Gullkistan er alvöru atvinnusköpun

Alltof lengi höfum við verið talhlýðin þeim öflum sem telja menningarstarf og listafólk vera bagga á þjóðinni en ekki ábata. Þeir tímar eru að baki nú þegar við horfum á að þyngstu bagganna berum við af bankamönnum og byggingagleði.

Tvær lista-valkyrjur hafa lengi barist fyrir að koma upp listamannasetri að Laugarvatni en fyrir daufum eyrum. Draumurinn hefur verið að fá Héraðsskólahúsið sem væri líka við hæfi. Setur sem þessi eru alþekkt um allan heim og vinsæl af þeim fjölda sem fæst við skapandi starfssemi. Sjálfur var ég svo lánsamur að dvelja í einu slíku í París síðastliðið sumar þegar tónskáldið kona mín fékk úthlutað þar íbúð til afnota. Erlendu listaspírurnar í París skapa þúsundir starfa og eru vitaskuld mikil mjólkurkú fyrir franskt atvinnulíf. Eins getur orðið að Laugarvatni en ég var sjálfur hálfhræddur um að draumurinn væri úti þegar Þorgerður Katrín setti fyrir ári síðan þvert nei fyrir að Héraðsskólinn færi til þessara nota. Þar hafa staðaryfirvöld, menntamálaráðuneyti og sveitarstjórnir á svæðinu sameinast um þá frábæru hugmynd að þetta glæsilegasta hús héraðsins verði að stjórnsýslumiðstöð fyrir uppsveitir Árnessýslu!

Það ánægjulega við drauminn um listasetur að Laugarvatni að valkyrjurnar tvær, Alda Sigurðardóttir í Alvöru búðinni og Kristveig Halldórsdóttir listakona halda ódeigar áfram þrátt fyrir mótlæti. Nú hafa þær fengið húsnæði í stúdentagörðunum og nánar má lesa um þetta framtak á vefsíðunni, http://www.gullkistan.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sú list sem stendur undir sér er atvinnuskapandi en sérstakir styrkir til handa listamönnum frá ríkissjóði finnst mér alveg fráleitir, það verður aldrei annað er dilkadráttur. Ef ríki/sveitarfélög eiga húsnæði á lausu sem ekki er notað, er sjálfsagt að leyfa afnot af þeim og ætti það að vera sjálfsagt mál.

(IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 18:52

2 Smámynd: Þorsteinn Guðnason

Ég ók framhjá Héraðsskólanum að Laugarvatni um helgina og sá að búið er að endurbæta húsið að utan. Ég stansaði örstutt og sá því ekki hvort búið var að gera upp skólann að innan líka. Þá rifjaðist upp fyrir mig listasýning sem ég hafði sótt þar fyrir einhverjum árum síðan í þá illa förnu húsi, þar sem áhrif gjörninga upp á kvennavist runnu saman við minningar þaðan frá því að Bítlarnir og Benedikt skólastjóri voru upp á sitt besta. Í þessum hugleiðingum hvarflaði einmitt að mér að skólinn væri upplagður til listaseturs. Þá hafði ég enga vitneskju um draum listakvennanna. Þegar ég renndi úr hlaði var ég enn að velta því fyrir mér hvernig maður gat um hávetur klifrað rennurnar upp á kvista þar sem kvennvistin var. Sennilega bar hugur mann hálfa leið og þyndarlögmálið og afstæðiskenningin voru ekki eins raunveruleg og þau eru manni nú.  Listasetur, ekki spurning. 

Þorsteinn Guðnason, 16.4.2009 kl. 21:53

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna er maður sammála Sigurlaugu Guðrúnu hér á undan,það er sjaldsagt að listamenn fái húsnæði,og þetta húsnæði væri alveg kjörið/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.4.2009 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband