbeiðnir leiki þér ekki á tungu? (sem undrar mig svolítið þegar um kultiveraðan mann, greinilega með sjentilmennsku í blóðinu, er að ræða).

Hér er einföld og auðframkvæmanleg æfing, sem gæti þokað nokkru álieðis; hreint ekki erfið né tímafrek:

1. maður læsir að sér inni á snyrtingu, en spegill þaf að vera til staðar

2. horfir í spegilinn og segir hægt, með alvöruþunga og hryggð í augum: "þetta er auðvitað hræðileg holskefla, sem þetta saklausa fól, íslenskur almúgi hefur orðið fyrir". - Þögn. - Leyfir fullyrðingunni að síast aðeins áleiðis inn að tilfinningunum.

3. "Væri það í mínu valdi, myndi ég afhenda öllu þessu fólki, sparnaðinn sinn og endurgreiðslu ýmissa "BRÉFA" MEÐ EIGIN HENDI; á því verði sem keypt var".

4. "En staðan er ekki sú að ég hafi aðstöðu til að framkvæma þetta - og það hryggir mig ósegjanlega. Ég veit að afsökunarbeiðnir vega létt. En þetta hryggir mig, - manninn Geir Haarde."

Bara nokkurra daga æfing á hverjum morgni og þá kemur þetta miklu hraðar en þú gætir trúað. - En varðaðu þig samt á einu: þú munt "stækka um a.m.k. 2 númer" við þessa aðgerð - en OK það er útsala í Heragarðinum núna.

Helga  Ágústsdóttir, "hæstvirtur kjósandi"; ætluð þolanleg ályktunarhæfni 4rða hvert ár.

kt.050547-3969

P.S. Já, já , já ég veit að þetta er ekki "RÉTTI" vettvangurinn til slíkra skrifa... en hvar kemst ég að þér, svo fólki sé ljóst að verið sé að spyrja þig þessarra spurninga? Fólk þarf að vita það; það er tilfinningaleg nauðsyn.  - Ekki bara í formi áreitinni æsingaspurninga, ofur-sensjónsþyrstra fréttamanna, sem eru að slá sig (sumir hverjir) til riddara - að mínu mati. EKKI allir.

En veistu, í alvöru ég nennti ekki að fara leiðir á bak við tjöldin til að kreista fram "réttu leiðina" með handafli og klíkuskap, enda er þetta mál allt löngu komið út fyrir allan eðlilegan, viðurkenndan farveg að mati hins íslenska almúgamanns (já, konur eru líka menn - kvenmenn)- OG  miklu fleira fólks.

En þar eð þú ert vissulega líka mannveran Geir H Haarde, óska ég  þér af einlægni velgengni í viðureign við veikindi þín. Megirðu ná heilsu, kröftum og lífsgleði - á ný.

H.Ág.

Kæri Geir,

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:39

17 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þeir mega allir taka pokann sinn fyrir mér. Dabbi, Geir og grís.

þeir geta farið í keppni um hver þeirra hafi náð að skíta lengst upp á bak.

spennandi keppni. ekki veit ég hver sigrar, en mjótt verður á munum.

Brjánn Guðjónsson, 13.2.2009 kl. 00:51

18 identicon

Íslenkst þjóðfélag er bara sama "sögusviðið" og hjá "The Animal farm" og í slíkum samfélögum ÞARF ávalt að vera tilstaðar YFIRGRÍS yfir HJÖRÐINNI - í okkar tilfelli sitjum við því miður uppi með "ÓLA GRÍS"......!  Ég vona að "íslensku SAUÐIRNIR" fari í það að "bera hann & Davíð" út úr sínum ráðuneytum við fyrsta tækifæri.  Þessir tveir aflóga stjórnmálamenn (skítlegt eðli) hafa nú þegar valdið ÞJÓÐINNI nógu miklu tjóni - ekki meir - takk..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 11:28

19 identicon

Jæajhhh! þiðp ágætu lífsferlisfélagar mínir,

sem eruð rétt eins og ég að nota síðuna hans Bjarna Harðar til að tjá ykkur;, mig langar að bera undir ykkur tillögu, hvorki til samþykktar né synjunar, aðeins til umhugsunar:

Væri nú ekki vænt til þess að vita að að við, sem nýtum okkur þennan vettvagn út í hörgul, gættum þess að nota ekki orð þar sem hægðir, saur, þvaglát, uppköst, og "skyldir þættir" koma fyrir?

Sko, (af því vitið er nú ekki meira en Guð gaf), þá held ég einhvern veginn að meira mark sé tekið á mönnum  , sem ekki þurfa að nota áhersluorð af þessum toga. En vel má samt vera má mér skjöplist þar, sem nokkrum sinnum fyrr/raunar oft, í lífi mínu.

Þannig fram farið,

fleira ekki gjört

fundi slitið kl 16.08

Helga Ág....

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband