Svar til Palla sem er ekki einn í heiminum...
23.3.2009 | 15:44
Palli sá sem sendi mér komment er alls ekki einn í heiminum því það hafa margir spurt mig þessa sama. Afhverju eru fullveldissinnar og Borgarahreyfingin ekki saman. Afhverju að dreifa kröftunum?
Svarið er einfalt. Við sem stöndum að L-listanum stöndum gegn því að Ísland gangi til aðildarviðræðna um ESB og erum skýr valkostur fullveldissinna bæði frá hægri og vinstri. Borgarahreyfingin hefur ekki stefnu í þessu stærsta deilumáli þjóðarinnar þó svo að fjölmargir af frambjóðendum O-listans tali skýrt fyrir aðild og kannski einhverjir á móti líka (ég hef þó ekki hitt þá.)
Ef þessir tveir listar rugla saman reitum þá gæti þetta jú áfram verið valkostur gegn gamla flokksræðinu en ég hef ekki sannfæringu fyrir að það sé nægilegt erindi inn í kosningabaráttuna. Ég tel að öll framboð eigi að taka skýra afstöðu í þessu máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Bjarni og takk fyrir síðast
Þetta er ekki allskostar rétt hjá þér: við í Borgarahreyfingunni erum lýðræðissinnar - við teljum að það sé farsælast fyrir þjóðina að fá að velja það sjálf hvort að hún vilji inn í ESB eður ei. Eina leiðin til að vita hvernig um semst er að setjast við samningaborðið - ef okkur hugnast ekki samningurinn - þá er ekkert sem skuldbindur okkur til að taka samningnum.
Það eru fjölmargir innan Borgarahreyfingarinnar sem hafa hreinlega ekki gert upp hug sinn varðandi ESB - þar á meðal ég - þar má líka finna fólk sem er ekki fylgjandi aðild og svo eru aðrir sem vilja aðild - rétt eins og þjóðin.
ESB aðild ætti ekki að vera flokkspólitískt mál.
Birgitta Jónsdóttir, 23.3.2009 kl. 17:22
Takk fyrir þetta Birgitta en um þetta erum við ekki sammála. Engin ríkisstjórn fer í aðilarviðræður nema sækja um aðild og engir nema kleifhugar sækja um aðild í félagi sem þeir vilja ekki ganga í. Þessutan er mikil áhætta í aðildarumsókn því það er ekkert sem segir að við getum fellt og allt verði þá eins og var - ESB er ekkert Rotary...
Bjarni Harðarson, 23.3.2009 kl. 18:44
Finnst þetta nú útúrsnúningur á viðhorfi Borgaraflokksins. Auðvita þarf aðildarviðræður til að sjá hvaða samningur mundi fást. En eins og Birgitta segir þá yrði það svo þjóðin sem þyrfti að samþykkja samninginn. Og það færi væntanleg eftir innhaldi samningsins hvort hann yrði samþykktur. Finnst Bjarni segja að þeir treysti ekki þjóðinni til að meta samninginn. Bendi líka á að það eru ekki bara Íslendingar sem þurft að greiða atkvæði um hann heldur þjóðþing allra ESB landana.
Og síðan bætir L listinn við að þegar að samningur um aðild að ESB er fleldur þá þrýsti ESB á atkæðagreiðslu aftur og aftur þar til að samningur er samþykktur en það er ekki rétt.
Svona viðhorf eru allt annað en lýðræðisleg og lofa ekki góðu um framkvæmd þess komist L listinn á þing.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2009 kl. 19:03
Magnús ! finnst þér eðlilegt í ljósi atburða að skoðannakannanir sýna 33% fylgi sjálfstæðisflokks??? Framhald þegar svar er komið
(IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 19:23
Sjálfstæðisflokkurinn mælist sem betur fer ekki nema í 26 til 27% núna skv. skoðunarkönnunum. Meirihluti þjóðarinnar hefur sveiflast til vinstri vegna afleiðinga stefnu Sjálfstæðismanna. En því miður hefur flokkurinn fastafylgi upp á þessa prósentu þ.a. fólk sem kýs ekki annað hvað sem á gengur. Flokkurinn er þó sem er virðingarvert að fara yfir alla stefnu sína m.a. í ESB málum og kanna kosti og galla og ég hef fylgst með síðum þeirra eins og
Og fleiri og ég kann að meta þegar flokkur leggur í svona vinnu. En ég óttast að þessi vinna endurspeglist ekki í því sem kemur út af Landsfundi. En svona til að það fari ekki á milli mála þá kýs ég ekki Sjálfstæðismenn. Ég er slatta vinstramegin en þær hugmyndir og stefna þeir bjóða upp á.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2009 kl. 20:33
Sú könnun sem ég var að skoða sýndi 33 % en það er nú aukaatriði, en ef 33% þjóðarinn kýs þennan flokk eftir allt sem á undan er gegnið þá treysti ég þeim hópi hreint ekki til að fjalla um lýðræði okkar svona almennt. Fólki sem er svo blint á það sem er undan gengið mun ég ekki treysta til að fara með atkv rétt hvað varðar ESB því það hefur ekki kynnt sér málin hvað varðar sinn flokk og hvernig get ég ætlast til að það hafi haft nennu til að kynna sér hvað ESB í rauninni er???
ESB er svo viðamikið og meirihluti þjóðarinnar mun alldrei kynna sér það eins og þarf að gera, ég er bara búin að lesa smá brot því ég er ekki hraðlæs á enskuna og þarf oft að leyta í orðabækur við þann gjörning, en þessi lestur sem ég lagði þó í sneri mér gjörsamlega í heilhring því ég var harður ESB sinni. Ég veit ekki um eina einustu manneskju í mínu nærsamfélagi sem hefur lagt það á sig að kynna sér þetta án milligöngu okkar hæstvirtu þingmanna, og með fullri virðingu fyrir þeim öllum, þá bara treysti ég ekki þeirra orðum í þessu sambandi hvorki þeirra sem eru með eða á móti. Ég er alveg 100% sannfærð að ef íslendingar almennt legðu það á sig að lesa aðra kafla en það sem snýr endilega að sjávarútvegi þá mundu margir snúast heilhring eins og ég. En af fengninni reynslu veit ég það, að mín orð snúa engum, og ég er líka sannfærð um að meiri en helmingur þjóðarinnar mun ekki kynna sér ESB frá fyrstu hendi, og því tel ég okkur sem þjóð ekki færa um að greiða atkv um aðild. En það er bara mín persónulega skoðun.
(IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 20:51
Það er alveg stórfurðulegt, að nýtt framboð, eins og Borgarahreyfingin skuli
ætla að skila auðu í lang stærsta pólitíska hitamálið lýðveldisins, Evrópumálum. Bara móðgun við íslenzka kjósendur.
Svo minni ég á að yfir 70% grasrótar Sjálfstæðisflokksins hafnar aðild að ESB skv nýlegri skoðanakönnun. Samt á að þröngva ESB-trúboðinu í gegn
þar bæ. En þá verður gott hjá grasrótinni að vita hvert hún á að fara,
treysta, styðja og kjósa.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.3.2009 kl. 20:53
.
Það eru einungis fjölmiðlar sem eru niðursokknir í þetta ESB trúboð.
Þetta er sama fyrirbærið og fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Fjölmiðlamenn kepptus um það hver um annan að draga einhverja bitastæða yfirlýsinug frá frambjóðendum um Reykjavíkurflugvöll. Það hafði enginn haft áhyggjur af honum fyrr.
Eins er þetta með ESB kjaftæðið. Að mestu komið frá spunameisturum kratanna og fjölmiðlamönnum sem hamast við að búa til fréttir og gera sjálfa sig svolítið gildandi. Detta oná "skúbbið" til að geta sagt:"Sko mig. Ég var fyrstur!".
Engin lausn á vanda dagsins er fólgin í ESB trúboði og ég býð eftir þeim stjórnmálamanni sem spyr fréttamann: "Af hverju hefur þú svona mikinn áhuga á ESB?".
Spurningar um hvað er verið að gera til að leysa vanda dagsins heyrast varla og þess vegna fáum við ekki að vita nógu mikið því fjölmiðlamenn eru svo uppteknir af þessu trúboði sínu.
Látið ekki fréttamenn stjórna umræðunni.
Þeir eru brúnir upp á bak og það ekki minna en útrásraðallinn!
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 21:06
Sigurlaug bendi þér á síðurnar www.esb.issem er síða á vegum fastanefndar ESB þar er hægt að finna ýmislegt af því sem fólk þarf að vita. Eins bendi ég þér á http://www.evropa.is/
Síðan er rétt að benda þér á að nú eru aðeins nokkru ríki í Evrópu sem ekki eru í ESB. Og af þeim eru nokkur í ferli við að reyna að komast þangað inn. Væri gott ef einhver benti mér á eitt af þessum 27 ríkjum sem eru ekki fullvalda og sjálfstætt.
En um lýðræðið Sigurbjörg þá er það ekki 33% sem ráða. Heldur er það meirihluti þeirra sem taka þátt í þessu. Það er lýðræði. Þú gerir lítið úr þjóðinni ef að þú telur að hún geti ekki myndað sér upplýsta skoðun varðandi ESB. Þú minnsta kosti myndar þér skoðun um að vera á móti ESB. Bendi á að við erum hér í ömurlegri stöðu. Við erum með mynt sem þolir ekki að sé blásið á. Eins er þetta örmynt sem er dæmd til að vera hávaxta mynt. Spákaupmenn erlendis geta leikið sér að því loks ef okkur tekst að koma krónunni í lag, að fella hana til að græða á falli hennar eða öfugt.
Bendi þeim sem eru hræddir t.d. um landbúnað að hér á landi hafa bændur mælst ein fátækasta stétt landsins þrátt fyrir framleiðslustyrki. Nær helmings fækkun hefur orðið í þeirri stétt síðustu árin. Bændur flestir orðið að sækja vinnu utan staðar. ESB leggur sérstaka áherslu á að halda öllum svæðum í byggð og nota til þess byggðastyrki og styrki við landbúnað á t.d. norðlægum slóðum. Eins mundi vöruverð til bænda og vöruverð til neytenda sbr. í Svíþjóð.
Málið er að ganga til aðildarviðræðna. Ná þar sem bestum samning. Samningurinn er síðan kynntur þjóðinni og hún metur kosti og galla.
Fyrir mér er þetta hvort að við ætlum að loka landinu að mestu og taka upp höft á innflutning, gjaldeyri, fjárfestingu hérlendis eða í vestafalli að almenningur og fyrirtæki taki upp evruviðskipti til hliðar við krónuna og þannig yrði grafið undan krónunni með ógurlegum kostnaði. Ég hef nú ekki lifað nema í 47 ár en ég man þegar við þurftum að skera 2 núll aftan af krónunni. Hún hefur rýrnað um 1300% á hundrað árum miðað við danska krónu. En þær voru jafngildar árið 1900. Og ég held að fólk fari að vera ljóst að hún heldur áfram að rýrna því að þetta er minnsta myntkerfi í heiminum sem við höfum ekki nokkra möguleika á að verja til lengdar. En þú mátt hafa þína skoðun og það getur verið að meirihluti sé á móti þessu en ég vill fá að kjósa um þetta. Það er ekki lýðræði að svipta mig möguleikanum á að kjósa um þetta.
Magnús Helgi Björgvinsson, 23.3.2009 kl. 22:29
Magnús það er bara svo lítið brot af því sem lesa þarf sem búið er að þýða, ég hef skoðað þessar síður sem þú nefnir og það er bara ekki nóg. En trúir þú því virkilega að meirihluti þjóðarinnar hafi lesið þó ekki nema það sem búið er að þýða?
(IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:53
Það virðist sem ýmsir vilji alls ekki valkosti - enda stela nýju framboðin atkvæðum (og fólki!) frá gömlu "góðu" flokkunum.
Magnús Helgi er SF maður og ESB sinni og kemur hvorki til með að velja O.framboð né L.lista í kjörklefanum. Reyndar veit ég ekki hvort hann er meira með ESB aðild en móti Sjálfstæðisflokki - en hér á þessari síðu er Magnús að gelta upp í skakkt tré.
Sjálfri finnst mér að þessi tvö nýju framboð gefi fólki einmitt valkosti. O framboðið og L hreyfingin vinna sjálfkrafa saman að sömu markmiðum þótt þau höfði ekki endilega til sömu kjósenda; því markmið beggja er að breyta og bylta gamla niðurnjörvaða flokkakerfinu.
Kolbrún Hilmars, 23.3.2009 kl. 23:46
Það er með þetta eins og annað. Bjarni Harðar er betur til þess fallinn að ákveða hvað þjóðinni er fyrir bestu en þjóðin sjálf.
Þegar við bætast gáfumenn eins og Jón Valur Jensson og hugprúð glæsimenni eins og Guðmundur Jónas Kristjánsson þá er ekki að sökum að spyrja.
Mikil er hamingja Íslands að eiga slíka menn!!
marco (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 00:19
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Er ekki ráð að sameina Borgarahreyfinguna og L-listan, þá er smuga að þið komist á þing og getið barist þar gegn EBS aðild? (Komment á blogginu: Palli (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 11:02)