Kata Jak og norska lendingin

Katrín Jakobsdóttir er ein af mínum uppáhalds þingmönnum og ég er ánægður að hafa hana í stóli menntamálaráðherra. En ég jafn óhress með ESB daður hennar í Mogganum í dag þar sem hún segir að VG og Samfylking þurfi að ná sameiginlegri ESB stefnu ef þeir ætli að halda áfram.

Vonandi er það bölsýni hjá mér en eftir þetta útspil þarf Katrín að sýna það með afgerandi hætti að hún og flokkur hennar sé afl sem treystandi er í þessu mikilvæga máli.

Það að ná sameiginlegri stefnu með Samfylkingunni í ESB getur í raun og veru ekki falið í sér annað en að leyfa krötunum að þoka landinu í átt að fullveldisafsali. Það er einfaldlega ekkert ásættanlegt við það. 

Eina ásættanlega leiðin í þessu er norska lendingin. Þar eru saman í ríkisstjórn ESB sinnar og andstæðingar en flokkarnir eru sammála um að stíga að sinni engin skref í átt að ESB.


mbl.is Ekki verið samið um framhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Tek undir að mér finnst Katrín vera málefnalegur stjórnmálamaður.En gallinn er sá að ég held að hana vanti innsýn í íslenskt atvinnulíf.Ég er hræddur um að margt af þessu unga menntafólki vanti vit og reynslu á hverju við lifum og hvar peningarnir verða til. Þeir verða ekki til í ríkiskassanum eða vaxa á trjánum.

Ragnar Gunnlaugsson, 14.2.2009 kl. 13:58

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Kata er flott. Vel gefin og málefnaleg. Lofum þjóðinni að kjósa um ESB. Ég er sannfærður um að aðild verði hafnað með afgerandi hætti.

Sigurður Sveinsson, 14.2.2009 kl. 14:04

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Sammála Sigurður að við eigum að þora í kosningar um málið. En að Samfylking og VG finni sameiginlega fjöl í málinu er allt annar og alvarlegri hlutur. -b.

Bjarni Harðarson, 14.2.2009 kl. 15:11

4 Smámynd: halkatla

ég er fullkomlega sammála hverju orði, Katrín má ekki vera að þessu daðri!

halkatla, 14.2.2009 kl. 15:16

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bjarni. Veistu ekki hvers eðlis Vinstri-grænir eru? Í grunninn
sósíaliskur flokkur. Og hvenær hafa sósíalistar talist þjóðlegir í
stjórnmálum? Hvenær hafa sósíalistar og vinstrisinnaðir róttæklingar
borið virðingu fyrir þjóðlegum viðhorfum og gildum? ALDREI. Vegna
þess að í grunninn er hugsjón þeirra mjög alþjóðasinnuð, öfgakennd oftar en ekki. Þess vegna eru VG ALLS EKKI treystandi í
Evrópumálum. Enda hafa þeir opnað á aðildarumsókn með þjóðar-
atkvæðagreiðslu svokallaðri. En SANNIR ESB-andstæðingar hljóta að
berjast gegn ÖLLU slíku. Því það að samþykkja þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið er um leið verið  að samþykkja aðildarumsókn.
Á nákvæmlega sama þátt og þeir sem ljá máls á breytingu á
stjórnarskránni  varðandi möguleika á fullveldisafsali gagnvart
ESB-aðild eru í raun að greiða stórkostlega fyrir ESB aðild og eru
því í raun ESB-sinnar.  Liggur það ekki ljóst fyrir?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.2.2009 kl. 15:32

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

AGS ræður okkar peningamálum Bjarni.. hversu mikið fullveldisafsal ertu tilbúinn til að kyngja því ég hef ekki séð þig blogga um það atriði enn..

Ekki hefur staða íslands utan bandalaga sýnt það að okkar eigin stjórnmálamönnum sé treystandi... ekki hef ég séð þig blogga um það Bjarni.

Óskar Þorkelsson, 14.2.2009 kl. 16:07

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg hef lengi haft það á tilfinningunni að Katrín hafi áttað sig á fyrir þó nokkru, að hið einna rétta náttúrulega fyrir Ísland er ESB. 

Hún hefur þó passað sig á að styggja ekki suma þarna sem mega ekki heyra minnst á slíkt.

Fólk sem kynnir sér esb - og eg hef trú á nefnilega að Katrín hafi gert það, sér strax að málfutningur andstæðinganna er hræðsluáróður og byggir ekki á neinum rökum. 

Sumir esb andstæðingar vitað það í sjálfu sér líka og td. veit eg um einn sem er farinn að semja einhverjar framtíðarskáldsögur þar sem esb er "voða vont" etc.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.2.2009 kl. 16:30

8 identicon

Stjórnmálaflokkar ættu ekki að vera með stefnu í ESB-málum. Þetta er mál sem þjóðin á að ákveða. Fyrst ætti að halda atkvæðagreiðslu um hvort eigi að sækja um aðild eða ekki, svo eiga stjórnvöld að sjá til þess að allar upplýsingar verði aðgengilegar og að málefnaleg og upplýst umræða fari fram í 2-3 ár, þar sem allir kostir og gallar koma fram. Svo getur fólk tekið afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef stjórnmálaflokkar eru með stefnu með eða á móti þýðir það einfaldlega að umræðan lendir í dæmigerðum skotgröfum flokkanna, verður yfirborðskennd, heimskuleg og leiðinleg. Auk þess er stjórnmálaflokkunum í dag ekki treystandi til eins eða neins.

Guðmundur (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 16:30

9 identicon

Þú ert glöggu Bjarni,líka næmur fyrir konum skoðunum þínum á Katrínu

deili ég með þér,við skulum ekki vera neitt hræddir við þessa umræðu

endilega fá öll spilin á borðið,síðan kjósum við um málið þær kosningar

munum við andstæðingar aðildar gjörsigra

Helgi Sæmundsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:04

10 identicon

Eru Danmörk og Svíþjóð ekki fullvalda ríki? Hvaða vitleysa er þetta!!!

Þessi hræðsluáróður er ótrúlega þreyttur orðinn. Komin tími til að skoða málið út frá hagsmunum heimila og fjölskyldna en ekki bara út frá sjónarmiði sægreifanna í LÍÚ.

Ína (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:57

11 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Kata er vonarstjarnan mín og þín, stjarna allra barna..........

Soffía Valdimarsdóttir, 14.2.2009 kl. 18:33

12 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

IS IT TRUE... 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 14.2.2009 kl. 21:56

13 identicon

Hef alveg einstaklega lítið vit þ.e. þekkingu á plúsum og mínusum varðandi inngöngu í ESB. Leitun að jafn mikilli fáfræði á því sviði.

EN ef ÞJÓÐIN vill fá að kjósa um inngöngu, vil ég benda hér á að ÞJÓÐIN er þessi þjóð sem um ræðir. Hún á landið, söguna og sig. Og HÚN kýs auðvitað sýnist HENNI svo... hvað svo sem veigamikilli þekkingu, áróðri (til eða frá) og lúðrablæstri líður.

EF hún vill. - Ef ég væri ÞJÓÐ þá vildi ég ekki  láta segja um/við mig að mér væri hreint ekki ætlað að tjá mig um mál, sem varðar mig og mína framtíð alla.

Ég vildi ekki að einhverjir einstaklingar berðust gegn því að ég sem ÞJÓÐ fengi að greiða ábyrgt atkvæði eftir minni sannfæringu.

Hins vegar myndi ég trúlegast "alveg fattaða" hverjir vildu bara ráða þessu fyrir mig; til .... nú, eða frá.

 Annars lúrir nú alltaf í mér einhver tilfinningalegur ótti við að vera í skipsrúmi á erlendum bátum. Ekki einu sinni víst að ég skildi hvað formaðurinn væri að segja. - Skoðum bara nýleg dæmi um tjáningar- og skilningsraunir ráðamanna vorra.-

("Ónnnku, va' að vita" (mest notað til að hugga börn undir fimm ára aldri og þá tilheyrir sérstakur vorkunlætistónn))

Ja, við hvurju væri þá ekki að búast af mér, bara ÞJÓÐINNI í erlendum umræðum og bralli?

Þannig ÞJÓÐ væri ég... ef ég væri ÞJÓÐ.

Gjört af kristilegum kærleika að vanda

Helga Ág.

pjeess:tilfinningaleg niðurstaða er mín: 

 hanga eins og hundur á roði á öllu sem íslenskt er, nema stöku fólki, sem ég er ekki ýkja snokin fyrir.Það má alveg fara að ferðast og skoða heiminn.

H.Ág.

Helga Ágíustsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 22:28

14 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hún Kata Jak þín er erki froðusnakkur þessarar þjóðar. Opnustelpa wannabeeanna.  Mér virðist á henni sem hún hafi aldrei opnað bók og viti ekkert hvað hún er að segja. Það var ansi algengt að hún flippfloppaði 2-3 í sama máli í blaðrunu í silfri Egils.

Hún mætti kynna sér hvar munurinn er á vinstri og hægri í stjórnmálum áður en hún stillir sér upp í öðru hvoru liðinu. Hún heldur máske að rétt sé að taka stöðu með Evrópubandalaginu af því að Sjálfstæðismenn standa gegn því. Ég get frætt hana um það að sú afstaða er tekin þar til að flokkurinn standi undir nafni. Til þess að varðveita fullveldið, sem er jú lykilástæðan fyrir því að við erum þjóð á meðal þjóða.

Hún skal líka athuga það að hugmyndin um Evrópusambandið á sér rætur í öfga hægrisinnuðum totalitarianisma. Ekki svo fjarskyldur ættingi Fasismans. Globalismi. Hugmyndafræði sem stefnir að því að færa viðskipti og fjármál jarðarkúlunnar á fáar hendur, sem síðan munu ráða hver stendur og fellur.  New World Order, eins og Sarkosky undirstrikaði svo skemmtilega í ræðu um daginn. Slogan sem var tamt í munni Adolf H. 

Ef að svona hlandfrussur eiga að ráða um framtíð og örlög þessarar þjóðar og enda 60 ára sjálfstæðissögu hennar, þá er fokið í flest skjól. Tækifærismennskan getur ekki náð hærri hæðum en það. Egósentríkin ekki orðið krónískari.

Nú er komið nóg að þessu skrumi. Hjá þér líka Bjarni. Hvað er það í hennar verkum og hugsunarhætti, sem gerir hana verða þess að vera ein af uppáhaldsþingmönnum þínum?? Voru þetta öfugmæli og illkvittni eða ertu virkilega að meina þetta? Er þetta enn eitt dæmið um skilyrðislausa pólitíska rétthugsunarhræsni af því að hún er ekki með skott milli lappanna?

Það er svei mér farið að fjara undan þér finnst mér.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2009 kl. 00:34

15 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara vill í lokin árétta það að þeir sem eru tilbúnir til  að samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB verða fyrst að samþykkja umsókn
um aðild Íslands að ESB. ENGINN sem andvígur er ESB-aðild færi því
að samþykkja slíka þjóðaratkvæðagreiðslu. Það gera BARA-ESB-sinnar! Er það ekki ljóst?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.2.2009 kl. 01:28

16 identicon

Stelpan veldur mér vonbrigðum og vona ég að þetta eigi ekki eftir að ganga eftir meðal VG. Það eru takmörk fyrir því hve mörg skref þeir geta stigið frá sinni "stefnu".

Þetta stakk mig líka og á ég erfitt með að átta mig á því að þarna sé á ferðinni sama stelpan og hélt svo metnaðarfulla ræðu á Heimssýnarfundi ekki alls fyrir löngu.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 01:56

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þótt skrásetjari þessa viðtals við Katrínu hafi verið sá blaðamaður Moggans sem einna óeðlilegasta ástríðu hefur í átt til Evrópubandalagsins, Kolbrún Bergþórsdóttir, þá verður þó að álítast, að rétt sé eftir haft, meðan Katrín leiðréttir það ekki.

Loðin og linkuleg var þessi hugsun hjá henni: "Það eru ýmsir kostir við Evrópusambandið, en gallarnir hafa hingað til [sic] vegið þyngra í huga mínum." – Samt er þetta kona sem hélt bara þokkalega ræðu á fullveldisfagnaði Heimssýnar 1. desember og ég tók fyrir fullveldissinna.

Hún segir að vísu næst í viðtalinu: "Fyrir utan ýmislegt sem tengist sérhagsmunum Íslands, þá finnst mér helzti gallinn vera sá, að minni þjóðir eru á jaðrinum í þessu batteríi, stóru þjóðirnar hafa þar mest áhrif." – Vel mælt og sterk meining að baki, eins og mig rámar í frá 1. des. – En svo versnar aftur í því hér í næstu orðum hennar: "Það verður áhugavert að vita hver þróunin verður hjá Evrópusambandinu, því þar eru menn meðvitaðir um lýðræðishallann innan sambandsins." – Þetta gefur því undir fótinn, að hún sé tilbúin að taka við einhverjum vísbendingum um umbætur eða treysta því, að þær verði varanlegar, ef eitthvað verður gert í þá áttina, og endurskoða þá frá grunni afstöðu sína til yfirríkjabandalagsins, þótt hún ætti vitaskuld að vita, að bandalagið getur breytt sér og gerzt miklu einræðislegra eftir 10, 15 eða 25 ár. Og hvar væri þá íslenzkt sjálfræði? Líklega bezt að lesa Váfugl eftir Hall Hallsson til að finna það út.

En sannarlega var framhaldið hjá Katrínu ádeila á EB: "Ákvarðanir eru að mestu leyti teknar af framkvæmdastjórninni, þingið hefur verið í ráðgjafarhlutverki, og áhrif almennings á ákvarðanir eru ekki sérstaklega mikil."

Þannig hleypur hún úr og í, endandi á þessu, aðspurð hvort eðlilegt sé, að þjóðin kjósi um, hvort sækja eigi um aðild: "Mér finnst það vel koma til greina. Þetta mál verður að útkljá með lýðræðislegri niðurstöðu."

En ég spyr: Þyrfti sú þjóð ekki að vera betur upplýst en raunin er? Dettur einhverjum í hug, að hún verði orðin það á t.d. tveimur mánuðum?

Og til hvers ættum við að vera að "sækja um aðild," þegar ljóst er (þrátt fyrir lygar Diönu Wallis), að með innlimun okkar væri EB ekki aðeins að taka sér æðsta löggjafar- og dómsvald yfir Íslendingum, heldur einnig full yfirráð yfir fiskveiðilögsögunni milli 12 og 200 mílna. Þess má líka geta, að eftir að varnarmálastefna EB hefur líkamnazt að fullu, eins og stefnt er að, yrði landhelgi Íslands hersvæði bandalagsins, ef okkur henti sú ógæfa að láta innlimast.

Enginn sannur fullveldissinni gælir við "aðild" að Evrópubandalags-risaveldinu. 

Svo minni ég á fund hjá Heimssýn á morgun. 

Jón Valur Jensson, 15.2.2009 kl. 02:36

18 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Við höfum EES sem ætti að duga okkur í gegnum þau vandamál sem við erum komin í nú þegar. Ég er orðin þreyttur á að benda á sökudólga, við verðum bara að bíða með Bastilludaginn þar til eftir kosningar og koma okkur saman um að koma þjóðinni uppúr þessum dimmadal sem allra fyrst.

Ég vill benda á lög frá 1936 nr.7 þar er vel hægt að finna aðstæður sem ættu að vera núverandi valdhöfum næg ástæða til að skoða hvað gera ber á næstu dögum. Við eigum ekki að greiða milliskuldir gömlu og nýju bankanna, það gengur bara ekki upp að nýju bankarnir ætli að verðfella skuldir eldri bankanna og láta almenning greiða fullt skuldaálag miða við eldri samninga, almenningur er aðili að þessum viðvarandi viðskipta samningum sem ber að fell niður eða víkja til hliðar.

Friðrik Björgvinsson, 15.2.2009 kl. 02:37

19 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Þetta er þungt efni en leyfið ykkur að skoða þetta þó að trúarmál komi þarna fram þurfum við ekki að skoða það endilega núna en hlustið vel og spilið aftur og aftur þó það taki 2 klst þá er þetta eitthvert besta vídeó til að skylja það sem við erum að upplifa. ég hef beðið RUV um að flytja þetta en ekki orðið ágengt, þetta er það sem allt gengur út á og ef sem flestir skylja það verður árangur og við leggjum allt annað á hliðina eða hættum að hugsa um það...

http://www.flixya.com/video/1621647/Zeitgeist_2_:_Addendum_-_Subtitles_English-French

Ég kann ekki að setja inn linki á þessa síðu.. en gerið bara copy og paste á browsernum þá sjáið þið heljarinnar upplýsingar sem okkur hafa verið hulin að undanförnu. ég byrjaði í okt að óska eftir þessari byrtingu en ekkert hefur gerst enn, látið það ekki á ykkur fá þó þetta sé langt því það er það sem kemur fram í lokin sem skiptir höfuð máli, en þið verið að meðtaka allann boðskapinn.

FB....

Friðrik Björgvinsson, 15.2.2009 kl. 03:29

20 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Bjarni, eruð þið Guðni ekkert með nýstofnaðan flokk á leið í framboð?

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 15.2.2009 kl. 10:15

21 identicon

Ef við ræðum frekar viðtalið en Evrópumálin þá er ljóst að nýorðinn ráðherra til nokkurra daga er að flörta við lengra samband.

Hér virðist vera að ráðherrann sé að byggja upp stemningu fyrir lengra samstarfi með því að deila hugmyndum sínum með Mogganum, frekar en að flokkarnir hafi afráðið hvaða lausn sameini þá.

Afstaða Samfylkingar er þekkt. Þeir vilja kjósa sem minnst um sjálfsögð mál. VG hefur sagt að þeir séu reiðubúnir að lúta vilja kjósenda. Ég hef á tilfinnunginni að þetta sé órætt mál og ráðherrann nýorðni sé að spila sóló því hana langar að ganga í dröktum, hafa mannaforráð og skipa stjórnir. Öllu til fórnandi.

Jón (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 11:38

22 identicon

Jæja, þú skríbent, 

Jón Steinar Ragnarsson. Nú þarf að hafa svolítið námskeið í að láta konur fara í taugarnar í sér AF REISN.

(sérstaklega ungar og álitlegar sennilega að mati marga karla)

Fínt að láta fólk fara í taugarnar í sér, en sennilega afar þreytandi ef verkefnið er viðamiki.

Orðið HLANDFRUSSA, ég endur tek hland-fruss-a, ber lítinn vott um reisn og málefnalegan tal- og/eða skrifanda.

Einu sinni var kona norður á Melrakkasléttu sem var ákaflega illmálg við smæstu tækifæri. Hún sagði oftlega um sér yngri kvenpeninginn í þorpinu "til dæmis þessi tussa". En þar er konan var ekki skýrmælt til vansa  varð úr þessu "tildamessitussa".Og það var hún svo gjarnan nefnd meðal gárunga - kannski líka fleira fólks. Nú veit ég ekki gjörla.

Til þess eru vítin að varast þau. Ja ekki vildi ég t.d. vera kallaður Jón hla...... Mér finnst Jón Steinn svo miklu miklu fallegra.

í Guðs friði

Helga Ág.

p.s. þekki Katrínu ekkert og hef aldrei svo mikið sem séð hana í búð að kaupa skyr og mjólk.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 16:26

23 identicon

Afsakaðu Jón Steinar skríbent - auðvitað ætlaði ég að skrifa Jón Steinar en ekki Jón Steinn, þarna undir lokin.  Biðst að sálfsögðu afsökunar á þessum mistökum.

 Helga Ág.

P.S. Vegna þjóðaratkvæðagreiðslu og aðildarumsóknar:

Já og er það þannig: við getum ekki kosið um, hvort við viljum sækja um, heldur bara (í raun) sótt um? Það liggur nú bara við að barnið spurrrji: akkurru?

En gott var að til mín var varpað þessu ljósi frá Guðmundi J. Kristjánssyni. Takk fyrir það - Kannski fer ég bráðum að skilja eitthvað... hihihihi... einhvers staðar.

H.Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband