Átök um vitleysur og verkefnin bíða

Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt að kreppan verði að líkindum dýpri en ráð var fyrir gert.

Hvað gerir nýja ríkisstjórnin við því?

Jú - það er paufast við að koma i gegn frumvarpi um Seðlabanka sem mun engu breyta um gang mála enda peningamálastjórnunin sem stendur í höndum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Svo er unnið að breytingum á kosningalögum.

Tekist á um stjórnlagaþing og hvort að það megi eyða fé í að setja þar 63 á rökstóla.

Jú og nýi viðskiptaráðherrann er kominn í stæla við Steingrím fjármálaráðherra um hvaða gjaldmiðil megi nota á Íslandi. Hver kaus aftur þennan viðskiptaráðherra?

Svo eru að koma kosningar þannig að bráðum má enginn vera að því að hugsa um annað en atkvæði. Gaman að þessu - eins og krakkarnir segja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er þetta ekki bara sama vitleysan enn og aftur???

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Já það er gott að þú skulir geta skemmt þér yfir þessu Bjarni.

Í fyrsta lagi er ráðning óflokksbundins viðskiptaráðherra, krafa fólksins í landinu um faglegann ráðherra, í stað stjórnmálamanns sem bíður í goggunarröðinni.

Það að breyta um forystu í Seðlabankanum, er átak í því að efla það glataða traust alþjóðarsamfélagsins, sem Davíð er búinn að rústa.

Persónulega, þá er mér ekki skemmt..

hilmar jónsson, 13.2.2009 kl. 16:47

3 identicon

Hér var ég búin að skrifa þetta líka fína og skemmtilega bréf, með hvatningu til okkar um að ræða nú málin án gífuryrða og umhugsunar. ÁN gífuryrða og umhugsunar.

Hér er nebbbnilega fylgst með málvinum Bjarna; engin ástæða til að gleyma því OF oft, ... en stundum bara fínt og gaman!

 (nei, ég er hvorki haldin paranoiu, þráhyggjuröskun né skyldum sjúkdómum; segi nú bara sisona af því í eðli mínu er ég grallaraspói og jafnlyndismaður).

Nú, nú nema hvað... aftur til bréfins sem ég ritaði af snilld minni...

 og vill þá ekki nema svo til, sem Guð hjálpi mér og allir þeir á himnum.... bréfið eyddist! Ekki af því að ÉG sló á rangan takka(ég er sko einginn bjaddni).

Sei, sei nei, mikil ósköp. Það var einhver í Bandaríkjunum sem gerði það. - En mitt upphaflega bréf/innlegg var AFAR gott.

En eins og konan sagði sem hringdi eitt sinn fordrukkin með ókvæðisorðum í sakleyingjann sagði:

 "... og ég stend við hvert einasta orð". Hér er vísað til upphafsorða bréfs þessa.

 Fleira var það nú ekki að sinni,

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:27

4 Smámynd: Hjalti Tómasson

Allt eru þetta mál sem eru liður í að koma hér á fót stjórnkerfi sem virkar og við ættum kannski að bíða með skammirnar þar til við sjáum til lands. Viðskiptaráðherran situr í krafti þekkingar sinnar á sínum málaflokki, ólíkt fjármálaráðherra. Látum hann njóta vafans.

Sameinumst í vinnunni við að koma hlutunum á réttan kjöl, við getum rifist seinna yfir góðum kaffibolla

Hjalti Tómasson, 13.2.2009 kl. 17:39

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er endalaust talað um að gera þetta og gera hitt, betra lýðræði, skilvirkari þjónustu í öllum mögulegum geirum og að fá gáfða og vel gefið fólk í hitt og þetta, stjórnkerfi sem virkar og alles, en hvað gerist? ekkert, þetta er alltaf sama gamla lumman, sættum okkur við lífið og hlutina eins og þeir eru. Ef ráðamenn eiga að gera hlutina betri, verða þeir fyrst að vera tilbúnir að gera líf sitt verra, þá fer þetta að virka, hugsanlega.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 17:45

6 identicon

Heyrðu Hjalti,

ég á eiginlega enga peninga núna;fremrur en síðustu tíu, fimmtán ár eða svo; ren ég skal skrapa saman fyri kaffipakka af vænstu "sort" - þú kemur svo með rjóma og suðusúkkulaði! Reynum að bjóða öllum hinum, sem hér tjá sig - en á sömu veitinga-forsendum.

Helga Ág

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 17:46

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Bjarni Harðar er sekur um það að hlusta ekki á rödd þeirra sem staðið hafa að mótmælum á austurvelli og víðar síðan í október..

Burt með Davíð og gerum seðlabankann starfhæfan aftur og vonumst til þess í leiðinni að aðrar þjóðir taki mark á þeirri froðu sem úr því húsi kemur í framtíðinni !! 

síðan skal kosið innan nokkura vikna og þá er mikilvægt að nýjar kosningareglur og lög séu til staðar.. 

Peningamálunum stjórnum við ekki, það gerir AGF.. með kærri kveðju eftir framsóknaráratugina ásamt sjöllum.. 

Við erum ekki sjálfstæð lengur Bjarni.. því fyrr sem menn eins og þú átta sig á því.. þess betra. 

Óskar Þorkelsson, 13.2.2009 kl. 18:26

8 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Ertu ekki feginn að vera sloppinn úr þessum helvítis dýragarði ?

Soffía Valdimarsdóttir, 13.2.2009 kl. 19:15

9 Smámynd: Halla Rut

Here we go again. Það er nú bara málið.

Sleppa bara þessu þingi og kjósa okkur einn forstjóra til tveggja ára.

Halla Rut , 13.2.2009 kl. 19:35

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Einmitt, hvernig væri að kjósa okkur bara forstjóra ??

Ásdís Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 19:37

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Bjarni! Þetta fer að verða spurning um að taka strætó aftur í bæinn með pottinn og sleifina....

Vanhæfur AGS - lánið burt!

Hrönn Sigurðardóttir, 13.2.2009 kl. 20:34

12 Smámynd: Halla Rut

Reka bara þetta eins og fyrirtæki svo þessir barnarassar getir hætt að kýtast á okkar kostnaði niðri á þingi.

Einn forstjóri sem ræður til sín deildarstjóra sem svo ræður til sín fólk. Stjórnarfundir einu sinni í viku og málið er dautt.

Spáið í sparnaði. Lauslega reiknað þá kostar þessi vitleysa þarna niður í bæ um 250.000 á tíman. Gott væri að vera laus við það og kannski færi einhver að gera eitthvað að viti.

Halla Rut , 13.2.2009 kl. 20:37

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kaldhæðnin ræður hér, ríkjum,,,nema að ég sé að misskilja, og að þetta sé fúlasta alvara.

 "Einn forstjóri sem ræður til sín deildarstjóra sem svo ræður til sín fólk. Stjórnarfundir einu sinni í viku og málið er dautt."

Þá, gætum við alveg eins, lagt niður lýðræðið, og ráðið okkur eitt stikki konung til lífstíðar, og þá þarf aldrei að eyða í þetta pauf að rífast um landsmálin, eða pæla yfirleitt í vilja fólksins :(

Einar Björn Bjarnason, 14.2.2009 kl. 00:04

14 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Helga Ág. ??????  

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 14.2.2009 kl. 00:06

15 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Nei, það er sko ekki sérlega gaman að þessu...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 14.2.2009 kl. 02:38

16 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Bjarni Harðarson.: Er ekki hægt að stofna stjórnmálaflokk sem hefur almenna skynsemi að leiðarljósi? Fjandinn hafi það ef ég myndi barasta ekki kjósa þig á þing ef þú héldir þessim dampi, óháður flokkselítu og steingeldum sjónarmiðum kerfiskallanna frá síðustu öld? .....Vanti þig fleiri á listann skal ég glaður taka sæti þar, en neðarlega samt. Er svo djöfull upptekinn af verkefnum fyrir "sunnan".

Halldór Egill Guðnason, 14.2.2009 kl. 02:43

17 identicon

... Jahá nú er komið að því.

Guðbjörg Elín, ég er græneygð (í raun og veru), Kann ekki að setja myndir af mér inn á net. Stuttkliptt, með "stdríbur" -andlitið samsvarar mér ágætlega   svo er ég  fremur skjémmtileg en hitt.

Geri þó hitt - stöku sinnum. ..  ef ég er beðin fallega (eins og Auður Haralds rithöfundur forðum daga) - en helst ekki í kirkjugörðum.

Hihi, hehe,

Helga Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 04:57

18 Smámynd: Júlíus Valsson

ÉG átta mig ekki á því, hvers vegna menn virðast hætir að mótmæla. Hefur eitthvað breyst?

Júlíus Valsson, 14.2.2009 kl. 12:10

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er mótmælafundur á Asturvelli í dag kl 15.00.. ekkert hefur breyst ennþá Júlíus.

Óskar Þorkelsson, 14.2.2009 kl. 12:27

20 identicon

Já Halla.  Kjósa forstjóra.  Nú er nóg af þeim á lausu.  Bjarni Ármanns, Sigurjón digri, Snorri Welding og bráðum losnar um ljós lífs þíns, regnbogabarnið Davíð Oddsson.

marco (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 22:54

21 identicon

Fín færsla - íhaldið hendir vandræðamálum og fýlubombum að 80 daga stjórninni - sem hefur ekki undan að leysa áríðandi en ómikilvæg erindi.

Þá meina ég ekki að það sé ekki mikilvægt að losa DO út - heldur það að standa í miklum bréfaskriftum og fjölmiðlasamskiptum um þetta mál þegar það var ljóst frá fyrsta degi að lagabreyting væri nauðsynleg.

Svo eru ráðgjafar Jóhönnu greinilega kapítuli út af fyrir sig- eða þá hún sjálf.

Ef svona heldur áfram muna þeir aldrei sjá til sólar. Íhaldið nær fyrri styrk og velur sér þann samstarfslokk sem selur sálu sína á lægsta verðinu.

Bjarni Ben sem er DO-armur sjallanna, fulltrúi gamla tímans og Kolkrabbans kemur aftur og við byrjum "nýja Ísland" eins og ekkert hafi gerst á 20 árum. Bankarnir ráðstafa eignunum til þeirra fyrir ekkert - sem er þegar byrjað - og við erum komin aftur á byrjunarreit.

Til hamingju Ísland

Jón (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 11:48

22 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Bjarni , hvaða máli skiptir fullveldisafsal þegar þjóðin er ekki lengur frjáls ?  Hvaða helvítis sveitamennskuhugsunarhátuur og einangrunarstefna er þetta sem þú ert að boða ?

Fólkið í landinu er gjaldþrota , geriru þér grein fyrir því Bjarni ?

http://www.expressen.se/Nyheter/1.1466998/nu-flyr-de-fran-kr-island

Óskar Þorkelsson, 15.2.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband