Svo eru þetta Hreppafjöllin...

Við erum uppi á Reykholtinu nokkur saman og Arnór er foringinn. Kann allar sögur og öll öfnefni. Það er albjart eins og í dag arnor_karlsson_net_807150.gifog sér allaleið vestur í Selvog. Vesír okkar og fræðaþulur er að segja nöfn fjallanna og það er eins og romsan ætli aldrei að enda. Fingurinn rétt bifast eftir fjallahringnum og alltaf getur Arnór bætt inn í því skyggnið er svo gott og hann þekkir svo sannarlega hverja þúfu í Árnesþingi. Ég er hálfvegis farinn að halda að hann klári þetta aldrei. Það er Geitafell og Ingólfsfjall, Búrfell tvö og ótal mörg fleiri sem ég ekki kann að nefna. Loks er hann kominn hálfan fjallahringinn í hánorður að því fegursta, Bláfelli á Biskupstungnaafrétti. Og nú tók ég eftir að hann dró djúpt andann - ekki yfir fjallinu heldur af því að það sem eftir var afgreitt á innsoginu með einni handarsveiflu svo bendingin náði alla leið til suðurs:

- Og svo eru þetta Hreppafjöllin!

Í dag var Arnór borinn til grafar og það sá vel yfir Hreppafjöllin, Tungnafjöllin, Grafningsfjöllin og Ölfusfjöllin. Það var heiðskýr og fagur dagur og átti við þann mæta dreng sem í dag var kvaddur hinstu kveðju. Sjálfur naut ég þess að kynnast Arnóri vel sem kennara og fræðimanni. Hann var hreinn og beinn í samskiptum eins og Kotsfólkið allt er. Laus við uppgerð og flas. Og hann var náttúrubarn.

Annað náttúrubarn og ólíkt þó var borið til grafar í Tungunum í gær. Það var Þorlákur Jónsson frá Kiðjabergi sem tilheyrði tengdafólki mínu alla sína ævi sterkum böndum, fyrst sem tökubarn og seinna vinnumaður hjá búhöldum þeirrar ættar. Mikill sómadrengur sem kvaddi sattur lífdaga eftir braut sem á stundum var þyrnum stráð. 

Þökk þeim gengnu heiðursmönnum.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Hreppafjöllin... þessi nafnlausu fjöll!

Ég narraði Arnór með umsjónarbekknum mínum og mér í svolitla vorferð. Þar voru margir vaskir svienar í för m.a. sonur Guðmundar á Vatnsleysu og Steina Bisk. o.fl. Arnór var skemmtilegur og fræðandi... þar til við fórum með hanna í fljótafleytingar (river rafting) þá sat hann sem fastast í skut og vildi sig lítt hræra né bæra. Er ekki alveg viss um að öllum varfærnigenunum úr Kotsættinni hafi líkað þessi ósköp.

Svo fór einn útbyrðis og við hin hlógum svo að aldrei ætlaði aðp hafast að draga piltinn um borð. Arnóir fræna (í 7. og 8. sagði hann mér) stökk varla bros og ég ég hygg hann hafa verið fegin þegar fast land var aftur undir fæti. - En gaman var að ég skyldi ná hinu hefðbyndna tjútti okkar á síðasta blóit. Megi hann nú tíðum tjútta að vild við englameyjar alheimsins.

Helga Ág.

Skrítið hvað hann Láki gat alltaf brosað þótt textinn um hann Lukku-Láka hafi örugglega ekki verið ortur um hann, þessa elsku.

H

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:07

2 identicon

Auðvitað átti að standa frændi en ekki fræna!

Og orðið hefðbyndna er ekki til fyrr en e.t.v. nú. "Þar á var rík hefðbyndna meðal bænda og búandliðs í héraðinu". Gæti bara verið nokkuð gott!!

H.Ág.

Helga Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:10

3 Smámynd: Ólafur Björnsson

Tek undir þessu orð Bjarni, Arnór var mjög eftirminnilegur maður og kennari " æ greyin mín þegi þið nú smá stund" sagði hann stundum, ef kliður var í bekknum. Arnór vann ötullega að málstað Tungnamanna í Þjóðlendumálunum, og verð eg honum æfinlega þakklatur fyrir það, sem og alla fræðslu sem hann var alla tíð tilbúinn að veita mér þá sem endranær. Minnigarræða sr. Egils í Skálholti gær um Arnór er eftirminnileg, og þyrfti að fá að birtast. Blessuð sé minning Arnórs Karlssonar.

Ólafur Björnsson, 8.3.2009 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband