Frábærar viðtökur væntanlegra kjósenda...

L - listinn fær frábærar viðtökur á fyrsta degi og ekki hægt að kvarta yfir fjölmiðlum. Ég var sjálfur að koma úr viðtali á Rás 2 og Þórhallur félagi minn er að fara í Vikulokin á Rás 1 klukkan 11 í fyrramálið. Og samt erum við alls ekki byrjuð að kynna framtakið.

Valgerður Sverrisdóttir sendi mér frekar hlýlega kveðju í gær og óskaði okkur L - listamönnum um leið til hamingju með að hafa fengið Kristinn H. Gunnarsson í liðið. Sem við aldrei fengum og ég verð að senda þessar hamingjuóskir til baka norður að Lómatjörn því mínar heimildir herma að Kristinn sé nú kominn til baka, - hvort sem honum verður nú fagnað með kossi eins og þegar hann gekk fyrst í flokkinn.

L - listinn er ekki flokkur heldur bandalag sjálfstæðra og frjálsra stjórnmálamanna. Fyrir vikið skiptast kjósendur ekki í þær stéttir sem hér hefur tíðkast, yfirstétt  háttsettra flokksmanna og réttlausa stétt óflokksbundinna kjósenda. Yfirstéttin myndar í raun og veru einhverskonar eignarhaldsfélag alþingismanna og getur til dæmis breytt skoðunum þeirra og þar með atkvæðum hinna óflokksbundnu og reyndar almennra flokksmanna líka. Ef miðstjórn eða flokksþing samþykkir eitthvað sem gengur þvert á kosningaloforð þá gilda kosningaloforðin ekki lengur. 

Því er auðvitað haldið fram að bakvið þessar ákvarðanir sé lýðræðislegar stofnanir  stjórnmálaflokksins  en ef einhver  trúir því í raun og veru að stjórnmálaflokkar séu lýðræðislegir þá er til eitt ráð við slíkum misskilningi. Það er hægt að ganga í flokk og hver sem það gerir sannfærist um að það eru allt önnur lögmál en lýðræðisins sem ráða vegferð flokka.

Eina leiðin út úr þessu kerfi er að kjósa á þing menn sem standa engum nema almennum kjósendum sínum reikningsskil gjörða sinna og getur aldrei skýlt sér bakvið flokkssamþykktir.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Já Bjarni minn, það er ekki nóg að Jón sé kominn heim...    ég vona bara að Framsóknarmenn taki vel á móti Kidda.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 27.2.2009 kl. 20:59

2 identicon

"Bandalag frjálsra og sjálfstæðra STJÓRNmálamanna" ??!!

 Ertu ekki örugglega að grínast ??

 Það voru til örfáir góðir humoristar í Framsókn - þú alltaf talinn einn þeirra !

 Ertu búinn að gleyma frá því í gær - 5% kjörfylgisreglunni ??

 Ómar kominn í Samfylkinguna.

 Gerðu nú eins og Kiddi " sleggja" - farðu aftur " heim í heiðardalinn" !!

L-listinn er ekki aðeins tímaskekkja - þetta eru grátleg misstök, eða sem Rómverjar sögðu.: " Hic funis nihil attraxit" - þ.e. "Ætlunin er  alger mistök" !! 

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 22:49

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þau ráð eru til, sem sjá við þessum vélum stórbokkanna.

En hamingjuósk til þín, Bjarni, sem stendur með sannfæringu þinni og fullveldisréttindum þjóðarinnar.

Jón Valur Jensson, 27.2.2009 kl. 22:59

4 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Ég er mjög sáttur við að þetta skuli hafa orðið að veruleika Bjarni.

Við komum til með að standa vörð um gildin sem hafa breyst mjög mikið, eitt af þeim gildum sem við komum til með að standa vörð um eru gildi kjósnda með því að hver og einn frabjóðandi sem nýtur kjörfygis innan listans fer ekki úr honum nema með því að fara af þingi. Hann fer ekki í annan flokk hann hverfur af þingi og næsti kjörmaður á listanum tekur við hans sæti. Einfalt en lýðræðislegt því hann fer ekki með atkvæðamagnið sem lá á bak við fylgi hans í aðra stjórnmálahreifingu.

Ég er að huga að þessum gildum en næst sendi ég þér þær sjálfum og þú kemur þeim í umræðuna.

Ég geri meira af því þessa dagana að hlusta á fólkið og er að reyna að hlusta eftir því hvað það er í raun og veru að segja, hér kemur eitt dæmi:

Samfylkingin þar er allt uppí loft og engin stjórnun á neinu, það eru mikil vandamál hjá Sjálfstæðisflokknum vegna ábyrgðarlausra eldri þingmanna. Framsóknarflokkurinn hefur ekki enn tekið til í sínum ranni þannig að þar verður ekki um eins mikla endurnýjun að ræða og hefði þurft. Vinsti Grænir eru með alla sína þingmenn nánast alla inni sem þeir telja að hafi ekki átt þátt í þessu hruni.

Þetta þýðir að þjóðin er stjórnlaus.

Mér finnst þessar línur skýra vel hugsun landans, fyrst flokkarnir eru í klessu verður ekkert gert, veit þetta fólk ekki að það er Alþingi sem á að setja lögin fyrir ráðherrana, en þingið er ekki hraðferðar framleiðsla á lögum sem flokkarnir vilja koma áfram í gegnum þingið.

Ég stóðst ekki mátið að koma þessu að hér, en Bjarni mjög gott mál og endilega hafðu samband mjög fljótlega.

FB..

Friðrik Björgvinsson, 28.2.2009 kl. 00:07

5 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Sammála hamingjuósk til þín,Bjarni gangi þér vel.

B-flokkur

Anna Ragna Alexandersdóttir, 28.2.2009 kl. 04:09

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég tók aðeins þessar síðustu skoðanakannanir í gegn á mínu bloggi og fæ ekki séð annað þið hafið talsverðu úr að moða ef rétt er á spilum haldið. Skoðanakannanir nú eru ekki dæmi ym traust fólk á einstaka flokkum heldur himinhrópandi vantraustsyfirlýsingar á þá flokka sem fyrir voru. Ætli nokkur flokkur nái mikið yfir 10% fylgi ef grannt er skoðað.

Niðurstöður skoðanakannana eru svo illilega falsaðar og skrumskældar að það er engin leið að henda reiður á túlkanirnar.

Það þyrfti að vera óháður opinber túlkur, sem sker úr um hvað þær eru að segja.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2009 kl. 09:17

7 Smámynd: Saturnus

Þú ert heppinn Bjarni að þurfa ekki að dragnast með Kidda sleggju í eftirdragi. Þetta er alveg synd með aumingja Framsóknarmennina sem stokka upp eins og þeir geta og sitja svo uppi með tækifærissinnaðan atvinnupólitíkus eins og Kidda sem laumar sér í raðir þeirra á síðsta augnablikinu. Og ég sem ætlaði að kjósa þá!

Saturnus, 1.3.2009 kl. 00:08

8 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll Bjarni. Þetta er skemmtileg hugmyndafræði sem þú ert að boða, bandalag frjálsra og sjálfstæðra stjórnmálamanna! Það er eins og mig minni ég hafi heyrt eitthvað svipað áður. Ég sem hélt þú ætlaðir að taka þér tíma til að jafna þig eftir volkið á Framsóknarskútunni og kæmir síðan glaðbeittur í stuðning við okkur Vinstri græn, þar sem hjarta þitt slær, þ.e.a.s. sá hluti þess sem slapp við kalið í síðustu flokksvist. - Vegni þér annars ætíð sem best.

Hjörleifur Guttormsson, 1.3.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband