Mánuðum of seint en samt fagnaðarefni

Þegar ENRON svikamyllan hrundi voru forstjórar leiddir út í járnum. Við hrun Royal Bank of Scotland hafi bankastjórinn þar látinn sæta stofufangelsi fyrst á eftir til að hagsmunum væri ekki spillt.

Hér á landi líða margir mánuðir með mörgum stórum millifærslum áður en það kemur yfirlýsing frá þingnefnd að hún áformi að heyra aðeins í bankamönnum - í næstu viku.

En betra seint en aldrei!


mbl.is Bankastjórar yfirheyrðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta mállýska: mánuðum OG seint-?

Arnar Freyr (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 12:21

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú er að verða komið hálft ár frá bankahruninu og ekkert hefur verið aðhafst í málum bankastjóranna, nema þeir hafa komið í kaffispjall og svo eru þeir víst að "gefa" fólki og fyrirtækjum ráð um hvernig eigi að komast af í kreppunni.

Jóhann Elíasson, 23.3.2009 kl. 12:50

3 Smámynd: Bjarni Harðarson

Nei Arnar Freyr, þetta var stafsetningavill, átti að standa of seint og er komið í lag núna...

Bjarni Harðarson, 23.3.2009 kl. 15:24

4 identicon

Þegar lögreglan og fjármálaeftirlitið fór inn í Enron, höfðu þeir viðamiklar skýrslur og gögn frá innri endurskoðendum fyrirtækisins, sem höfðu komist að því að allskonar bókhaldsbrellur voru í gangi, ýmsar kolólöglegar. Laganna verðir höfðu því upplýsingar sem dugðu til að sannfæra dómara um að handtökur mættu fara fram.

-sigm. (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 20:26

5 identicon

Hvernig má það vera að menn geri ekki greinamun á málfarsvillum og stafsetningarvillum, sér í lagi þegar hið augljósa er... tja... augljóst?

Jón Flón (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband