Krossfesting í boði XD

Ef fylgt er guðspjöllunum þá mun Sjálfstæðisflokkurinn rísa í fyrramálið eftir vægast sagt pínlega krossfestingu sem þjóðin skemmti sér yfir í gær. Nei, nei, þetta er útilokað, íhaldið fær enga uppreisn, segja lesendur þessa bloggs. Stjórnmálafræðingar eru meira að segja búnir að kveða upp þann dóm að Flokkurinn sem drottnað hefur yfir Íslandi í áratugi muni einangrast og minnka og verða dæmdur til útlegðar úr stjórnarráðinu um langa framtíð...

Ég er samt ekki algerlega sannfærður! Það eiga fleiri eiturpillur eftir að leka út, hvaðan sem þær svosem leka. Það er einhver að senda pósta og fer ekkert takkavillt! 

Upprisa Sjálfstæðisflokksins gæti legið í því að næst komi fram þær upplýsingar sem rústa öðrum flokkum ekki minna en íhaldinu. Og hvað gera kjósendur þá,- jú því er fljótsvarað: Þeir gera ekkert!

Sannast sagna kemur ekkert á óvart í því meinta mútumáli sem nú er rætt um í samskiptum Sjálfstæðisflokks og FL-group.  Það eina sem vekur furðu mína er hvað minn fyrrum flokksbróðir Björn Ingi Hrafnsson gerði við sinn hluta af góssinu því það er algerlega fáheyrt þegar tveir menn vinna saman stórt verk að aðeins annar fái greitt...

Og svona í lokin - hefur einhver hugmynd um hver stendur að þessu guðdómlega upplýsingaflæði einmitt núna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var einmitt að spyrja sömu spurningar í mínu bloggi í gær eða fyrradag. Og það er sennielga nokkuð rétt hjá þér að það er einhver söngfulg sem kann vel á outlook...ið

(IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 14:38

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Mér er svo sem sama hvaðan gott kemur - en er þetta ekki bara byrjunin?

Soffía Valdimarsdóttir, 11.4.2009 kl. 15:24

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég er heldur ekki viss um að Bjarni Harðarson rísi upp í fyrramálið, miðað við sérstæð vinnubrögð á ég frekar von að hann fari niður.

Sigurður Þorsteinsson, 11.4.2009 kl. 15:30

4 identicon

Mér er ekki  alveg sama Soffía,  ef um hreina illkvitni er að ræða eða einhvers konar hefndaraðgerðir, þá er það ekki samviskan sem er að tala heldur eitthvað sem öllu verra er og við viljum ekki aðhyllast.

Nóg er komið af slíkum hugsanahætti, ekki það að ég ætli að verja þessar styrkveitingar það er af og frá. Hef það bara einhvern vegin á tilfinningunni að ekki sé allt sem sýnist í þessum efnum, né mörgum öðrum.

(IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 16:02

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Bjarni þú setur þetta mjög svo vel upp,átt skilið hrós fyrir það,og það af trúlausum manni,þar á eg við krinstna  trú/Við munum upp rísa og það vonandi endurnýjuð og ennþá meira á móti ESB sem samfylgingin er að kom okkur i/Gleðilega Páska samt,þú getur f glaðst með okkur trúuðum er það ekki???Kveðja Halli gamli bloggvinur

Haraldur Haraldsson, 11.4.2009 kl. 16:05

6 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Alltaf að koma betur og betur í ljós hversu mikivægt er að upprísi sterkt
þjóðlegt borgaralegt afl á mið/hægri kanti íslenzkra stjórnmála í anda
fullveldissinna. Því er afar þýðingarmíkið að fullveldissinnar haldi sínu
stríki áfram, erum rétt að byrja, og byggjum okkur skipulega upp um land
allt næstu misseri, því upplausin og spillingin í okkar þjóðfélagi er slík og
glundroðinn sem henni fylgir, að mjög fljótlega  verður kosið aftur.
Því miður kom tímaskortur í veg fyrir framboð okkar, sem í ljósi síðustu
atburða hefði fengið mikinn stuðning. Sem sýnir og sannar, að okkar er
mikil þörf í íslenzkum stjórnmálum. - Eigum nú að nota tækifærið, og
safna liði!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 11.4.2009 kl. 16:27

7 identicon

Félagi Bjarni !

 Í hvirfilbyl augnabliksins, eiga allir að telja uppá 10!

 Fyrst af öllu - grundvallarspurning.

 Var framið lagabrot ?

 Svar.

 NEI !

 Þá er spurt.Er ekki samkvæmt stjórnarskránni, eignaréttur einstaklinganna lögvarinn ?

 Svar.

 JÚ !

 Þá er spurt.

 Mega einstaklingar og fyrirtæki sem einstaklingar eiga, ekki gefa  af peningaeignum sínum til annarra , ef þeir óska ?

 Svar.

 JÚ !

 Hafa ekki flestir einhverntíma á ævinni safnað fjármunum til styrktar öðrum - og þess fleiri krónum sem einstaklingurinn hefur safnað, því meira hrós hefur hann fengið !!

 Þá er aftur og enn spurt.: HVER VAR GLÆPURINN EIGINLEGA ??!!

 ALLIR flokkarnir fengið tugi milljóna í styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum, en íhaldið eitt krossfest !!

 ( Sveimér ef Davíð var ekki að segja rétt um krossfestinguna á Landsfundinum!!)

 Sagði ekki Meistarinn mikli - sem við samfögnum á morgun - sagði hann ekki.: " Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum" ?

 Rómverjar tóku sér  frí í dag ( eru að undirbúa Páskahátíð !!)

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 17:23

8 identicon

Kalli Sveins leggur framm spurningar til að verja málstaðinn gott og vel.

1. Var framið lögbrot. Það er ekki hægt að svara þessari þar sem ekki hefur verið  dæmt í máinu.

2. Er eignarétturinn lögvarinn. Jú hann er það ef þú ert að sýsla með þínar eigur.

3. Menn sem eru í forsvari fyrir hlutafélög hafa ekki heimild til að ráðstafa eignum félaganna að eigin geðþótta, þeir mega einungis gefa sínar eigur ekki annara.

4. Nei aðrir flokkar (ekki vitað um frammsókn) hafa ekki fengið viðlíka styrki frá fyrirtækjum þessa lands.

5. Sá sem syndugastur er kastaði fyrsta steininum í þessu máli þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn

Viðar Magnússon (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 20:10

9 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þakka þér fyrir Bloggið Bjarni, Og gleðilega páska.

Ragnar Gunnlaugsson, 11.4.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband