Stjórnmálamennirnir með pokahornin

Í sjötta kommenti við síðustu bloggfærslu stendur eftirfarandi og hefst með tilvitnun í minn eigin texta: 

Hvaða þingmenn og hvaða fyrirtæki áttu í hlut? Gerðu einhverjir þingmenn tilkall í hluta gróðans af bönkunum?Ef þú veist eitthvað sem þjóðin veit ekki í þessu sambandi, ber þér þá ekki að segja frá? -  Svars óskað. Kolla (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 01:23

Því er fljótsvarað Kolla að ég veit ekkert í þessu sambandi umfram það sem ég hef lesið í blöðum og heyrt í ljósvakamiðlum. Þú getur algerlega treyst því að ég mun ekki þegja um neitt í þessum efnum. 

Fráfarandi Seðlabankastjóri hefur lýst því yfir að stjórnmálamenn hafi fengið sérstaka fyrirgreiðslu en það hefur ekki komið fram hvaða stjórnmálamenn það eru. 

Ég undrast mjög lélegra eftirfylgni fjölmiðla á Íslandi, bæði gagnvart viðskiptavíkingum og stjórnmálamönnum. Þannig hefur fjöldi sterkefnaðra stjórnmálamanna - eða sem allavega voru sterkefnaðir - lýst því yfir upphátt í fjölmiðlum að þeir ÆTLI að gera hreint fyrir sínum dyrum og upplýsa allt. En hafa þeir gert það? 

Ég veit að þú spyrð Kolla eða þá einhver annar hér úti í rafheimum tölvunnar, hvaða stjórnmálamenn? Það er mikil vinna að fletta þeim öllum upp en til þess að gæta jafnræðis er hægt að nefna þrjá sem koma úr jafnmörgum stjórnmálaflokkum. Varaformaður Sjálfstæðisflokks og formaður Framsóknarflokks hafa lýst því yfir að þau ætli eða séu að hugsa um að upplýsa allt sem viðkemur þeirra eigin fjárhag. En svo ekki söguna meir.

Fráfarandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson hér á Selfossi hefur ekki komið með eins skorinorð loforð en nætursetur hans með FL - group nóttina sem allt hrundi kalla svo sannarlega á að hann geri það rækilega upp hvernig hann tengist auðmönnum þessa lands.

Ég er ekki að sakfella neitt af þessu fólki - en ég bíð eins og svo margur eftir að það sjálft færi fram þær málsvarnir að mér takist að sýkna það áður en til kosninga kemur. Við verðum öll að vita hvað er í pokahornum þeirra sem við ætlum að kjósa...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Harðarson

þið afsakið rammana - þeir bara komu óvart!

Bjarni Harðarson, 9.3.2009 kl. 09:51

2 identicon

Félagi Bjarni !

 " Því auðvitað eru allir háðir sínum velgjörðarmönnum og föstum styrktaraaðilum"

 Hér er um ótrúlega, óskiljanlega og ósvífna fullyrðingu að ræða.

 " Þingmenn HÁÐIR sínum styrktaraðilum" ??

 Svona skrifa þeir sem ekkert þekkja til mála - hreinir apakettir !

 Íslenskir þingmenn engum háðir nema eigin samvisku.

 Samkvæmt fjölda erlendra kannanna, eru íslenskir þingmenn í hópi heiðarlegustu stjórnmálamanna hins vestræna heims  !

 Eða  sem Rómverjar sögðu.: " Ne fronti crede" - þ.e. " Dæmdu ekki bókina eftir kápusíðunni" !!

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 11:26

3 identicon

Takk fyrir svarið Bjarni. Ég vona sannarlega að Björgvin hafi verið þarna í þágu þjóðarinnar en ekki eigin.

É hef mikinn áhuga á að fjármál þeirra sem stóðu að sölu bankanna á sínum tíma verði rannsökuð, fyrir og eftir sölu.

Kolla (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 12:28

4 identicon

Kalli Sveins:

Alveg rétt, íslenskir stjórnmálamenn eru - eins og bankastjórar - álitnir þeir heiðarlegustu í heimi af því að þeir hafa aldrei þurft að biðjast afsökunar á neinu. Heldur ekki þegar þeir gerðu þjóðina gjaldþrota.  Kjósendur gera heldur ekki meiri kröfu um það en svo að þeir ætla að kjósa þá aftur engu að síður.

Kjósendur hrunflokka eruþannig  á sama þroskastigi og loðnutorfa.

Glúmur (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 12:59

5 identicon

Ég fór að hugsa að það er ekki nóg að skoða fjárreiður þeirra stjórnmálamanna sem stóðu að einka(vina)væðingu bankanna, heldur líka allra annarra ríkisfyrirtækja sem seld voru á þessu tímabili.

Kolla (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 13:37

6 Smámynd: Bjarni Harðarson

Algerlega sammála þér Kolla og og svo þarf auðvitað líka að skoða hverjir styrktu hverja.

Bjarni Harðarson, 9.3.2009 kl. 13:50

7 identicon

Ég fór aftur að hugsa.  Það þyrfti líka að skoða að fjárreiður þeirra sem komu að umdeildum ríkisumsvifum í kringum erlend stórfyrirtæki.

Kolla (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband